Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2017

Marbakkabraut 12
Tasted Friday, January 20, 2017 by bitdrerik with 389 views

Introduction

Þetta smakk skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum var lóðrétt þriggja árganga smakk af Ch. Corbin frá St. Emilion. Í þeim seinni þá var uppgefið að við fengjum að smakka vín frá Priorat. Hugsanlega myndu óvæntir hlutir slæðast með. Seinni hlutinn var smakkaður blint. Smakkarar, sem voru óvenju fáir að þessu sinni voru: Indriði, Björgvin, Ólafur Andri, Lúðvík og Jón Lárus.

Flight 1 - Ch. Corbin. Þrír samliggjandi árgangar. (3 Notes)

  • 2011 Château Corbin St. Émilion Grand Cru 90 Points

    France, Bordeaux, Libournais, St. Émilion Grand Cru

    Frekar ljóst á litinn. Í ilmi mátti finna rauð ber, tóbak, skógarbotn, jarðartóna og í lokin smá fjós. Í bragðinu var góður þroski, dökk ber, flott jafnvægi. Í lokin smá eikartónar. Eftir svolitla stund í glasinu kom fram smá biturleiki.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Château Corbin St. Émilion Grand Cru 90 Points

    France, Bordeaux, Libournais, St. Émilion Grand Cru

    Talsvert dekkri litur en á 2011. Ekki mikill ilmur, jafnvel þótt víninu sé þyrlað. Helst að komi smá leysiefni í ljós þá. Miklu lokaðra en 2011. Í bragðinu er vínið miklu kraftmeira. Dekkri tónar, ekki eins sætt og 2011. Einnig mátti greina krydd, pipar aðallega. Þar sem vínið var frekar óaðgengilegt þá ákváðum við að umhella því. Við það þá jókst ilmurinn. Varð mun flottari. Jarðartónar og skógarbotn. Það er samt alveg greinilegt að þetta vín er ekki alveg tilbúið. Líklega myndi borga sig að sitja á því í þrjú til fjögur ár í viðbót. Samt mjög áhugavert og fróðlegt að smakka það í samhengi við 2011 og 2009.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2009 Château Corbin St. Émilion Grand Cru 92 Points

    France, Bordeaux, Libournais, St. Émilion Grand Cru

    Svipað á litinn og 2011. Samkvæmt okkar upplýsingum þá er svipuð eða sama blanda í öllum þessum árgöngum. Langmest af merlot eða um 80%. Flottur ilmur með dökkum berjum og skógarbotni. Mjög elegant ilmur. í munni var það sætara en 2010. Mjög flott vín. Virðist vera á góðum stað. Orðið nánast fullþroskað og í flottu jafnvægi. Besta vínið núna af þessum þremur.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Priorat + fljúgandi furðuhlutur. (4 Notes)

  • 1995 Grant Burge Shiraz Meshach

    Australia, South Australia, Barossa, Barossa Valley

    Í seinni hluta smakksins voru vínin smökkuð blint, öfugt við Ch. Corbin vínin á undan. Liturinn á þessu víni var mattur, næstum gruggugur. Nánast enginn ilmur. Svo þegar var smakkað á víninu þá kom í ljós sæta, eiginlega ekkert nema sykur. Við létum vínið standa smá stund og þá lagaðist það. Vínið virtist ekki vera skemmt en spennandi var það ekki. Við skoðuðum svo tappann, sem hafði brotnað í sundur þegar vínið var opnað. Þá kom í ljós að það voru taumar í gegnum næstum allan tappann. Fróðlegt að sjá hvað gerist þegar vín er orðið svona vel aldrað. 22 ára og ekki geymt við góðar aðstæður. Þetta vín þoldi það ekki. Virtist vera sem að sýran í víninu væri öll eða nánast öll orðin niðurbrotin. Eins og staðan var á þessu víni þá hefði einkunn verið á bilinu 75-79. Sleppi því að gefa einkunn vegna þess að við vitum ekkert við hvaða aðstæður það var geymt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Ferrer Bobet Priorat Vinyes Velles 88 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Dökkur litur, einhver sagði blóðlitað. Sæta, gerlykt í nefi. Brauð sem er að hefast. Lakkrís og anís í munni. Dökkir tónar. Græn paprika. Framþungt, þ.e.a.s. mesta bragðið fremst í munninum. Ekki flókið vín. Alls ekki vín sem er einkennandi fyrir héraðið. Alþjóðlegt í stílnum. Ekki slæmt vín samt. 2014 árgangur af þessu kostar 25€ hjá Winifred. Ég myndi ekki telja það neitt sérstaklega góð kaup. Menn voru almennt ekkert sérlega hrifnir af þessu víni.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Cellers de Scala Dei Priorat Prior 92 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Meðaldökkur litur. Í ilminum þungir dökkir tónar. Vottur af leysiefnum. Mikið bragð, dökkir ávextir. Flott jafnvægi, góð ending. Án nokkurs vafa vín kvöldsins. Kaupfélagið hafði keypt þessa flösku á 13€ sem er náttúrlega þjófnaður. 2014 árgangurinn af því kostar 19€ sem er ennþá mjög góð kaup enda voru nokkrir sem bættu þessu víni við næstu pöntun.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Familia Nin-Ortiz Priorat Planetes de Nin 89 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Síðasta vínið í smakkinu. Þegar hér var komið sögu voru nótur orðnar af skornum skammti. Vínið var samt mjög dökkt, nánast bleklitað. Ilmurinn var með greinilegum Priorat einkennum. Dökkur, djúpur og með leysiefnum. Dökkir ávextir í bragði. Þetta olli samt vonbrigðum miðað við Scala Dei Prior vínið sem heillaði alla upp úr skónum næst á undan. Ekki kannski skrítið því Planetes var rúmlega tvöfalt dýrara. Alls ekki slæmt vín en leið fyrir að koma næst á eftir frábæru víni.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Skemmtilegt smakk. Mjög fróðlegt að smakka þessa þrjá árganga af Ch. Corbin. 2011 sem er meðalárgangur. Alveg tilbúið til neyslu. 2010 sem á að vera stórgóður árgangur. Alltof ungt til að drekka núna en á framtíðina fyrir sér. Og svo 2009 sem er líka góður árgangur sem var algerlega tilbúið og virkilega gott. Alveg ótrúlegt hvað veðurfarið skiptir miklu máli því þarna vorum við alveg örugglega að drekka vín frá tiltölulega afmörkuðu svæði (sami framleiðandi og blandan nánast eins í öllum árgöngunum). Priorat vínin voru svo mjög mismunandi. Eitt þeirra alveg í toppklassa. Svo náttúrlega mjög fróðlegt að fá ástralska furðuhlutinn inn. Nánast ónýtt vín en lærdómsríkt að smakka svona hluti.

×
×