Tasting Notes for BitDrErik

(1,042 notes on 947 wines)

1 - 50 of 1,042 Sort order
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
85 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Síðasta vínið í smakkinu var svo þetta. Flaska 433 af 828. Mjög dökkt á litinn. Malolactic lykt. Hverfur við þyrlun. Síðan frekar lokað. Lítið að frétta. Mjög samþjappað vín. Svolítill bruni þegar bragðað á því. Krydd, pipar aðallega. Mjög dökkur ávöxtur.
White
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
91 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Þetta vín slæddist inn í smakkið fyrir mistök. Ætlunin var að smakka á rauðu frá sama framleiðanda. Hvað um það. Dökkstrágult á litinn. Mjög fallegur ilmur. Smjör, hnetur og fjólur. Vínið var helst til heitt (var við rauðvínshita) en þrátt fyrir það var alveg ljóst að um afbragðsvín var að ræða. Við fundum meðal annars hnetur, smjör piparmyntu og lakkrís. Virkilega gott hvítvín. Kostar 26€.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
88 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Meðaldökkt. Sólber í nefi. Þægilegur ilmur. Eftir þyrlun þá koma fram kirsuber. Á tungunni mjög dökk ber og steinefni. Svolítið sultukennt sem dregur úr því. Eftir stund í glasinu þá komu fram brenndir tónar og jafnvel tóbak. Þægilegt vín. Vínið er óeikað og það er furðanlega kraftmikið miðað við það. Verðmiðinn 22€.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
89 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Frekar ljóst á litinn. Blóð, járn og steinefni í nefinu til að byrja með. Síðan komu glefsur af sveittum sokkum og sveittum hnakki. Dökkir ávextir. Ekki kannski mest spennandi nef en samt áhugavert. Á tungunni kirsuber, mjög ákveðið. Smá grænir tónar aðeins að trufla. Mjúk tannín og ágætis jafnvægi. Gott vín en kostar líka 37€. Talsvert meira varið í þetta en næstu þrjú vín á undan.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
87 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Frímerkjavínið. Rúmlega meðaldökkt. Í nefi gamalt timburhús. Þung og dökk lykt. Síldarminjasafnið á Siglufirði. Lokað í byrjun. Þegar fór að rofa til komu fram kirsuber. Í munni mjög dökkir tónar. Brenndir tónar. Tannín áberandi. Í lokin fóru að finnast kaffitónar. Vín sem er varla tilbúið ennþá og þarf að geyma. Einhverjir prófuðu að setja vínið í pinot glas og það kom víst betur út þannig. Kostar 18€.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
85 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Frekar ljóst á litinn. Ræsislykt í byrjun, jafnvel brettonomycus. Soðnir og sultaðir tónar í nefinu. Soðin lifrarpylsa (getið hver átti þetta komment). Og svo mátti finna talsverða sætu í ilminum. Þegar bragðað var á því þá var til að byrja með lítið annað sem fannst en rammur dökkur keimur. Síðan fóru að koma fram græn tannín og græn paprika. talsverð sýra. Gæti verið gott matarvín en er ekki spennandi eitt og sér núna. Ég held að flestir eða allir hafi verið sammála um það. Ungt og gæti átt eftir að batna. Kostar 18€.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
86 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Frekar dökkt á litinn. Smá lím til að byrja með þegar þefað var af víninu. Frekar lokað. Eftir þyrlun og smá stund í glasi fóru að koma fram tónar af verkstæðinu. Vélsmiðja, brennd olía og þess háttar. Lakkrís kom líka við sögu. Á tungunni ekkert sérlega spennandi Sæta, anís, kóngabrjóstsykur var það sem menn fundu. Mér fannst svo vera beiskja í eftirbragði. Að mínu áliti ekkert sérstaklega spennandi vín. Kostar 22€
