Important Update From the Founder Read message >

Útgáfuteiti hjá Steingrími Sigurgeirssyni, í tilefni af útgáfu vínbókar.

Bergsson, Sjávarklasanum.

Tasted November 5, 2015 by bitdrerik with 340 views

Introduction

Teitið var haldið hjá Bergsson í húsi Sjávarklasans við Granda.

Flight 1 (10 notes)

White - Sparkling
N.V. Ferrari Maximum Brut Italy, Trentino-Alto Adige, Trentino, Trento
87 points
Virkilega flott freyðivín. Skrjáfþurrt. Ekki mikill ilmur. Flott froða. Sítrus og smá smjör í bragðinu. Minnir á Mont Marcal, sem er ekki slæmt.
White
2014 Domaine des Malandes Petit Chablis France, Burgundy, Chablis, Petit Chablis
85 points
Alveg ágætis Chablis. Náttúrlega alveg skrjáfþurr. Steinefni og sítrus í bragði. Ljósir ávextir í ilminum.
White
2013 Henri Bourgeois Sauvignon Blanc Petit Bourgeois France, Loire Valley, Val de Loire
87 points
Mjög gott sauv. blanc vín. Suðrænir ávextir og köttur í ilmi. Ekki mikill köttur samt. Mangó, sítrus í bragði. Mjög þægileg sýra.
White
2014 Parés Baltà Penedès Blanc de Pacs B Spain, Catalunya, Penedès
86 points
Létt og ferskt hvítvín. Mjög þægilegt en líklega hentar þetta best á pallinn. Ekki alveg nóvembervín.
Red
2013 Château Lamothe Vincent Heritage France, Bordeaux, Bordeaux Supérieur
82 points
Drakk nokkrar flöskur af 2010 árganginum af þessu víni. Sá árgangur var miklu betri heldur en þessi. Vínið er hrjúft og ekki í nógu góðu jafnvægi. Vonbrigði.
Red
2011 C.V.N.E. (Compañía Vinícola del Norte de España) Rioja Cune Reserva Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
85 points
Skref upp á við frá Lamothe-Vincent. Þokkalegasta Rioja vín. Eik var samt aðeins of áberandi fyrir minn smekk. Vanilla yfirgnæfandi bæði í ilmi og bragði.
Red
2011 Bodegas Muga Rioja Reserva Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
91 points
Muga er alveg einstaklega góður framleiðandi. Þetta vín var mörgum klössum fyrir ofan Cune af sömu árgerð. Flott jafnvægi, passleg sýra, nett eik. Þetta vín hefur þetta allt. Kostar reyndar 1.000 kr. meíra en Cune.
1 person found this helpful Comment
Red
2012 Trivento Malbec Golden Reserve Argentina, Mendoza, Lujan de Cuyo
90 points
Virkilega flott vín frá Trivento. Mjög mikil mýkt. Talsverð sæta. Nett eik. Ef sætan hefði verið aðeins minni hefði það verið í sama klassa og Muga vínið. Verðið er hins vegar mjög hagstætt. 3.000 kr. í Vínbúðum.
White
2012 Trivento Chardonnay Golden Reserve Argentina, Mendoza
86 points
Þokkalegasta chardonnay. Hefði samt búist við meiru af Golden Reserve víni. Aðeins of mikil eik fyrir minn smekk. Kannski ekki sanngjarnt að taka þetta á eftir malbec víninu og Muga.
White
2013 Venica & Venica Collio Friulano Italy, Friuli-Venezia Giulia, Collio
88 points
Talsvert ferskara og frískara heldur en Trivento Golden Reserve. Mikill sítrus og ferskleiki. Flott vín. Kostar nánast það sama og Trivento.

Closing

Flott partý. Náði ekki einu sinni að smakka allar tegundir sem voru í boði. Þurfti að sleppa 2-3 vínum.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close