Mín leið í gegnum Haugen smakkið

Gamla Bíó

Tasted September 8, 2016 by BitDrErik with 378 views

Introduction

Innflutningsfyrirtækið Haugen var með viðburð þar sem boðið var upp á að smakka fjöldann allan af vínum bæði léttu og sterku. Bjór og léttar veitingar voru líka í boði. Mjög glæsilegt smakk.

Flight 1 - Við byrjuðum á Hardys og Saint Clair borðinu. (6 notes)

Red
2013 Hardys Cabernet-Shiraz Nottage Hill Australia, South Eastern
79 points
Mjög óspennandi. Ekkert bragð til að tala um og engin einkenni. Ekki slæmt samt í sjálfu sér. Bara enginn karakter.
White
2014 Saint Clair Family Estate Pinot Gris Vicar's Choice New Zealand, South Island, Marlborough
82 points
Alveg frambærilegt pinot gris frá Nýja Sjálandi. Þurrt og ferskt. Held að verðmiðinn sé samt aðeins of hár fyrir þetta vín.
Red
2014 Saint Clair Family Estate Merlot Vicar's Choice New Zealand, South Island, Marlborough
84 points
Mjög þurrt. Þurfti nokkra sopa til að ná að átta mig á víninu. Mjög viðkunnanlegt vín þegar bragðlaukarnir voru farnir að átta sig. Er samt ekki viss um að þetta verði keypt reglulega. Fyrir 2,8k eru bara betri kostir í boði. Gaman samt að smakka rauðan Nýsjálending.
Red
2014 Saint Clair Family Estate Pinot Noir Vicar's Choice New Zealand, South Island, Marlborough
81 points
Hef smakkað þetta vín áður, samt ekki þennan árgang. Það er eitthvað krydd í þessu sem mér finnst ekki passa við pinot noir. Ekki sannfærandi og verðmiðinn (2,8k) heillar ekki heldur.
Red
2013 Saint Clair Family Estate Pinot Noir Pioneer Block 4 Sawcut New Zealand, South Island, Marlborough
86 points
Þetta vín var í allt öðrum klassa en fyrra SC pinot noir vínið. Krydd og pipartónar sem trufluðu í því voru ekki til staðar hér. Flottir berjatónar og yfirleitt mjög gott vín. Verðið er samt ekki að hjálpa. Ég væri til í að kaupa þetta á 2,8k en ekki á 3,8.
White
2013 Saint Clair Family Estate Chardonnay Omaka Reserve Marlborough New Zealand, South Island, Marlborough
88 points
Mér finnst þetta vín sýna fram á það að Nýsjálendingar eigi ekki að vera að rembast við rauðvínsgerð. Smakkaði þrjú rauð frá þessum framleiðanda. Tvö svona lala og eitt sem var alveg fínt. Verðmiðinn á þeim miðað við gæði er samt ekki hagstæður. Þetta hvítvín var hins vegar mjög gott. Kostar reyndar 3,7k en er virkilega flott. Suðrænir ávextir, smjör og hamingja. Flott vín.

Flight 2 - Adobe borðið. (2 notes)

Red
2014 Emiliana Pinot Noir Adobe Reserva Chile, Rapel Valley
84 points
Mjög flottur og ferskur pinot noir frá Chile. Verðmiði 2k, sem gjörsamlega jarðar Nýsjálendingana. Þetta vín gæti alveg dottið inn í hversdagspakkann hjá okkur. Mjög góð kaup.
Red
2014 Emiliana Merlot Adobe Reserva Chile, Rapel Valley, Colchagua Valley
83 points
Það voru margar Adobe gerðir í boði. Ég lét nægja að smakka pinot noir og carmenere. Þó ég sé hrifinn af carmenere yfirleitt, þá fannst mér pinot noir vínið vera betra frá Emiliana. Carmenere engan veginn slæmt en ég saknaði samt krækiberjatóna sem einkenna oft þessa þrúgu. Verðið er mjög hagstætt og þetta gæti alveg dottið í körfu við og við.