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
94 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Bolli keypti þessa flösku í fyrravor þegar Cims de Porrera víngerðin var heimsótt. Liturinn farinn að sýna mikil öldrunarmerki. Brúnir og appelsínugulir jaðrar. Vínið er svo mjög ljóst, næstum eins og pinot noir. Mjög þægilegur ilmur af víninu. Plómur til að byrja með. Síðan kom eitthvað svipað og strokleður. Mjög gott þegar bragðað var svo á því. Rúsínur til að byrja með og endaði í krækiberjum. Flott jafnvægi og almennt virkilega flott og fágað vín. Á mjög góðum stað núna en á kannski ekki mikið eftir þangað til það fer að dala.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
89 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Dökkir undirtónar þegar þefað var af víninu. Vottar fyrir blómailmi, lofnarblóm, helst. Síðan komu kirsuber og bananar. Þegar bragðað er á víninu þá mátti finna plómur. Síðan kom fram apótekaralakkrís. Þarna mátti líka finna steinefni og jafnvel sement. Lágstemmdara en Tuturi vínið sem fór á undan. Ágætis sýra og ferskleiki. Fágað en vantar samt eitthvað til að gera það virkilega spennandi. Kostar 35€ sem mér finnst of mikið fyrir það sem vínið skilar.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
92 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Þetta vín var drukkið til að rifja upp carinyena smakkið. Mjög dökkt á litinn. Þegar þefað var af víninu þá kom fyrst fram lím og leysiefni. Síðan lykt svipuð og af flugeldum og brennisteinn. Þessir tónar dofnuðu fljótt og þá kom fram sæta og karamella í nefi. Undir þessu voru svo dökk ber. Súrhey var svo nefnt í lokin. Í gómi mátti greina mjög dökk ber. Einnig kom fram krydd. Þarna voru líka til staðar reyktir tónar. Í lokin mátti síðan finna kaffiglefsur. Sýran í víninu var helst til ákveðin. Hörkuvín sem við drukkum líklega aðeins of ungt. Líklega á það eftir að batna í 4-5 ár á flöskunni. Kostar rúmlega 50€.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Mjög ákveðin hveralykt (sem er skrítið því þetta vín á að vera súlfatlaust). Einnig var minnst á klóak og kreósót. Ekki spennandi ilmur. Ekkert skárra tók við þegar var smakkað á víninu. Bragðið var mjög undarlegt. Flatt og brennt með mikilli sýru. Minnir ekkert á sama vín sem við brögðuðum í Priorat í fyrra. Þetta gæti verið einhvers konar skemmd eða þá að flaskan hefur ekki þolað flutninginn hingað eða þá að það er bara hreinlega búið. Gef þessu ekki einkunn núna því það eru alltof mörg spurningamerki hérna.
Red
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
88 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Liturinn meðaldökkur. Piparlakkrís í nefi í byrjun. Smá leysiefni og líka sveskjur. Eftir smá stund birtist líka sulta og tónar sem maður finnur um jólin. Stollen og jólakaka. Skemmtilegur ilmur. Þegar smakkað var á víninu þá var þar mjög þroskaður ávöxtur, jafnvel bananar. Mikil sýra er í víninu og í lokin var smá remma. Þetta er vín sem minnir talsvert á púrtvín. Portúgölsku vínin sem við smökkuðum ekki alls fyrir löngu komu í hugann. Ágætis vín sem kostar um 19€.
