Important Update From the Founder Read message >

Vega Sicilia master class. Zita Rojkovitch ásamt Vínskólanum og Beri ehf.

Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16

Tasted April 14, 2016 by bitdrerik with 478 views

Introduction

Fengum tækifæri á að komast í Vega Sicilia smakk. Stukkum á það eins og hungraðir úlfar. Um það bil 40 manns voru á smakkinu.

Flight 1 - Hitað upp með þurrum Tokaji (1 note)

White
2012 Oremus Furmint Tokaji Dry Mandolás Hungary, Tokaji
85 points
Mjög ljóst. Ljósstrágult. Ferskur ilmur, sítrustónar. Möndlur og krydd í bragði, múskat? Ferskt.

Flight 2 - Svo kom engin smá rauðvínssería. (7 notes)

Red
2011 Bodegas Benjamin de Rothschild & Vega Sicilia Rioja Macan Clásico Spain, La Rioja, Rioja
85 points
Svarfjólublátt á litinn. Mjög ungur litur. Lokað. Leysiefni, jörð. Biturleiki í bragði í fyrstu en það lagaðist í glasinu. Mikil sæta í bragði.
Red
2011 Bodegas Benjamin de Rothschild & Vega Sicilia Rioja Macan Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
89 points
Enn dekkra en Clasico og var það nú ansi dökkt. Mjög flottur ilmur. Jarðartónar. Betra jafnvægi og meiri mýkt heldur en í clasico.
Red
2010 Bodegas Pintia Toro Pintia Spain, Castilla y León, Toro
90 points
Mjög dökkur litur. Ekki mikill ilmur. Sæta í bragði. Tannínríkt. Frekar hrátt ennþá. Þegar vínið var smakkað til baka frá Alion þá var þetta miklu sætara. 15% vínandi og samt svona mikill ógerjaður sykur. Magnað.
Red
2011 Bodegas y Viñedos Alión Ribera del Duero Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
92 points
Annað skipti á einni viku sem ég smakka þetta vín. Mjög dökkur litur. Frekar lokað í nefi. Sæta leysiefni og jarðartónar í ilmi. Flauelsmjúkt og flott jafnvægi. Krækiber, vanilla og sæta í bragði.
Red
2010 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
94 points
Mjög dökkur litur. Smá aldur farinn að koma fram í jöðrum. Flottari ilmur en hjá Alion. Jörð dökkir ávextir. Gríðarlega flott jafnvægi. Sýra, tannín og ávöxtur spila mjög vel saman. Þegar Alion var smakkað til baka þá var eins og það væri þunnt og einfalt í samanburði. Frábært vín. Og þetta vín er bara rétt að byrja. Það er talað um að Valbuena þurfi 10 ár á flöskunni til að fara að njóta sín.
Red
2004 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Único Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
95 points
Smá brúnir tónar í jaðri. Jarðartónar í ilmi. Kirsuber og smá vanilla í bragði. Svakaleg tannín. Mikil sýra en samt frábært jafnvægi. Ótrúlega gott vín. Líklega rétt að detta inn í drykkjarglugga. Gæti jafnvel átt eftir að hækka um 1 til 2 punkta með meiri þroska.
Red
N.V. Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Único Reserva Especial 1991, 1994, 1995 (2010 Release) Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
93 points
Jaðrar farnir að sýna brúnku. Þungur og höfugur ilmur, jarðartónar. Mikil sýra. Fíkjur í bragði. Endist örugglega endalaust. Varð fyrir smá vonbrigðum með þetta vín. Único mun meira spennandi að mínu mati.

Flight 3 - Endað á tveimur sætvínum. (2 notes)

White - Sweet/Dessert
2007 Oremus Tokaji Late Harvest Hungary, Tokaji
88 points
Karamellulitur. Lítill sveppailmur. Apríkósur í ilmi og bragði. Frísklegt og ekki of sætt.
White - Sweet/Dessert
2009 Oremus Tokaji Aszú 3 Puttonyos Hungary, Tokaji
90 points
Þriggja putta Oremus vínið er miklu ljósara á litinn heldur en Late Harvest vínið. Mjög þægilegt og skemmtilegt vín. Gott jafnvægi milli sýru og sætu.

Closing

Í stuttu máli þá var þetta alveg magnað smakk. Líklega besta smakk sem ég hef nokkru sinni verið á. Fyrir mína parta fannst mér Único 2004 besta vínið. Þetta er vín sem er inn á topp fimm vínum frá upphafi hjá mér. Valbuena 2010 kom svo ekki langt þar á eftir. Þar fara líka langbestu kaupin. Flaska af henni kostar um 17.000 kall sem er rétt rúmur helmingur af Único. Svo er það ekki oft sem maður hellir niður jafn góðu víni og Alion 2011 en það gerðist þarna!

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close