Þriðja og síðasta forkaupasmakk.

Marbakkabraut 12

Tasted October 12, 2018 by BitDrErik with 99 views

Introduction

Síðasta smakkið úr smakkpakkanum sem við fengum sendan í ágúst. Í þessari lotu voru smökkuð nokkur dýr og spennandi vín. En reyndar líka önnur sem voru í ódýrari kantinum. Smakkarar að þessu sinni voru: Indriði, Bolli, Björgvin, Andri, Jón Loftur, Lúðvík og Jón Lárus.

Flight 1 - Byrjað á einu ódýru Priorat víni. (1 note)

Red
2015 Celler Joan Simó Priorat Viatge al Priorat Spain, Catalunya, Priorat
83 points
Meðaldökkur litur. Ágætis ilmur af víninu. Súrhey, fjós og dökkir tónar. Svo þegar bragðað var á víninu þá var rosalega mikil sýra í því og eiginlega ekkert annað greinanlegt. Jú, í lokin kom smá remma og anís. Bolli minntist á greip og hundasúrur. Ekki spennandi vín. Við vorum að velta fyrir okkur hvernig gæti staðið á þessu. Þá kom Björgvin með vínráð nr. 6 eða 7. Ekki kaupa ódýrasta vínið frá góðum framleiðanda í góðum árum. Því þá fara öll góðu berin í bestu vínin og millivínin.

Flight 2 - Mallorka könnuð. (3 notes)

Red
2015 4 Kilos Vi de La Tierra Mallorca Gallinas y Focas Spain, Balearic Islands, Vi de La Tierra Mallorca
87 points
Næst voru smökkuð þrjú vín án þess að hulunni væri svipt af neinu þeirra fyrr en í lokin. Mjög ljós litur, pinot noir legur. Villihunang og tréilmur, sag í nefinu. Trésmíðaverkstæði og krydd. Þegar bragðað var á víninu þá kom í ljós að það var mjög sýruríkt. Samt ekki alveg eins og Viatge vínið á undan. En við fundum svo jarðarber, sveppi (í góðri merkingu), ryk. Líklega áfengisríkt. Aðeins tilgerðarlegt. Kom betur út í pinot glasi. Fékk einn sopa úr slíku glasi hjá Björgvini.
Red
2015 4 Kilos Vi de La Tierra Mallorca 4 Kilos Spain, Balearic Islands, Vi de La Tierra Mallorca
84 points
Nánast sami litur og á víninu á undan. Okkur fannst samt eins og væru farin að sjást öldrunnareinkenni á litnum. Eftirá að hyggja þá er það samt skrítið með þriggja ára gamalt vín. Í nefinu bæði ljós ber og dökk ber. Ryk og viður eins og í fyrra víni. Þyngri ilmur. Kraftmeira en fyrra vín. Ekki eins mikil sýra en eik ansi fyrirferðarmikil. Of mikil fyrir minn smekk. Einhver nefndi ryð og/eða járntóna í bragði. Vín sem kostar 30 evrur og fyrir minn smekk stendur alls ekki undir því.
Red
2013 4 Kilos Vi de La Tierra Mallorca Grimalt Caballero Spain, Balearic Islands, Vi de La Tierra Mallorca
82 points
Síðasta vínið í þriggja flösku röðinni. Liturinn ennþá mjög ljós. Í nefinu mjög sveitalegir tónar. Bleiur, krydd (múskat og kanill). Ilmvatn. Sæta. Þegar smakkað var á víninu þá mátti finna sætu, brjóstsykur. Remma í eftirbragði. Negull, kanill og pipar. Sellerí kom einhver með. Skósverta! Prófaði úr pinot glasi og smakkaðist vínið betur úr því. Mér fannst þetta samt skelfileg frammistaða af víni sem kostar 45 evrur. Langbestu kaupin í ódýrasta víninu.

