Important Update From the Founder Read message >

Vínsmakk, starfsfólk Samskipa

Njálsgata 6

Tasted February 9, 2018 by bitdrerik with 249 views

Introduction

Loksins komum við því í verk að framkvæma þetta smakk sem við Ólöf erum búin að tala um í langan tíma. Þemað í smakkinu var Spánn. Við smökkuðum vín frá eftirfarandi vínhéruðum: Rioja - Alicante - Bierzo - Ribera del Duero - Spáni (óskilgreint hvaðan) - Priorat - Emporda og að lokum Rioja aftur. Smakkendur voru: Ólöf, Bríet, Lára, Darri, Björn, Hulda, Hanna Bára, Björk, Birna, Kristrún, Hildigunnur og svo Jón Lárus. Ath. að með því að smella á nafnið á víninu þá fást nánari upplýsingar um það og svo er hægt að sjá mynd. Sleppi þess vegna myndatöku.

Flight 1 (8 notes)

Red
2012 Bodega Classica Rioja Hacienda López de Haro Reserva Spain, La Rioja, Rioja
88 points
Opnuðum smakkið með Lopez de Haro Reserva. Vorum með tvær flöskur aðra við ca. 17°C og hina við rúmlega 22°C. Mjög fróðlegt að sjá hvernig það kom út. Kaldari flaskan í miklu betra jafnvægi en hin bragðmeiri. Ég var mun hrifnari af köldu útgáfunni. Eftir þetta voru öll vínin sem voru smökkuð milli 17 og 18°C. Kostar 2.390 kall í ríkinu sem er alls ekki svo slæmt verð.
Red
2015 Bodegas Bocopa Alicante Laudum roble Spain, Valencia, Alicante
86 points
Þetta vín er meðaldökkt. Smá leysiefni í ilmi. Ungt á litinn. Ágætis jafnvægi í bragði. Passleg sýra. Monastrell þrúgan skein í gegn en var ekki óþægileg. Skógarber og svo gras eða grænjaxlakenndir tónar. Svolítil beiskja í eftirbragði. Kostar 2.405 í ríkinu sem er allt í lagi fyrir þetta vín.
Red
2014 Descendientes de José Palacios Bierzo Pétalos Spain, Castilla y León, Bierzo
90 points
Heldur dekkra á litinn heldur en síðasta vín. Mjög nett og þægilegt í munni. Menzia þrúgan bæði ávaxtarík (jarðarber) og örlítið krydduð. Eik ekki áberandi. Önnur vín sem fást í ríkinu með sömu þrúgu eru t.d. Godelia (sem ég ætlaði að hafa) og svo Gaba do Xil. Þetta vín kostar 3.190 sem er ekki ódýrt en það er líka gott. Passar vel með fugli eins og önd.
Red
2012 Condado de Haza Ribera del Duero Crianza Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
90 points
Talsvert dekkra en vínin sem áður voru komin. Þungur og flottur ilmur. Á tungu þá er það svolítið erfitt til að byrja með. Talsvert eikað. Mun minni ávöxtur en t.d. í Petalos. En það vinnur á og er alveg hörkugott vín. Ég held að þetta væri örugglega góður kostur með nauti. Kostar 3.333 kr. í ríkinu. Það er náttúrlega ekki ódýrt en ef maður ætlar að gera vel við sig þá er þetta góður kostur.
Red
2014 Real World Wines Thr3 Monkeys Spain
Ég laumaði þessu víni svo inn í smakkröðina. Þetta var eina vínið í smakkinu sem var hulið. Frekar ljóst á litinn. Þetta hitastig (milli 17 og 18°C) hentar víninu vel (það er ódrekkandi við stofuhita). Samt mjög sætt og nánast enginn ilmur. Eitt af ódýrustu vínunum í ríkinu og kostar um 1.400 kr.
Red
2014 Celler de l'Encastell Priorat Marge Spain, Catalunya, Priorat
90 points
Umhellt fjórum tímum fyrir smakk og svo hellt til baka á flöskuna. Held að það hafi gert víninu gott. Meðaldökkur og unglegur litur. Þægilegur og höfugur ilmur ekki leysiefni í ilmi eins og er svo algengt í Priorat. Mjög bragðgott og í góðu jafnvægi. Keypt úti á Spáni á 16,9€. Hingað komin kostar þetta vín um 3.400 kr. Fæst ekki í ríkinu.
Red
2014 Perelada Empordà 5 Finques Reserva Spain, Catalunya, Empordà
90 points
Næstsíðasta vínið sem við tókum fyrir. Frekar dökkt á litinn. Mjög fallegur ilmur, vottur af útihúsi en líka dökkir ávextir. Virkilega bragðgott og flott jafnvægi. Vín sem kostar 2.895 í ríkinu og er hverrar krónu virði. Algjör þrúgukokteill. Notaðar eru sjö mismunandi þrúgur í vínið. Smá upplýsingamoli: Á flöskumiðanum stendur reserva. Öfugt við Rioja þá held ég að þetta reserva hafi enga eiginlega merkingu.
Red
2012 Bodegas Roda Rioja Sela Spain, La Rioja, Rioja
91 points
Síðasta vínið sem við smökkuðum var Sela frá Roda vínhúsinu. Vínið var úr magnum flösku. Hellt yfir á karöflu og látið standa í fjóra tíma. Nú vorum við komin aftur á byrjunarreit, þ.e.a.s. til Rioja en að þessu sinni til nýtískulegri framleiðenda sem fer ekki eftir Crianza/Reserva/Gran reserva skilyrðunum og má því ekki setja slíkan stimpil á miðann. Í stuttu máli þá var þetta vín algerlega frábært. Besta vín kvöldsins. Þegar það var smakkað við hliðina á Lopez de Haro (fyrsta víninu) þá virkaði það frekar einfalt og óspennandi. Magnum flaska kostar tæplega 7.000 kall í ríkinu en venjuleg flaska er á 3.490. Mér finnst það bara ekkert mikið fyrir svona flott vín.

Closing

Mjög skemmtilegt smakk. Fyrir mig þá var áhugaverðast að sjá muninn á Lopez og Sela. Vona að aðrir hafi haft eins gaman að þessu og ég.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close