Rosé
2/21/2020 - BitDrErik wrote:
89 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2020 (Marbakkabraut 12): Opnuð fyrir hefðbundið smakk. Liturinn frekar dökkur af rósavíni að vera. Ekki mikill ilmur. Samt smá jarðarber. Í munni jarðarber, steinefni og smá biturleiki svona svipað og í granateplum. Virkilega gott rósavín.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
92 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Mjög dökkt á litinn. Sæta í ilmi. Líka tóbak, mentól og sýra. Á tungu, dökkir ávextir, vanilla og á bak við talsverð eik. Kryddtónar. Mjög ferskt. Flott vín en skortir ennþá fínleika. Það gæti þó lagast við geymslu. Kostar um 73€ sem er hellingur.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
85 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Nær varla að vera meðaldökkt. Þegar þefað var af víninu þá mátti fyrst finna fjósalykt og hrossasvita. Síðar komu bleia, súr og tjara jafnvel mysa og öskubakki. Í munni aðallega brenndir tónar til að byrja með. Líka vindlabragð. Mjög dökkt og brennt á tungunni. Gert úr þrúgu, sem heitir morenillo en hún finnst ekki fyrir utan Terra Alta. Kostar 17€.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
84 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Svipaður litur og á flestum vínunum í smakkinu. Í nefi: Beiskjutónar, hitaveitulykt, grænir tónar og jarðvegur. Á tungunni græn paprika, þurrkandi tannín, jólatré. Kraftmikið. Ekkert rosalega spennandi með alla þessa grænu tóna. Er svo ekki gefið eða á 20€.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
86 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Meðaldökkt. Smá brúnka í jöðrum. Í nefi kirsuber, smá gúmmíhanski (gulur), steinefni og súkkulaði. Þægileg lykt. Þegar smakkað var á víninu þá virtist bragðið frekar grænt svona miðað við ilminn. Ljós ávöxtur, paprika. Of mikil eik miðað við ávöxtinn. Þokkalegt jafnvægi. Létt, ávaxtaríkt og þægilegt.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
94 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Frekar dökkur en greinilega þroskaður litur. Talsverð eik í nefi. Lofnarblóm, sápa (Lux) og sveskja. Einhver nefndi sprittlykt og oxunartóna. Þegar var smakkað á víninu mátti greina m.a. kirsuber, jarðar ber. Líka eftir smá tíma í glasi kaffi og jafnvel lakkrískeim. Mikill ferskleiki. Frábært jafnvægi. Virkilega flott vín sem kostar þó um 60€.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
86 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Frekar dökkt eða jafnvel mjög dökkt á litinn. Þægilegur ilmur með kryddi og ekvalyptusi. Í munni meðal annars sólber, brómber og leður. Sýruríkt, þétt og talsvert eikað. Mikil beiskja og brenndir tónar í lokin. Kostar 22€, ekki alveg viss um að vínið standi undir því.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
88 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Frekar dökkt á litinn eins og virðist vera algengt með Terra Alta vín. Byrjar í nefi á útihúsi og bleiulykt. Stéphane taldi að þarna gæti verið um reduction að ræða. Minnir á ilminn af Sang de Corb víninu. Mun betra samt þegar var smakkað á því. Mikill ávöxtur, blóð, málmur og kjöt. Rauðrófur og steinefni voru líka nefnd. Svo eftir smá stund í glasi komu fram lakkrís og tóbakstónar. Sæta líka. Áhugavert vín, vantar kannski sýru. Kostar um 22€
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Meðaldökkt á litinn eða rúmlega það. Fjólur og blómalykt til að byrja með. Sæta í lyktinni, tyggjó eða karamella. Á tungunni smjör, krydd og talsverð eik. Þarna eru líka ber og ávextir. Helst brómber þá. Pipartónar. Hrá tannín. Þægilegt vín en of ungt. Vín sem kostar 43€. Sleppi einkunn að þessu sinni. Kannski 92 núna en ætti að geta endað í 93-94 þegar fullum þroska er náð.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
83 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Mun ljósara en fyrsta vínið. Þegar þefað er af víninu er fyrsta hugsunin: Hreingerningarlykt. Hún er þó fljót að hverfa og við taka hindberjatónar og rauð niðursoðin kirsuber. Einnig var talað um gúmmíkennda lykt eins og af gulum gúmmíhönskum. Ekki kannski besta komment í heimi fyrir vín. Svo á tungu þá var áberandi brennt bragð og gúmmítónar. Svo var þarna sætukeimur og mjög mikil sýra. Þurrkandi tannín og of mikil eik. Vínið ekki alveg í jafnvægi. Stéphane kom með lýsingu á þessu: Lélegt Côtes du Rhône. Kostar um 17€ sem mér finnst of mikið fyrir ekki betra vín.
Red
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
89 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Mjög dökkt á litinn. Liturinn virðist unglegur. Til að byrja með var ilmurinn ekkert sérlega aðlaðandi, tað og bleiulykt heyrðist. Vottur af lími. Þung og jarðarkennd lykt. Svo smátt og smátt fóru að birtast kirsuber í ilmi. Líka brenndir tónar. Þegar smakkað var á því kom í ljós að það er mjög kröftugt. Mjög dökkt bragð, svipað og af rúsínum eða sveskjum. Svo fannst líka gúmmí eða brunabragð. Finna mátti líka græna tóna. Hvöss sýra. Þokkalegt jafnvægi í víninu. Þess má geta að það var talsvert, mjög fínt botnfall í víninu. Áhugavert vín. Kostar um 20€
White - Sparkling
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
91 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Stépane kom með þessa í vínsmakkið. Mjög skemmtilegt kampavín. Mjög sveitalegt. Virkilega miklir ger og brauðtónar. Flott kampavín.