Flight 3 - Kíkt svo á Dievole borðið. (3 notes)

Red
2014 Dievole Le Due Arbie Rosso Toscana IGT Italy, Tuscany, Toscana IGT
81 points
Nú var skipt um gír og hoppað frá Nýja Sjálandi til Ítalíu. Lendingin var með brauki og bramli því þetta vín var mjög óspennandi. Í mjög svipuðum klassa og fyrsta vínið sem var smakkað. Gaf þessu reyndar aðeins meira (81 er samt rausnarlegt). Á 2,5k alveg skelfileg kaup.
Red
2014 Dievole Chianti Classico Italy, Tuscany, Chianti, Chianti Classico DOCG
87 points
Þvílíkt stökk upp frá óspennandi IGT víninu og yfir í Chianti Classico. Mjög frambærilegur Chianti. Á 3,5k líklega bara á meðalverði. Náttúrlega mjög ungt vín og á vafalaust eftir að batna í flösku.
Red
2008 Dievole Chianti Classico Riserva Novecento Italy, Tuscany, Chianti, Chianti Classico DOCG
91 points
Virkilega flottur Chianti Classico Reserva. Sex árum eldra en CC sem var smakkað næst á undan frá sama framleiðanda. Ekki séns að hella þessu niður. Flott jafnvægi, mikil sýra , örugglega glæsilegt matarvín. Flauelsmjúkt. Eini gallinn er verðmiði upp á 6k. Gaman að hafa smakkað þetta vín. Ég er samt ekki viss um að ég eigi eftir að fjárfesta í þessu víni.

Flight 4 - Skemmtilegt borð, Nino Negri. (3 notes)

Red
2011 Nino Negri Sfursat Italy, Lombardia, Valtellina, Sforzato di Valtellina
91 points
Næst voru smökkuð þrjú vín frá Langbarðalandi á Ítalíu. Ég fór líklega öfuga leið, byrjaði á besta víninu og endaði á því slakasta. Allavega, þetta vín er gert á sama hátt og Amarone í Veneto héraðinu. Í stuttu máli sagt, hér er á ferðinni drullugott vín frá héraði sem að ég vissi ekki að væri til. Geggjað vín. Kostar reyndar sitt en er algerlega peninganna virði. Þetta er líklega óvæntasta góða vínið (allavega fyrir mig) í smakkinu. Ég á eftir að kaupa þetta og hugsanlega systravínin líka.
Red
2011 Nino Negri Valtellina Superiore - Grumello Sassorosso Italy, Lombardia, Valtellina, Valtellina Superiore - Grumello
85 points
Ekki næstum því jafn spennandi vín og Sfurso. Enda líka talsverður verðmunur. Þetta er á um 3k og ekkert sérstaklega góð kaup á því verði. Kemur frá svæði rétt hjá Mílanó. Held að ég hafi ekki smakkað vín þaðan áður.
Red
2012 Nino Negri Valtellina Superiore - Sassella Italy, Lombardia, Valtellina, Valtellina Superiore - Sassella
84 points
Mér fannst þetta vín ekki eins spennandi eins og Sassorosso vínið. Þó er þetta 400 kalli dýrara. Engu að síður vel gert vín. Vín sem kostar 3.400 kall þarf samt að bjóða upp á aðeins meiri tilþrif en þetta gerði.

Flight 5 - Bordeaux borð, eitt af þeim flottari í smakkinu. (3 notes)

