Vega Sicila smakk og kvöldverður á Nostra

Nostra veitingastaður

Tasted July 3, 2018 by BitDrErik with 45 views

Introduction

Ber stóð fyrir Vega Sicila smakki, haldið á Nostra, veitingastað. Á eftir smakkinu var svo boðið upp á 5 rétta kvöldverð með víni, einnig frá Vega Sicilia. Ég held að allir úr vínklúbbnum fyrir utan Magnús hafi verið í smakkinu og svo voru Hildigunnur og Herdís, kona Lúðvíks þarna líka.

Flight 1 (8 notes)

Red
2007 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
91 points
Fyrsta vínið í sex árganga lóðréttri Valbuena smökkun. Sæta í ilmi Flottur þungur ilmur. Leysiefni. Ellimerki á lit. Í munni kaffi, vanilla, eik. Mjög sýruríkt. Sýran í víninu var svo mikil að það var svolítið erfitt viðureignar.
Red
2008 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
89 points
Hafi 2007 verið erfitt viðureignar þá var þetta enn erfiðara. Við veltum fyrir okkur hvort að vínið væri skemmt en ákváðum að lokum að svo væri ekki. Svipaður litur og á 2007 semsagt orðið brúnt í jöðrum. Í ilmi lakkrís, vindlakassi, sæta, banani, ger, sítrus. Frekar lokað. Í bragði rosalega sýrumikið. Svo mikið að það yfirgnæfði allt í byrjun. Lagaðist samt eftir stund í glasi og þá komu fram m.a. banani og reykjartónar. Heilmikil tannín. Síðar komumst við yfir skárri glös en ISO glösin sem voru notuð og þá hagaði vínið sér mun betur. Glösin ekki að hjálpa til hérna. Hafliði sagði síðan frá því að í '07 og '08 vínunum hefði verið smávegis af malbec sem gæti hugsanlega skýrt af hverju þau voru svo allt öðru vísi en þau sem á eftir komu.
Red
2010 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
94 points
Þriðja vínið í línusmakkinu. Smakkaði þetta vín fyrir tveimur árum og þá eins og nú var það alveg frábært. Líklega aðeins ljósara en 2007, frekar dökkt samt en með mun minni öldrunareinkennum. Frekar lokað allavega til að byrja með. Samt tónar sem minntu á bleiu en það rauk fljótt úr. Síðan ávextir, dökk ber. Fínlegur ilmur jafnvel blómailmur. Á tungunni ber, krækiber og bláber. Þurrt. Gríðarlega flott jafnvægi. Glæsilegt vín.
Red
2011 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
92 points
Næst í röðinni var 2011. Liturinn svipaður og á 2010. Í nefi jarðartónar, brenndir tónar líka. Ekki eins skemmtilegt í nefi og 2010. Þynnra í bragði en tían. Bruni og reykur. Mjög tannínríkt. Talsvert óheflaðra en 2010. Vann samt á í glasinu og var orðið viðkunnanlegt undir lokin.
Red
2012 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
92 points
Næstsíðasta af Valbueno vínunum var 2012. Mjög unglegt á litinn. Í nefi virkilega skemmtilegt. Þungur og höfugur ilmur. Kaffi, vanilla og dökk ber. Mjög mikill ávöxtur í bragði samt án þess að vera með sætu, súkkulaði. Frekar þunnt á bragðið. Ágætis jafnvægi. Talsverð tannín. Dansaði á mörkunum að vera 91 eða 92. Ákvað að leyfa víninu að njóta vafans.
Red
2013 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
93 points
Síðasta Valbueno vínið. Mjög unglegur litur. Í nefinu allt öðruvísi en fyrri vín. Hvass og ágengur ilmur. Útihús, sætutónar, karamella og vanilla. Þegar var smakkað á víninu komu fram tónar eins og í brúnuðu smjöri, ljós ber. Talsverð sæta. Mjög flott jafnvægi. Fyrir minn góm þá var þetta næst besta Valbueno vínið á eftir 2010. Síðar um kvöldið fengum við svo að smakka þetta vín aftur og þá með lambarifjum með tómatafernu. Þá vorum við með betri glös og naut vínið sín betur þannig.
Red
2012 Bodegas Pintia Toro Pintia Spain, Castilla y León, Toro
Eftir Valbuena röðina og áður en kom að Unico, rúsinunni í pylsuendanum þá var tekin fyrir Pintia 2012. Liturinn var unglegur, þrátt fyrir að vínið væri orðið sex ára gamalt. Þunn og skrítin lykt. Samt ryk, karamella og sæta í ilmi. Á tungunni virtist okkur vínið vera sætt. Annars banani. Hafliði sagði svo að við hlytum að hafa túlkað sýruna sem sætu því það sé nánast enginn sykur í víninu. Mér fannst þessu víni litill greiði gerður með því að setja það á milli Valbuena og svo Unico. Kom mjög furðulega út. Sleppi einkunn vegna þess að ég veit að þetta vín á að geta miklu betur. Miðað við frammistöðuna í þetta skiptið hefði ég ekki gefið hærra en 89.
Red
N.V. Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Único Reserva Especial 1994, 1999, 2000 (2013 Release) Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
95 points
Síðasta vínið í smakkinu sjálfu var Único Reserva Especial. Nóteraði nú ekki neitt um lit. En ilmurinn maður minn. Hann var svaðalegur! Karamella, jörð, útihús. Allt í einum pakka. Svo þegar var smakkað á víninu. Ótrúlega flott jafnvægi. Sýra og tannín dansa alveg fullkomlega saman. Dökkir ávextir, kirsuber. Einhver nefndi créme brulée. Get alveg tekið undir það. Vanilla og sæta. Ofboðslega flott vín. Hefði jafnvel mátt gefa einu priki hærra. Eini gallinn er verðið.