White
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
91 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Enn betra en fyrsta vínið. Virkilega gott. Eini gallinn er að það kostar næstum 34€. Mjög frískt og steinefnaríkt.
White
1/24/2020 - BitDrErik wrote:
89 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #1 vor 2020 (Hlíðarás 10): Smakkið var sett af stað með tveimur hvítvínum og einu kampavíni.
Þetta var fyrra hvítvínið. Alveg ljómandi skemmtilegt. Ekki skrifaðar neinar nótur af viti með þessum þremur fyrstu vínum.
Beer
1/4/2020 - BitDrErik wrote:
Undrinkable due to the heavy application of oak. Had to pour it down, sadly.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
94 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Eina vínið sem ég náði að staðsetja rétt að lokum var þetta. Ekkert endilega einkennandi fyrir Ítalíu eða Amarone ef út í það er farið.

Fyrir mig þá var þetta besta vínið úr síðasta hlutanum. Virkilega gott Amarone. Ekki eins sætt og þungt eins og þau eru mörg. Með mikinn ferskleika og flott jafnvægi. Kostar líka 9.000 kall þannig að það má vera gott.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
91 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Ég náði ekki að vera með þetta rétt í lokin. Var með það á Spáni í fyrri umferðinni en færði það annað í lokin. Til Eyjaálfu minnir mig.

Ágætis frammistaða. Vín sem er með svolítið dökka tóna, sveskjur til dæmis og mjög dökka ávexti. Það kom mér til að halda að það væri frá heitara svæði. Fínt vín.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
89 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Í seinni hlutanum þá gekk okkur enn bölvanlega að staðsetja vínin. Ég náði meira að segja að færa spænska vínið af réttum stað yfir á rangan og var því með eitt vín rétt staðsett í lokin.

Það var alveg rætt um að þetta vín gæti verið frá N-Ameríku en ég held að flestir hafi endað annars staðar með það. Ég gerði það að minnsta kosti. Mér finnst þetta bara ekki nógu gott vín. Held að þetta sé í þriðja skipti sem ég smakka það og alltaf eru hálfgerð vonbrigði með það. Sérstaklega kannski af því að það kostar rétt tæplega 8.000 kr.
Red
2016 Craggy Range Sophia Gimblett Gravels Red Bordeaux Blend (view label images)
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
93 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Eftir fyrri umferðina fengum við að vita að vínin sem við værum að smakka væru frá: Ítalíu, Spáni, Eyjaálfu, Afríku og N-Ameríku. Fyrir einhverja slembilukku þá hafði ég sett öll svæðin rétt og var meira að segja með tvö vín á réttu svæði.

Okkur gekk líka bölvanlega að staðsetja þetta vín, enda ekkert sérstaklega dæmigert sem slíkt fyrir Ástralíu. Reyndar var þetta vín að mínu mati annað af tveimur bestu vínunum í þessum hluta smakksins. Virkilega gott vín.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
90 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Síðasti hlutinn gekk út á það að við vorum með fimm vín sem gátu verið frá 8 mismunandi stöðum. Staðirnir voru: Frakkland, Ítalía, Spánn, N-Ameríka, S-Ameríka, Eyjaálfa, Afríka og Asía (ásamt öðru). Teknar voru tvær umferðir. Í fyrri umferðinni átti helst að einangra staðina og í þeirri síðari helst að raða vínunum rétt niður.