Red
2011 Château Haut Breton Larigaudière France, Bordeaux, Médoc, Margaux
87 points
Þarna kom loksins flottur ilmur. Dæmigerður þungur og höfugur Bordeaux ilmur. Þegar bragðað var á víninu þá stóð það ekki alveg undir þessum flotta ilmi. Ágætis vín samt. Ekki ódýrt vín eða á 5k.
Red
2009 Château Tour Baladoz France, Bordeaux, Libournais, St. Émilion Grand Cru
89 points
Flottur Bordeaux ilmur. Vínið í góðu jafnvægi. Þroskað, mjúkt og þægilegt. Alvöru vín. Kostar 5.500 kall sem liggur við að sé stuldur! Ég held að ég prófi að kaupa eina svona og athugi hvort að bragðlaukarnir hafi nokkuð verið að stríða mér.
Red
2010 Château La Croizille France, Bordeaux, Libournais, St. Émilion Grand Cru
93 points
Ég var mjög hrifinn af þessu víni. Að mínu áliti voru þetta og svo La Torre Muga flottustu vín kvöldsins. Ilmurinn var gríðarlega flottur. Mikill, höfugur og fágaður. Flottur árgangur líka. Þægilegt í munni líka. Silkimjúkt og glæsilegt. Kostar reyndar sitt eða 12,5k. Maður hefði náttúrlega átt að enda á þessu víni en það gat maður ekki vitað fyrirfram.

Flight 6 - Laurent Miguel og Château Cazal borðið. (5 notes)

White
2014 Laurent Miquel Pere et Fils Albariño France, Languedoc Roussillon, Languedoc, Vin de Pays de L'Aude
Svo var manni kippt aftur niður á jörðina með fremur óspennandi hvítvíni frá Languedoc. Lítið um það að segja. Reyndar svolítið ósanngjarnt að smakka það beint á eftir La Croizille. Sleppi því að gefa þessu víni einkunn að þessu sinni. Ég var að hugsa um 83-84 en miðgildi á CT einkunnum fyrir þetta vín er 89 þannig að bragðlaukarnir hafa líklega verið aðeins bjagaðir eftir flotta vínið.
White
2014 Laurent Miquel Chardonnay Vin de Pays d'Oc l'artisan France, Languedoc Roussillon, Vin de Pays d'Oc
84 points
Þetta er alveg frambærilegt hvítvín. Engin flugeldasýning en traust og bragðgott. Á fínu verði líka eða 2,2k.
Red
2013 Laurent Miquel L'Artisan Languedoc France, Languedoc Roussillon, Languedoc, Coteaux du Languedoc
83 points
Þokkalegt rauðvín en svosem ekkert meira en það. Verðmiði upp á 2,3k. Er ekki viss um að ég eigi eftir að kaupa þetta.
Red
2011 Château Cazal Viel Saint-Chinian Vieilles Vignes France, Languedoc Roussillon, Languedoc, Saint-Chinian
87 points
Myndin sem ég tók af vínflöskunni var aðeins hreyfð þannig að árgangurinn sést ekki. Samkvæmt Haugen verðlistanum þá er þetta 2011 árgangur. Trúi því bara. Allavega þetta var stórt skref uppávið frá Laurent Miquel vínunum. Og á mjög hagstæðu verði eða 2,5k. Þetta er af gömlum vínviði. Það finnst líka alveg. Miklu meiri dýpt, kraftur og fágun en í LM vínunum. Ég myndi kaupa þetta vín ef það á eftir að detta inn í vínbúðir.
Red
2007 Laurent Miquel Saint-Chinian Bardou France, Languedoc Roussillon, Languedoc, Saint-Chinian
89 points
Þetta er mikið vín. Held að það sé næstum því nauðsynlegt að hafa mat með þessu víni. Það er það kraftmikið. Gott vín en líklega enn betra með mat. Miðarnir á flöskunni voru mjög furðulegir. Neðri miðinn stílhreinn og klassískur en sá efri ekki í neinu samhengi við þann neðri. Furðulegt.

