Important Update From the Founder Read message >

Muga þvert og endilangt

Njálsgata 6

Tasted February 3, 2017 by bitdrerik with 291 views

Introduction

Við í deildinni (núverandi, fyrrverandi ásamt Hildigunni og Freyju sem kom inn sem varamaður vegna forfalla) komum saman til að gera smá úttekt á vínum frá Muga víngerðinni, sem fást hér á landi. Smakkarar að þessu sinni voru: Daði, Freyja, Haukur, Hildigunnur, Húni, Jón Lárus, Lovísa og Pétur.

Smakkið skiptist í þrjá hluta. Fyrst smökkuðum við rósavínið frá Muga. Í næsta hluta tókum við fyrir þrjá mismunandi árganga af Muga Reserva og í síðasta hlutanum þá smökkuðum við þrjú vín sem meira er lagt í.

Flight 1 - Byrjuðum á Muga rósavíni sem fordrykk (1 note)

Rosé
2015 Bodegas Muga Rioja Rosado Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
88 points
Fyrsta flaskan í Muga smakki. Laxableikur litur. Ekkert mikill ilmur en í bragði mjög ferskt. Mjög temmileg sýra. Að sjálfsögðu ekki alveg rétti árstíminn fyrir þetta vín. Þetta er vín sem kallar á sól og pall.

Flight 2 - Þrír árgangar af Muga Reserva (3 notes)

Red
2012 Bodegas Muga Rioja Reserva Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
88 points
Meðaldökkur litur. Eik, sæt kirsuber, epli og vanilla í nefi. Einnig sæta. Þegar bragðað var á víninu var áberandi sýra. Dökkir sultaðir ávextir, jafnvel sveskjutónar. Hrátt. Eftir að hafa staðið í glasi í svolítinn tíma þá kom fram biturleiki í bragðinu.
1 person found this helpful Comment
Red
2010 Bodegas Muga Rioja Reserva Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
91 points
Svipað á litinn og 2012. Miklu meiri ávöxtur í ilmi heldur en í fyrsta víninu. Síðan komu sætutónar eins og karamella. Þegar bragðað var á víninu þá var það miklu sýruminna. Mjög ferskt. Kirsuber áberandi í bragði. Vín í mjög góðu jafnvægi og algerlega tilbúið til neyslu.
Red
2008 Bodegas Muga Rioja Reserva Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
90 points
Svipaður litur og á hinum reserva vínunum. Í ilminum flóknari tónar en í fyrri tveimur vínunum. Banani, chili, smá lím. Ekki eins mikill ferskleiki í bragði og í 2010 víninu. Smá biturleiki í bragði. Dökkir ávextir, kirsuber og plómur áberandi, einnig krydd, pipar aðallega.
Þetta vín á líklega ekki eftir að batna við geymslu úr þessu. Verður þó væntanlega flott í 3-4 ár í viðbót áður en það fer að dala.

Flight 3 - Þau þrjú flottustu sem hægt er að nálgast hér á landi frá Muga. (3 notes)

Red
2011 Bodegas Muga Rioja Torre Muga Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
93 points
Miklu dekkra á litinn en Reserva vínin. Mjög flottur, ilmur. Bláber, lyng, mói. Dökkir tónar í bragði. Svört kirsuber, krækiber jafnvel. Samt pínu hrufótt enda ungt ennþá. Nett eik. Mun vafalaust eiga eftir að batna á næstu 2-4 árum. 93 núna en gæti átt eftir að enda í 94 jafnvel 95.
Red
2009 Bodegas Muga Rioja Gran Reserva Prado Enea Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
92 points
Svipaður litur og á Torre Muga. Kannski aðeins ljósari. í ilminum m.a. rauð epli, valhnetur, jarðartónar, sætir tónar, karamella. Þegar bragðað var á víninu þá mátti finna mjög þroskuð jarðarber, sætu, vanillu, krækiber. Vín í mjög góðu jafnvægi og vel þroskað. Mjög flott. Óvíst hins vegar hvort það batni úr þessu samt.
1 person found this helpful Comment
Red
2010 Bodegas Muga Rioja Selección Especial Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
flawed
Strax og þessi flaska var opnuð þá var mjög grunsamleg lykt af tappanum. Þurfti svo ekki nema einn sopa til að finna að hún var korkuð fyrir allan peninginn. Ógeðslega pirrandi. Samt ákveðið gildi í smakki að finna hvernig korkað vín ilmar og er á bragðið.
2 people found this helpful Comment

Closing

Fyrir mig þá var þetta mjög áhugavert smakk. Af reserva vínunum þá fannst mér 2010 árgangurinn standa upp úr. Ég held að 2012 árgangurinn sé sístur af þeim sem við smökkuðum og að hann muni hvorki ná 2008 né 2010 við geymslu. Í síðasta hlutanum vorum við svo með meiri og flottari vín (enda talsvert dýrari). Ég er mjög hrifinn af bæði Torre Muga og Prado Enea. Mjög ólík vín. Torre Muga mjög kraftmikið og óheflað núna en Prado Enea mjúkt og fágað. Því miður var Selección Especial vínið ónýtt en það er gríðarlega gott vín sem hefði væntanlega lent á milli reserva vínanna og Prado Enea.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close