Flight 2 (5 notes)

White
2016 Oremus Furmint Tokaji Dry Mandolás Hungary, Tokaji
87 points
Eftir þetta flugeldasmakk þá var farið í fimm rétta kvöldverð með vínum frá Vega Sicilia. Fyrsti rétturinn var bleikja með steinselju, steinseljupurée, steinseljugeli og steinseljuflögum. Vínið var milliþurrt og mjög ferskt. Suðrænir ávextir áberandi í bragði, aðallega ananas. Smá mangó líka. Vín og matur pössuðu mjög vel saman.
Red
2014 Bodegas Benjamin de Rothschild & Vega Sicilia Rioja Macan Clásico Spain, La Rioja, Rioja
87 points
Annar rétturinn samanstóð af grilluðum gulrótum með gulróta BBQ sósu, pistasíum og hvítkálssalati (coleslaw). Þetta var ágætis réttur en það sama er ekki hægt að segja um vínpörunina. Ég skil ekki alveg hvað er að gerast með þetta Macan. Það er ekkert varið í það. Bara verið að keyra á sætutónum. Karamella, súkkulaði og mólassi. Svo er þetta ekki einu sinni ódýrt vín, kostar 5.300 kall í ríkinu! Frekar þunnur þrettándi. Með þessum rétti hefði ég viljað hafa annaðhvort feitt hvítvín eða t.d. pinot noir. Þetta er í annað skiptið sem ég smakka þetta vín og í bæði skiptin hef ég orðið fyrir vonbrigðum.
Red
2013 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
Með þriðja réttinum, sem voru lambarifjur, nuddaðar með fersku kryddi og sveppum ásamt tómatafernu (ferskum, purée, hæg og langeldað og svo duft). Ég var nú áður búinn að skrifa um þetta vín sem við fengum svo aftur hér með matnum. Flott matar og vínpörun. Síst verra að hafa mat með víninu. Sérstaklega vegna þess að nú voru glösin sem var boðið upp á miklu betri en í smakkinu sjálfu.
Red
N.V. Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Único Reserva Especial 1990, 1991, 1994 (2007 Release) Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
96 points
Fjórði rétturinn og sá síðasti fyrir eftirrétt var grilluð nautalund (reyndar samt sous vide elduð og svo lokað með gasbrennara) með tarragon og rabarbarasósu. Ekki alveg besta samsetning á víni og mat því þó það væri gott í sjálfu sér þá skemmdi þetta sýrumikla meðlæti fyrir víninu. Vínið var alveg einstakt og fyrir mig enn betra en 2013 útgáfan sem við fengum í smakkinu. Enda gefið út sex árum fyrr. Magnaður ilmur þar sem komu alls konar tónar af leysiefnum og útihúsum í byrjun síðan tóku við dökkir ávextir. Vínið í ótrúlega flottu jafnvægi. Jarðartónar, dökkir ávextir. Plómur, jafnvel sulta. Ekki samt of sæt. Geggjað vín.
White - Sweet/Dessert
2011 Oremus Tokaji Aszú 3 Puttonyos Hungary, Tokaji
92 points
Eftirrétturinn var svo jarðarberjaþrenna. Fersk jarðarber, jarðarberjakrapís og hraðfryst jarðarberja zabaione. Lakkrísdufti stráð yfir. Vínið virkilega gott. Ekki mikill ilmur en samt hunang, suðrænir ávextir, mangó. Smá sítrus líka. Virkilega gott svo á tungunni. Sæta og sýra í góðu jafnvægi. Fullt af apríkósum.

Closing

Glæsilegt smakk, eins og við mátti búast. Það sem kom mér einna helst á óvart var hversu misjafnar Valbuenurnar voru. Gaman að fá að smakka þær en ég myndi varla tíma að kaupa þetta vín á 15k. Eitt atriði dró aðeins úr ánægju við smakkið. En það var að það var notast við ISO smakkglös. Þessi glös gerðu voða lítið fyrir vínin eins og við komumst að þegar Björgvin og Bolli komust yfir aðeins skárri glös og smökkuðu 2008 Valbuenuna úr þeim.
Maturinn sem var boðið uppá í hátíðarkvöldverðinum var svo virkilega flottur. Margar skemmtilegar hugmyndir þar á ferðinni.

© 2003-19 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close