Norður Rhône og Priorat

Njálsgata 6
Tasted Friday, April 27, 2018 by bitdrerik with 204 views

Introduction

Við komum saman nokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samskipa til að smakka nokkur vín. Aðallega frá Norður Rhône og Priorat. Eitt vín frá Emporda slæddist með. Vínin voru öll smökkuð við u.þ.b. 17°C oe ekki blint. Þau sem tóku þátt í smakkinu voru: Lovísa, Hjördís, Daði, Bjarni, Ægir, Hildigunnur og ég.

Flight 1 - Norður Rhône (3 Notes)

  • 2016 Delas Frères Côtes du Rhône Saint-Esprit 87 Points

    France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône

    Frekar ljóst á litinn. Mjög unglegur litur. Ekki mikill ilmur en samt þægilegur. Kirsuber og líka krydd, negull. Tannín ekki áberandi. Ágætis jafnvægi. Reyktir tónar. Myndi henta með kjúklingi, lambi, pizzum og pasta.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2015 M. Chapoutier Crozes-Hermitage Les Meysonniers 90 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, Crozes-Hermitage

    Mun dekkri litur en á Delas víninu. Unglegur litur enda bara þriggja ára gamalt. Í ilmi gras, taða. Sæta, mikill ávöxtur. Gamall ilmur, jarðhús, kartöflugeymsla. Virkilega gott vín. Flott jafnvægi. Jarðartónar og dökkir ávextir. Þegar smakkað var til baka þá virkaði Delas bæði þunnt og súrt. Talsvert betra vín þetta hér. Held að þetta myndi henta vel með fugli til dæmis önd eða gæs.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2011 Paul Jaboulet Aîné Hermitage La Petite Chapelle 93 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage

    Farin að sjást greinileg öldrunarmerki á lit. Komnir appelsínugulir eða brúnleitir tónar í jaðrana. Þegar liturinn var borinn saman við Delas og Chapoutier vinin þá var munurinn mjög greinilegur. Þungur og höfugur ilmur. Herragarður, mýrarlykt, lifrarpylsa. Einnig mátti finna lakk, sætu og banana. Þungt og flauelsmjúkt í munni. Flott jafnvægi. Dökkir ávextir, plómur. Þetta er vín sem passar með flottum steikum, jafnvel villibráð. Glæsilegt vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 (1 Note)

Flight 3 - Priorat (5 Notes)

  • 2015 Alvaro Palacios Priorat Camins del Priorat 87 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Fyrsta Priorat flaskan í smakkinu. Ljóst á litinn, svipað og Delas. C-vítamín töflur í ilmi. Einnig leður og leysiefni (aseton). Þegar smakkað var á víninu þá var það mjög sýruríkt næstum því of. Dökkir ávextir. Ekki slæmt vín en heldur ekkert heillandi. Fyrir 3.300 þá býst maður við meira. Ætti að passa með feitum mat, lambi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2015 Mas Martinet Priorat Martinet Bru 90 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Frekar ljóst á litinn. Frekar lokað til að byrja með. Síðan eftir þyrlun þá komu fram ávextir og krydd, sítrónupipar. Flott jafnvægi. Dökkir ávextir, penguin lakkrís, hlaupbangsar. Smá botnfall var í flöskunni. Þegar tappinn var tekinn úr flöskunni þá kom í ljós að hann var blautur næstum alveg í gegn. Greinilegt að það er eitthvað tappavandamál á ferðinni hjá Mas Martinet. Þetta er ekki fyrsta flaskan af þeim sem við fluttum inn þar sem tappinn er vafasamur.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Perelada Empordà 5 Finques Reserva 89 Points

    Spain, Catalunya, Empordà

    Þegar hér var komið sögu í smakkinu þá var 5 Finques varaflaskan komin á rétt hitastig þannig að við smökkuðum hana næst. Svipaður litur og á Martinet Bru víninu. Mjög flottur ilmur. Dökkir ávextir, sveppir (á góðan hátt) og smá leysiefni. Jarðartónar í bragði frekar en ávextir. Líka smá krydd. Gott jafnvægi. Mjög mikill ferskleiki. Mjög fjölhæft matarvín en líka gott eitt og sér.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Casa Gran del Siurana Priorat Cruor Flawed

    Spain, Catalunya, Priorat

    Þessi var illa korkuð. Sjaldan sem maður lendir á svona svakalega korkuðu eintaki. Gríðarlega svekkjandi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Familia Nin-Ortiz Priorat Nit de Nin Mas d'en Cacador 94 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Það var búið að taka einu sinni einn desilítra af þessari flösku með Coravin fyrir tæpum mánuði. Nú voru teknir tveir og hálfur í viðbót. Frekar ljóst á litinn. Unglegur litur . Mjög mikið krydd í byrjun. Negull. Ekkert lím. Þungur og höfugur ilmur, jarðartónar, sveskjur. Mikil sýra og ferskleiki þegar bragðað. Dökkir ávextir, brómber, kirsuber, sveskjur. Biturleiki í eftirbragði. Agressíft sagði einhver. Það var ekki að finna að vínið hefði orðið fyrir slæmum áhrifum á þessum eina mánuði sem var liðinn frá síðustu Coravin stungu.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Mjög skemmtilegt smakk allavega fyrir mína parta. Lærdómsríkt í smakki að fá tvær skemmdar flöskur þar af var önnur mjög lítið skemmd en hin gjörónýt (gríðarlega svekkjandi). Það kom líka mjög vafasamur tappi upp úr einni flösku þó vínið slyppi. Bestu vínin voru La Petite Chapelle og Nit de Nin . Bæði alveg stórgóð.

×
×