Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, vínsmakk #4 vor 2017

Marbakkabraut 12

Tasted April 28, 2017 by bitdrerik with 348 views

Introduction

Dagskráin að þessu sinni skiptist að megninu til í tvennt. Annars vegar samanstóð hún af ýmsum vínum sem smakkarar lögðu til. Hins vegar þá vorum við að smakka vín sem Kaupfjelagið fjárfesti í, í síðustu pöntun. Í þessum tveimur aðaldagskrárliðum þá voru vínin smökkuð blint. Þar fyrir utan mætti Björgvin með eitt hvítt vín sem var opnað í byrjun sem við fengum ekki að vita hvað væri. Einnig þá var opnuð ein flaska milli aðaldagskrárliða sem var ekki smökkuð blint. Smakkarar voru að þessu sinni: Indriði, Ólafur Andri, Skeggi, Lúðvík, Björgvin, Magnús, Bolli og Jón Lárus.

Flight 1 - Spurningaleikurinn Hvaðeritta? (1 note)

White
2014 Bodegas Ximénez-Spínola Exceptional Harvest Spain, Andalucía, Jerez-Xérès-Sherry
88 points
Þetta vín var opnað fyrir hefðbundið smakk. Kaupfélagið splæsti í þessa í síðustu sendingu. Ilmurinn af því var eins og af góðu Búrgundar hvítvíni. Smjör og sítrus í nefi. Þegar var smakkað á þessu þá kom í ljós að þetta átti ekkert skylt við Búrgundarhéraðið. Talsverð sæta í bragðinu. Í rauninni er þetta eftirréttavín. Væri flott með fois gras eða pylsubakka. Flott vín sem var gaman að smakka. Enginn okkar hafði hugmynd um hvaðan þetta vín kæmi.

Flight 2 - Alls konar dót smakkað blint (4 notes)

Red
2013 Bodegas Castaño Yecla Colección Cepas Viejas Spain, Murcia, Yecla
83 points
Meðaldökkt á litinn. Fjólublár jaðar. Lítur út fyrir að vera ungt. Í ilmi, dökkir sætir tónar, vindlakassi, gras. Í munni ofboðslega mikil sýra, sinkhúð (Bolli). Mjög hrátt. Þarf tíma en ég er ekki viss um niðurstöðuna þótt það væri geymt. Við náðum héraði og meira að segja framleiðanda. Ekki slæmt það.
Red
2013 Jozsef Bock Villányi Bock Cuvée Hungary, Dél-Pannónia, Villányi
90 points
Svipaður litur og á Bodegas Castaño Cepas Viejas. Okkur þótti hann samt aðeins ellilegri. Viðkunnanleg lykt. Vottur af fjósi, jókst við þyrlun. Annars dökk ber, leður og sýrulykt. Bragðið af víninu var mjög dökkt. Sætu, eik, ristaða tóna, dökk ber var þarna að finna ásamt líka kaffi, krydd, vanilla, súkkulaði. Vínið var mjög sýruríkt. Okkur fannst þetta mjög Bordeaux-legt en vorum samt ekki á því að þetta væri Frakki. Kom svo í ljós að það var ungverskt en úr Bordeaux blöndu. Gott vín.
Red
2014 Celler Vall Llach Priorat Embruix Spain, Catalunya, Priorat
90 points
Meðaldökkur litur. Lítur út fyrir að vera ungt vín. Fjólublár jaðar. í nefi fjós, vanilla, eik, dökk kirsuber, sæta. Í munni sæta, mikil tannín, lítill ávöxtur. Vínið tók svo miklum breytingum á skömmum tíma. Það var frekar lokað til að byrja með en kom svo verulega til. Gott vín. Ég trúi því ekki að ég hafi ekki fattað að þetta væri Embruix. Tiltölulega nýbúinn að smakka það! En svona er blindsmakk.
Red
2005 Benanti Etna Rovittello Italy, Sicily, Etna DOC
88 points
Meðaldökkur litur. Farinn að sjást aldur í vínjaðri. Það fyrsta sem ég fann var tyggjólykt (juicy fruit). Annars var mikil eik, útihús (ekki fjós), bleiuskiptalykt, brennisteinn (sem hvarf svo). Í munni dökkir tónar, jörð. Það voru skiptar skoðanir um hvaðan þetta vín gæti vín gæti verið. Skeggi var alveg með þetta hann sagði að þetta væri frá einhverju lítt þekktu héraði á Ítalíu og það reyndist hárrétt. Áhugavert að hafa smakkað þetta vín.