Flight 7 - Svo var komið við á Rivetto borðinu. Hvítvínið kom á óvart þar. (3 notes)

White
2012 Rivetto Langhe Nascetta Italy, Piedmont, Langhe, Langhe DOC
91 points
Þetta var eitt af þeim vínum sem komu mér mest á óvart í smakkinu. Ég vissi alveg að það væru gerð hvítvín þarna en að þau væru svona góð það vissi ég ekki. Frábært hvítvín ferskt, frískt og mjög fágað. Kostar reyndar sitt en góð vín kosta.
Red
2013 Rivetto Barbera d'Alba Nemes Italy, Piedmont, Alba, Barbera d'Alba
86 points
Varð fyrir vonbrigðum með þetta vín. Eins og Nascetta vínið næst á undan var gott þá var þetta ekki spennandi. Barbera d'Alba snýst um ferskleika og mér fannst hann vanta. Líka ekki ódýrt. 3.500 kall.
Red
2012 Rivetto Barolo Del Comune Di Serralunga D'Alba Italy, Piedmont, Langhe, Barolo
89 points
Þetta var alveg ágætis Barolo. Fór allavega langt fram úr systurvíninu. Kostar 7k sem er ekki lítið en fyrir peninginn fæst alveg ágætlega gerður Barolo. Mjög ungur ennþá og ætti að geta bætt við sig með auknum þroska.

Flight 8 - Kampavínsborðið Nicolas Feuillatte. (2 notes)

Rosé - Sparkling
N.V. Nicolas Feuillatte Champagne Brut Rosé France, Champagne
89 points
Næst voru smökkuð tvö kampavín frá Nicolas Feuillatte. Við byrjuðum á að smakka rósakampavín. Það kom skemmtilega á óvart, var virkilega gott og er á hagstæðu verði (miðað við kampavín) eða 7k flaskan. Liturinn óvenjulega dökkur. Mjög ánægjuleg uppgötvun.
White - Sparkling
N.V. Nicolas Feuillatte Champagne Brut France, Champagne
90 points
Seinna kampavínið sem var smakkað frá NF var grunnvínið þeirra úr magnum flösku. Glettilega gott kampavín. Magnum flaskan á mjög hagstæðu verði eða 10k! Ég skrifaði hjá mér 89-90. Læt hærri einkunnina fjúka. Var býsna ánægður með þetta vín.

Flight 9 - Tvö vín úr sitthvorri áttinni. (2 notes)

Red
2011 Château Cordeillan-Bages France, Bordeaux, Médoc, Pauillac
88 points
Rakst á þetta vín eftir kampavínsborðið. Þokkalegt Pauillac vín. Ágætis nef. Gott jafnvægi. Ekki besti árgangurinn frá svæðinu. Á nú ekki von á því að ég fjárfesti í þessu fyrir 8,5k pr. flösku.
Red
2012 Domaine des Sénéchaux Châteauneuf-du-Pape France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
90 points
Já þetta var alveg frambærilegt eintak af CdP. Dálítið mikið krydd. Ég var ekki alveg sáttur við vínið í byrjun en það kom til í glasinu. Í heldur flottari klassa en Clos de l'Oratoire, sem er líka heldur ódýrara.

Flight 10 - Tveir Spánverjar. (2 notes)

Rosé
2015 Parés Baltà Penedès Ros de Pacs R Spain, Catalunya, Penedès
87 points
þá að Pares Balta borðinu. Smakkað rósavín frá þeim. Alveg ágætis rósavín. Ferskt og frískandi eins og þau eiga að vera. Fékk svo að smakka Muga rósa á Muga borðinu stuttu síðar. Það var betra enda talsverður verðmunur. Þetta er góð kaup á 2k.
Red
2009 Gratavinum Priorat 2 Pi R Spain, Catalunya, Priorat
90 points
Á eða við Pares Balta borðið fann ég þetta vín. Náttúrlega ómögulegt að sleppa því að smakka vín með þessu nafni. Þarna mátti finna dæmigerða Priorat tóna. Samt mildari heldur en ég hef oft smakkað. Vínið samt full dýrt miðað við gæði. Priorat er samt alltaf dýrt. Þetta er vín sem kostar 21€ hjá félaga okkar í VinoVí. Líklega er þetta bara sanngjörn verðlagning miðað við það.

