Æfingabúðir fyrir Priorat ferð

Marbakkabraut 12
Tasted Thursday, August 24, 2017 by bitdrerik with 220 views

Introduction

Vínklúbburinn kom saman til að fara yfir praktísk atriði í sambandi við Priorat - Emporda - Catalunya ferð sem við erum að fara í eftir rúma viku. Að lokinni kynningu á ferðatilhögun þá voru smökkuð 6 Priorat vín til að koma mönnum í gírinn. Smakkarar að þessu sinni eru allir á leið í smakkferðina og voru: Lúðvík, Indriði, Magnús, Jón Loftur, Ólafur Andri, Björgvin, Bolli og Jón Lárus. Við fengum að vita hvað fyrsta vínið var en önnur vín voru smökkuð blint.

Flight 1 - Priorat æfing (6 Notes)

  • 2012 Bodegas Lerma Arlanza Gran Lerma 78 Points

    Spain, Castilla y León, Arlanza

    Frekar dökkt á litinn. Unglegur litur. Fjólubláir tónar. Fjósalykt, jörð, dökk ber. Aðeins brúnka að byrja að sýna sig í jöðrum. Mjög sýruríkt, mikið brunabragð, brennt gúmmí sagði einhver. Spanskgræna, koparbragð, hundasúra. Áhugavert að smakka þetta vín. Ekki beinlínis gott samt. Undir eikartónunum var ekkert voðalega mikið að gerast. Gott vín til að byrja smakkið.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Celler Francisco Castillo Priorat Vinyes Baixes Clos Dominic 85 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Meðaldökkt á litinn. Virðist yngra en fyrsta vínið. Lím, aseton, tekkolía, perubrjóstsykur. Þegar límið var aðeins farið að rjúka úr víninu mátti greina þroskaðan banana í nefi. Mikil sæta í þessu víni, krydd, dökk sulta. Mjúk tannín. Lykt og bragð harmónísera vel, annað en í fyrsta víninu. Þegar á leið kom fram beiskja sem var ekki þægileg.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2012 Cims de Porrera Priorat Vi de Vila 86 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Mjög svipaður litur og á Clos Dominic víninu. Mun nettari ilmur. Allt miklu fágaðra og flottara. Þroskaðir bananar, kúamykja, rabarbari. Þegar vínið var smakkað þá stóð bragðið ekki alveg undir væntingum af flottum ilminum. Bragðlítið, pínu hrátt, kryddað. Gefur ekki mikið af sér. Og miðað við verð í ríkinu 4.567 kr. (sem er reyndar flott tala) þá geta þetta ekki talist góð kaup.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2012 Ferrer Bobet Priorat Selecció Especial Vinyes Velles 93 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Dökkt á litinn, unglegur litur. Flottur ilmur, mjög dökkur og kraftmikill. Dökk ber, eik, fjós, vanilla. Sýrumikið, mjög gott jafnvægi. Dökk ber, súkkulaði, kaffi. Virkilega flott vín!

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Bodegas AAlto Ribera del Duero AAlto 93 Points

    Spain, Castilla y León, Ribera del Duero

    Nánast eins litur og á Ferrer Bobet víninu á undan. Lím í ilmi, sveittir sjóstakkar í boði Bolla, blómailmur. Gott jafnvægi, Þétt sýra, bláber, lakkrís, . Fíngerðara en Bobet á undan og mýkra. Hörkugott vín og á 29€ á móti 54€ óneitanlega talsvert betri kaup.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Bodegas AAlto Ribera del Duero P.S. 94 Points

    Spain, Castilla y León, Ribera del Duero

    Mjög dökkt á litinn. Dekksta vínið í smakkinu. Lokað í byrjun. Síðan kom fram vanilla og blómailmur. Mikil sýra. Góð fylling. Dökk ber, tóbak í bragði. Svipaður bragðprófíll og í Aalto víninu en þegar var smakkað til baka þá var þetta einhvern veginn þéttara og betra.Aalto PS kostar samt 70€ á móti 29€ á Aalto þannig að það er ekki spurning í hvoru víninu eru betri kaup.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Mjög kaflaskipt smakk svo ekki sé árinni dýft dýpra. Fyrir það fyrsta þá áttu öll vínin að vera frá Priorat (fyrir utan þau sem voru það ekki). Í lokin kom í ljós að alveg helmingurinn var frá Priorat! Allavega, þá voru síðustu þrjú vínin öll frábær. Langbestu kaupin eru greinilega í Aalto víninu. Kostar helming á við Aalto PS og Ferrer Bobet Seleccion og slagar hátt upp í bæði í gæðum. Magnað vín. Ég held að ég sé búinn að staðfesta að Clos Dominic og ég eigum ekki saman. Þetta er í þriðja skiptið sem ég smakka vín frá þeim og hef aldrei náð neinu sambandi við þau.

×
×