Flight 3 - Nit de Nin (1 note)

Red
2014 Familia Nin-Ortiz Priorat Nit de Nin Mas d'en Cacador Spain, Catalunya, Priorat
95 points
Þetta vín var ekki smakkað blint. Liturinn var dökkur, sá dekksti fram að þessu. Mjög ferskur ilmur. Blómaangan, grilllykt, málmtónar, lakkrís, mínerölsk lykt, brennt gúmmi (ég held að þetta síðasta hafi komið frá Bolla). Bragðið af þessu víni var svo kapítuli út af fyrir sig. Mjög ferskt, algjör bragðvöndull, erfitt að sundurgreina það en gott. Ótrúlega gott. Ferskleikinn í því minnti mig á Ch. Clinet 2005. Vínið kemur af 80 til 100 ára gömlum vínviði og var fyrst búið til árið 2004.

Flight 4 - Priorat (svona að hluta til allavega) (4 notes)

Red
2011 Cellers Can Blau Montsant Mas de Can Blau Spain, Catalunya, Tarragona, Montsant
94 points
Frekar dökkur litur. Lítur út fyrir að vera 4-5 ára miðað við lit. Í ilmi leysiefni dauðans til að byrja með. Fjós eftir þyrlun. Dökkir tónar. Kaffi, lakkrís. Í munni þá var svipað eins og í Nit de Nin víninu, mjög flókið bragð. Við fundum m.a. kaffi, súkkulaði, vanillu, dökk ber, krydd. Mjög fágað og elegant vín. Það er erfitt að gera upp á milli þessa víns og Nit de Nin. Þetta kostar augljóslega bara helminginn af því sem Nit kostar. En á hinn bóginn þá er í Nit de Nin mjög mikill ferskleiki sem var ekki til staðar hér. Fáránlega góð kaup samt!
Red
2013 The Hess Collection 19 Block Mountain Cuvée USA, California, Napa Valley, Mt. Veeder
86 points
Mjög dökkur litur. Lítur út fyrir að vera ungt. Ógegnsætt. Í nefi, fjós, eik, krydd. Kryddað bragð, mikil sæta, síðan vanilla, þroskuð jarðarber.
Allt of sætt, mjög gervilegt. Það er náttúrulega erfitt að koma á eftir gæðavínum eins og Nit de Nin og Mas de Can Blau en þarna kom bara í ljós margra klassa munur. Svo kom í ljós að við tókum þetta vín sem síðasta vín í síðasta smakki. Engin einkunn gefin þá samt.
Red
2013 Celler Vall Llach Priorat Porrera Vi de Vila Spain, Catalunya, Priorat
92 points
Mjög dökkt á litinn. Fjólublár jaðar þannig að ungt, 3-4 ára. Í nefi aceton, kirsuber, brennd karamella, möndlutónar/Amaretto. Í munni mjög dökkir tónar, beiskja, kaffi, lakkrís. Gott vín, sem hentar þó líklega best á dimmum vetrarkvöldum.
Red
2004 Faustino Rioja I Gran Reserva Spain, La Rioja, Rioja
89 points
Frekar dökkur litur. Mjög klassískur og fágaður ilmur. Eik, anís. Mjög ferskt og bragðgott. Jarðarber. Við smökkuðum þetta vín í klúbbi fyrir tæpu ári (í maí 2016). Sú flaska var rígkorkuð. Nú náðum við allavega heilu eintaki.

Closing

Mjög áhugavert smakk. Það halda áfram að koma fram mjög áhugaverð vín úr safninu sem við keyptum frá Spáni. Mas de Can Blau var líklega það vín sem kom mest á óvart og án nokkurs vafa langbestu kaupin. Nánast í sama klassa og Nit de Nin, sem mér fannst þó hafa vinninginn sem besta vínið. Svo voru þarna fleiri áhugaverð vín eins og ungverska vínið og vínið frá Etnurótum.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close