Flight 11 - Síðasta léttvínsborðið og það ekki af verri endanum, Muga. (3 notes)

Red
2012 Bodegas Muga Rioja Reserva Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
89 points
Síðasta léttvínsborðið sem ég kíkti á var Muga borðið. Smakkaði þar á alls þremur vínum. Fékk samt fyrst sopa af Muga rósavíni hjá Hildigunni. Alltaf klassi. Gaf því samt ekki einkunn. Fékk mér svo þetta sem er líka alltaf traust vín. Þessi árgangur ef til vill ýfið slakari en nokkrir síðustu sem ég hef smakkað. Samt alltaf mjög gott.
Red
2010 Bodegas Muga Rioja Selección Especial Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
92 points
Svo fékk ég að bragða á þessu víni. Aldeilis stórgott vín. Rosalega flott jafnvægi og kraftur. Á enn eftir að bæta sig held ég. Á tímabili var hægt að fá það í fríhöfninni á 4,5k en nú held ég að það sé dottið út. Greinilega hægt að sérpanta það en kostar þá 6,3k.
1 person found this helpful Comment
Red
2011 Bodegas Muga Rioja Torre Muga Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
94 points
Síðasta léttvínið sem ég smakkaði að þessu sinni var svo Torre Muga. Í verðlistanum segir að hægt sé að panta 2010 árganginn en í smakkinu var alveg áreiðanlega boðið upp á 2011. Frábært vín. Að mínu mati besta vín kvöldsins. Ef hægt er að fá 2011 árganginn hér þá eru það góð kaup þrátt fyrir verðmiða upp á 12k. Ég skrifaði í nóturnar mínar 93-94. Læt 94 flakka að þessu sinni.

Flight 12 - Klykkt síðan út með viskíi. (5 notes)

Spirits
N.V. Jura Prophecy - Heavily Peated - 46% United Kingdom, Scotland, Isle of Jura
90 points
Eftir léttvínssmakkið var haldið að viskíborðinu og fengið að smakka á Macallan (gaf því ekki einkunn, stendur samt alltaf fyrir sínu) og svo þessu eyjaviskíi. Það stendur heavily peated á miðanum en mér fannst það nú ekki. Salt, þang og smá mór í bragði. Gott viskí.
Spirits
N.V. Dalmore Single Malt Scotch Whisky 12 Years Old, 40.0% United Kingdom, Scotland, Highlands, The Black Isle
90 points
Síðan var röðin komin að Dalmore línunni. Tók tólfuna fyrst. Solid mjög bragðgott og frambærilegt viskí.
Spirits
N.V. Dalmore Single Malt Scotch Whisky 15 Year United Kingdom, Scotland, Highlands, The Black Isle
91 points
Ekkert ósvipað tólfunni. Mýkra samt eins og við mátti búast.
Spirits
N.V. Dalmore 18 Year Old Single Malt Scotch Whisky, 43% United Kingdom, Scotland, Highlands, The Black Isle
93 points
18 ára Dalmore var svo bragðað næst. Virkilega gott viskí. Má líka vera það fyrir 20k.
Spirits
N.V. Dalmore Single Malt Scotch Whisky 1263 King Alexander III United Kingdom, Scotland, Highlands, The Black Isle
96 points
Þetta var svo síðasta vínið sem ég smakkaði á kynningunni. Algerlega sturlað viskí. Gert skv. því sem sagt var úr blöndu af viskíi sem hefur verið geymt í sex mismunandi eikarámum. Ofboðslega bragðgott, milt og mjúkt. Kostar 24k en er svei mér þá þess virði! Svo eru flöskurnar hjá Dalmore mjög flottar.

Closing

Þau léttvín sem stóðu upp úr í mínum hugavoru: Nicolas Feuillatte kampavínin, Nino Negri Sfursat, Rivetto Nascetta hvítvínið, Ch. la Croizille frá Bordeaux og Torre Muga. Allt saman mjög góð vín. Síðasta vínið sem var smakkað var svo magnað vín, Dalmore King Alexander III.

© 2003-19 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close