Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, vínsmakk #2 haust 2016

Marbakkabraut 12

Tasted October 7, 2016 by bitdrerik with 400 views

Introduction

Að þessu sinni var þemað zinfandel þrúgan (og skyld þrúga) ásamt jókerum. Ólafur Andri hafði aflað nokkurra vína frá Bandaríkjunum og fengum við að njóta góðs af. Smakkarar að þessu sinni voru: Indriði, Ólafur Andri, Jón Loftur, Lúðvík, Siggi Sólons, Bolli, Jón Lárus, Sverrir, Björgvin og Magnús. Eins og langoftast voru vínin smökkuð blint.

Flight 1 - Zinfandel plús jókerar (10 notes)

Red
2011 Kendall-Jackson Zinfandel Vintner's Reserve USA, California, North Coast, Mendocino County
83 points
Frekar ljóst á litinn. Ekki ungur litur. Mjög lokaður ilmur. Ilmur af kryddi og grænjöxlum, það litla sem er. Sæta, karamella, krækiber í bragði. Ekki mikið boddý. Deyr tiltölulega fljótt í glasinu. Ekki góð kaup miðað við þessa frammistöðu á 3k flaskan. Þessi árgangur var víst erfiður víða á vesturströndinni þannig að það gæti nú alveg spilað inn í.
Red
2013 Chateau Ste. Michelle Cabernet Sauvignon Indian Wells USA, Washington, Columbia Valley
88 points
Meðaldökkur litur. Yngri litur en í fyrsta víninu. Í ilmi, jarðartónar, ristaðir tónar, vanilla, lakkrís. Sæta og brenndir tónar í munni. Síðar leður og krydd (kanill, pipar). Mikil sýra. Talsverð framför frá fyrsta víninu.
Red
2006 Ravenswood Zinfandel Teldeschi USA, California, Sonoma County, Dry Creek Valley
89 points
Svipaður litur og á næsta víni á undan. Mjög sérstakur ilmur með leysiefnum og banönum sem fékk suma til að halda að þetta gæti verið jóker frá Priorat. Mjög þurrt í munni. Áfengi finnst enda er vínið 15,5%. Tannín eru mjúk og eftir smá tíma í glasi fóru að koma fram kryddtónar m.a. pipar. Gott vín. Þó áberandi áfengisbragð drægi aðeins úr.
Red
2014 The Wanted Zin Old Vines Italy, Puglia, Puglia IGT
75 points
Mjög svipaður litur og á næstu tveimur vínum á undan. Ilmurinn alveg ásættanlegur: Sveit, útihús, vanilla, sæta. Annað var hins vegar uppi á teningnum þegar vínið var smakkað. Morgunkorn með sultubragði. Foj! Vanillusætuviðbjóðssull! Eina ástæðan fyrir þó þetta hárri einkunn er ilmurinn.
Red
2012 Ravenswood Zinfandel Old Vine Napa Valley USA, California, Napa Valley
90 points
Frekar ljóst á litinn. Lítur út fyrir að vera frekar ungt. Í nefi, bökunarlykt, kökuilmur, kardimommur? Fíngert og þægilegt. Smá brenndir tónar. Gott vín.
Red
2012 Hook & Ladder Zinfandel USA, California, Sonoma County, Russian River Valley
88 points
Frekar ljós litur. Lítur út fyrir að vera ca. fimm ára. Frekar lokað í nefi. Grænjaxlar, fínleg blómalykt. Smá spíralykt líka. Þegar bragðað var á víninu þá var hægt að finna vanillu, þarna var sæta og mikil sýra. Ágætis vín.
Red
2013 Klinker Brick Zinfandel Old Vine Old Ghost USA, California, Central Valley, Lodi
93 points
Meðaldökkt á litinn. Ungur litur. Þarna kom lím og bananar. Einnig var talað um bílskúrslykt. Flottur ilmur. Karamella, kaffi, sæta, pipar, rúsínueftirbragð. Mjög gott vín.
Red
2013 Heitz Cellar Grignolino USA, California, Napa Valley
87 points
Mjög ljóst á litinn. Pinot noir litur. Ljós ber í ilmi. Í munni rifsber, jarðarber, hindber. Hubba bubba tyggjó. Þetta er eiginlega ekki rauðvín. En flott sem rósavín.
Red
2014 A. D. V. Fossalata di Piave Special Old Style True Zin Puglia IGT Italy, Puglia, Puglia IGT
78 points
Meðaldökkt á litinn. Dauft nef. Í munni vanillusprengja og sykur. Ekki eins skelfilegt eins og fyrra ZIN vínið en ekki gott samt. Alger iðnaðarframleiðsla með miða sem á að grípa athyglina.
Red
2011 Honig Cabernet Sauvignon USA, California, Napa Valley
91 points
Meðaldökkt á litinn. Frekar lokað í nefi en í munni mátti finna dökk ber, brómber, ananas, sætu, kaffi. mikil sýra í víninu. Gott vín. Einhver kvartaði yfir því að það væri í ójafnvægi. Ég er nú samt ekki að fara að rjúka til og kaupa þetta vín á rúmlega 5k.
1 person found this helpful Comment

Closing

Þessi þrúga er svolítið erfið við að eiga. Það var oft sem við fundum einhverja eiginleika sem leiddi okkur á rangar slóðir (aðallega til Evrópu). Svo hjálpaði ekki að tvær af flöskunum voru frá Ítalíu úr primitivo þrúgunni sem er náskyld zinfandel. Bolli náði nú samt að negla báða cab. sauv. jókerana. Í mínum huga var vín kvöldsins Old Ghost vínið, alveg gríðargott vín. Sjaldan ef nokkurn tímann höfum við verið með jafn breitt gæðabil í smakki hjá okkur. Allt frá óspennandi iðnaðarframleiðslu upp í alveg stórgóð vín.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close