Flight 3 - Og svo Ferrer Bobet. (2 notes)

Red
2015 Ferrer Bobet Priorat Vinyes Velles Spain, Catalunya, Priorat
93 points
Nú voru tekin tvö vín saman og hulunni ekki svipt af fyrr en eftir seinna vínið. Talsvert dekkra en 4 kilos vínin á undan. Krydd (kardimommur), vindlar. Eikartónar og bananar. Mjög flottur ilmur. Í bragði anís, lakkrís, sæta. Góður botn og fylling. Virkilega gott vín.
1 person found this helpful Comment
Red
2014 Ferrer Bobet Priorat Selecció Especial Vinyes Velles Spain, Catalunya, Priorat
95 points
Svipað og Ferrer Bobet Vinyes Velles á litinn. Bökunardropar og vöfflulykt í nefinu. Hindber og súkkulaði líka í ilmi. Höfugur ilmur. Síðan á tungunni. Brenndir tónar. Súkkulaðihjúpuð cantaloupe melóna. Bragðið er frekar þunnt. Mikill ferskleiki. Virkilega, virkilega gott vín.

Flight 4 - Eitt ódýrt og annað meðaldýrt frá Priorat. (2 notes)

Red
2016 Celler Cal Pla Priorat Porrera Tinto Spain, Catalunya, Priorat
90 points
Meðaldökkur litur. Fjólublár jaðar. Ungt. Vanilla og sætutónar í nefinu. Líka mátti finna grænan pipar, papriku og leysiefnalykt líkt og í sprautuklefa. Á tungunni, biturleiki, pipar, leður og eikartónar. Mjög gott vín á frábæru verði.
1 person found this helpful Comment
Red
2013 Mas d'en Gil Priorat Coma Vella Spain, Catalunya, Priorat
91 points
Dökkur litur. Kannski smá öldrun farin að gera vart við sig í jöðrum. Dökk lykt. Límkenndir tónar. UHU, jötungrip. Hákarl! Salmíak lakkrís. Á tungunni söl. Kjöt, beikon, járn. Gott vín. Ekki eins frábær kaup og Cal Pla vínið á undan en góð kaup samt.

Flight 5 - Dularfulla vínið. (1 note)

Red
2012 Lyrarakis Symbolo Grand Cuvee Greece, Crete, Heraklion
86 points
Mjög dökkt á litinn. Í nefi sveit. Nánar tiltekið fjós. Brennisteinn og smá fúkki. Dökkt súkkulaði og vanilla koma svo fram. Á tungunni kaffi, tóbak, brennd eik. Líka brenndur bismark. Einhver stakk upp á því að þetta vín væri gott til að gera coq au vin. Kostaði 30 evrur og fyrir þann pening ekkert sérstaklega góð kaup. Skemmtilegt samt að fá að smakka grískt vín. Ólafur Andri kom með þetta vín.

Flight 6 - Can Blau frá Montsant. (2 notes)

Red
2016 Cellers Can Blau Montsant Can Blau Spain, Catalunya, Tarragona, Montsant
90 points
Meðaldökkt á litinn. Dökkur kjarni. Reykur í ilmi. Hangikjöt. Á tungunni mikill ávöxtur, súkkulaði og kaffi. Þægileg sýra. Þétt eik. Virkilega gott vín.
Red
2013 Cellers Can Blau Montsant Mas de Can Blau Spain, Catalunya, Tarragona, Montsant
93 points
Þegar hér var komið sögu voru smakknóturnar farnar að vera svolítið sundurlausar. En allavega: Mjög dökkur litur. Í nefinu sveskjur og ylliber. Líka vanilla. Á tungunni sveskjur, greni og harpix. Líka mátti finna glefsur af súkkulaði. Vín í frábæru jafnvægi. Flott sýra og passlega eikað.

Flight 7 - Klykkt út með Carraovejas. (1 note)

Red
2015 Pago de Carraovejas Ribera del Duero Tinto Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
89 points
Mjög dökkt á litinn. Virkilega flottur ilmur. Súrdeig, krydd. Á tungunni karamella og möndlulíkjör. Síðan súkkulaði og kaffitónar. Mjög ljúffengt vín.

Closing

Mjög skemmtilegt smakk. Fyrir mig þá var besta vínið Ferrer Bobet Selcción Especial. Fast á hæla þess (og reyndar bæði mun betri kaup) voru Ferrer Bobet Vinyes Velles og Mas de Can Blau. Cal Pla Negre kom líka virkilega vel út á innan við 10 evrur. Frábær kaup í því víni. Við fengum líka að smakka grískt vín sem kom ágætlega út.

© 2003-21 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close