Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, vínsmakk #1 haust 2019

Bólstaðarhlíð 29

Tasted August 16, 2019 by bitdrerik with 154 views

Introduction

Það var ákveðið að halda snemmbúið smakk til að reyna að hjálpa til við innkaup frá VinoVí. Flest vínin voru frá Spáni en svo slæddust með að minnsta kosti tveir aukagemlingar. Allir fastafélagar klúbbsins voru mættir. Vínin voru smökkuð blint nema það síðasta.

Flight 1 - Til að hita upp (1 note)

Red
2015 Celler de l'Encastell Priorat Marge Spain, Catalunya, Priorat
89 points
Byrjuðum á að opna eina flösku fyrir hefðbundið smakk. Dökkt á litinn. Plömur og sultukenndir tónar í nefi og munni. Talsverð sýra. Gott vín.

Flight 2 - Lyktarsettið prófað (1 note)

Red
2017 G.D. Vajra Dolcetto d'Alba Italy, Piedmont, Alba, Dolcetto d'Alba
86 points
Þetta vín var valið til að prófa lyktarsettið. Frekar ljóst á litinn. Mjög fjólublátt. Ungt. Sokkar, kirsuber, krydd, pipar og möndlur voru meðal þess sem menn fundu í ilminum. Mjög sýrumikið þegar bragðað á því. Hey, súrmjölk, kaffikorgur, kaffi, brennisteinn og gúmmí komu síðan fram þegar smakkað var á víninu. Líka jarðartónar. Þetta er vín sem þarf mat með sér. Svínahnakki til dæmis myndi henta vel held ég.

Flight 3 - Vín sem hafa verið pöntuð áður frá VinoVí (8 notes)

Red
2015 Parés Baltà Penedès Hisenda Miret Spain, Catalunya, Penedès
89 points
Meðaldökkt. Í byrjun grænn aspas og lím í nefinu. Síðan dekkri tónar, dökkt súkkulaði, tóbak. Á tungunni jarðarber, kirsuber og reykur. Eftir þyrlun sætutónar, marsipan. Talsverð stemma og sýra. Eftir smá stund í glasi þá birtust kaffi, appelsínubörkur og kökukrydd. Ekki alveg í jafnvægi núna en á mjög líklega eftir að batna með geymslu.
Red
2000 Mas Martinet Priorat Martinet Bru Spain, Catalunya, Priorat
90 points
Talsverð öldrun í lit á jöðrum. í ilmi núggat, þroskaðar plómur, byggðasafn, járn og hampur. Þegar bragðað var á víninu þá var það mjög mjúkt og áferðarfallegt. Mikill ferskleiki. Þegar hulunni var svo svipt af víninu og kom í ljós að þetta var 2000 árgangur þá voru menn frekar hissa. Greinilegt að þetta vín getur geymst vel við góðar aðstæður ef tappinn heldur. Virkilega skemmtilegt vín.
Red
2010 La Granja Nuestra Señora de Remelluri Rioja Reserva Spain, La Rioja, La Rioja Alavesa, Rioja
90 points
Dökkt á litinn. Í byrjun bleiulykt og bananatónar. Ekkert sérstaklega spennandi tónar en með þyrlun þá dofnuðu þessi einkenni og í staðinn komu fram tóbak, dökkt súkkulaði og smá fjós. Á tungunni voru dökkir tónar ríkjandi. Súkkulaði, kaffi og lakkrís. Ferskt og í góðu jafnvægi. Gott vín. Umhelling kemur þessu víni til góða. Virkilega góð kaup á 19€.
1 person found this helpful Comment
Red
2014 Bodegas Castaño Casa Cisca Spain, Murcia, Yecla
90 points
Frekar dökkt á litinn. Mjög hvöss og ágeng lykt. Græn tannín, paprika í byrjun. Síðan öskubakki, leysiefni, tjara. Á tungunni frekar mikil stemma í byrjun. Lítill ávöxtur. Tóbaksbragð, lakkrís, einiber, krækiber. Svipað að gæðum og Remelluri. Remelluri samt miklubetri kaup. Kostar rétt rúmlega helming af Casa.
1 person found this helpful Comments (2)
Red
2016 Antoine Ogier Châteauneuf-du-Pape Héritages France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
89 points
Frekar dökkt á litinn. Ferskleiki í ilmi. Niðursoðinn ananas, fjólur, krakus jarðarber. Talsverð sæta. Síðan komu fram kryddaðir tónar. Timjan aðallega. Í munninum. Jarðarber, kryddaðir tónar og súkkulaði. Alveg ágætis vín. Kostar um 3.700 kr. í fríhöfninni sem er alls ekki svo slæmt verð.
Red
2010 Cims de Porrera Priorat Classic Spain, Catalunya, Priorat
95 points
Mjög dökkt á litinn. Í nefinu þá er þetta einn lyktarvöndull. Mjög erfitt að greina einhver sérstök atriði. Þungur og höfugur og afskaplega flottur ilmur. Líklega ilmur kvöldsins. Síðan þegar var bragðað á víninu þá var þar að finna alls konar bragðglefsur. Aðeins auðveldara að finna út úr því en að sundurgreina ilminn. Þarna voru fíkjur. Sætir tónar. Einhver nefndi græna papriku. Þarna var líka að finna jarðartóna og smá fjós. Vínið er mjög ferskt og í mjög góðu jafnvægi. Algerlega flauelsmjúkt. Frábært vín. Annað af tveimur bestu vínum kvöldsins frá mínum bæjarhóli séð.
Red
2015 Celler Vall Llach Priorat Porrera Vi de Vila Spain, Catalunya, Priorat
93 points
Dökkt á litinn. Ilmurinn mjög fágaður. Mikið út í blómatóna. Fjólur og lofnarblóm. Á seinni stigum kemur líka fram vanilla. Þægilegur ilmur. Gaf mjög lítið af sér á tungunni til að byrja með en smám saman tóku að birtast hlutir eins og tyrkneskur pipar, krydd og kirsuber. Sýruríkt og stamt. Á örugglega eftir að mýkjast með aldrinum.
Red
2013 Celler Joan Simó Priorat Les Eres Especial Dels Carners Spain, Catalunya, Priorat
95 points
Dökkt á litinn. Í byrjun skólplykt og kattarhland í nefi. Sem færðist svo yfir í sólber og cryosít. Í bragði. Mjög dökkir tónar. Notuð gírolía, koppafeiti, svartar plómur, lakkrís. Frábært jafnvægi. Silkimjúkt og ofboðslega ferskt í munni. Ásamt Cims de Porrera toppvín kvöldsins. Það eru samt betri kaup í Cims.

Flight 4 - Eitt lokavín. (1 note)

Red
2016 Banfi Piemonte Piemonte Albarossa La Lus Italy, Piedmont, Piemonte DOC
Að lokum varð ein saklaus vínflaska fyrir barðinu á okkur. Dökkt á litinn. Aðallega blóm í ilmi, fjólur. Talsverð sýra en að öðru leyti þægilegt. Segi ekki meir.

Closing

Gríðarlega skemmtilegt smakk. Ég átti erfitt með að gera upp á milli Les Eres Especial dels Carners og Cims Porrera Classic. Fannst þau mjög álíka góð. Ef verðið er tekið með í reikninginn þá er Cims klár sigurvegari. Ég til dæmis tók þá ákvörðun að henda Carners út, setja Cims inn og þá gat ég tekið Remelluri inn sem bónus. Ekki slæmt. Önnur vín sem komu vel út þó þau væru ekki alveg í sama klassa og tvö fyrstnefndu voru Vall LLach og Remelluri.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close