Þetta vín til dæmis olli okkur miklum höfuðverk. Það vantaði öll einkenni sem við flestir höfum tengt við S-Afríku. Svo sem sandbragð ásamt brenndum tónum. Alveg mjög frambærilegt vín. Líka ódýrast af þeim sem við smökkuðum í þessari síðustu smakklotu.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
96 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Vínklúbburinn ákvað í vor að leggja í púkk og fjárfesta í einni l'Ermita flösku. Nú var svo komið að því að smakka á henni. Loftað í karöflu í líklega sex klukkutíma. Smá brúnka farin að koma í jaðra. En annars ferskur litur. í nefi sveskjur, lím í byrjun. Síðan birtust mjög dökkir ávextir. Einnig lanólín. Svo eftir þyrlun mátti finna blóm, kaffi og súkkulaði. Þegar bragðað var á víninu þá var talað um dökka ávexti , karamellu, kaffi, súkkulaði. Einnig jólatré eða harpix. Vínið er með mjög flotta sýru og góð tannín. Vínið er gríðarlega ferskt og silkimjúkt. Menn voru mjög ánægðir með vínið held ég bara allir. Smakkarar voru líka á því að þótt vínið væri frábært þá væri það engan veginn að standa undir verðmiðanum (u.þ.b. 450€). En gaman að hafa smakkað svona risa.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
91 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Frekar ljóst á litinn. Lokað í nefi til að byrja með. Síðan fóru að koma í ljós tónar eins og rifsber, mynta, steinefni og lanólín. Svipaður ilmprófíll og af Terrasses víninu á undan. Samt fágaðri. Flott fylling á tungunni. Mikill ávöxtur. Kryddtónar líka á sínum stað. Í lokin gera svo brunatónar vart við sig. Ég held að við höfum flestir eða allir verið sammála um að þetta vín sé allt of dýrt miðað við það sem það skilar. Gott vín en að borga u.þ.b. 80€ fyrir svona flösku er bara allt of mikið. Það er samt mjög áhugavert að hafa smakkað þetta vín.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
88 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Meðaldökkt á litinn. Hafði fengið að standa u.þ.b. hálftíma á karöflu. Frekar lokað í ilmi. En það sem fannst var samt mjög dökkt. Kreósót, húð og kyn. Síðan mátti greina tyggjó, myntu og fjólur. Sömuleiðis mjög dökkir tónar á tungunni. Einnig mjög mikil sýra. Mikil tannín. Eftir nokkra stund í glasi birtust svo krækiber og önnur dökk ber. Líka bruna eða sótbragð. Líklega vorum við að drekka þetta vín of ungt. Ég er samt ekki viss um að það muni nokkurn tímann verða gott. Ekki neitt sérstök frammistaða af 30€ víni finnst mér. Ég held að allir sem smökkuðu hafi verið sammála um það. Ég væri samt til í að smakka þetta vín frá betri árgangi til að fá samanburð.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
89 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Með matnum var líka þetta vín í boði fyrir utan sætvínin. Ég var nú ekkert sérstaklega hrifinn af þessu víni. Allt í lagi en ekkert mikið meira en það. Það var eitthvað við það sem var að trufla mig.
White - Sweet/Dessert
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
93 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Þriðja og síðasta sætvínið sem var í boði með matnum. Ekki eins góður með matnum eins og Vouvray vínið en mér fannst þetta best eitt og sér. Löðrandi í apríkósum. Passleg sæta. Mjög kraftmikið. Mjög gott vín.
White - Sweet/Dessert
2014 Château Guiraud Petit Guiraud Sauternes Sémillon-Sauvignon Blanc Blend (view label images)
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
89 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Þetta var líka drukkið með matnum. Léttara og ekki eins fágað eins og Vouvray vínið. Virkilega gott samt.
White - Sweet/Dessert
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
92 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Eitt af þremur vínum sem voru drukkin með fois gras, bæði anda og gæsa ásamt ostum og nokkrum paté gerðum. Frábært vín. Fyrir mig best með matnum af þessum þremur. Þetta er í fyrsta skipti sem ég smakka Vouvray en ekki það síðasta. Ég held að það sé alveg ljóst.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
89 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Annað vínið, sem var drukkið á meðan var verið að græja matinn var þetta. Kom virkilega á óvart. Mjög gott. Dökkir tónar ráðandi bæði í ilmi og munni. Kostar líka tvöfalt á við Saurí flöskuna sem var drukkin á undan.
Red
12/13/2019 - BitDrErik wrote:
86 points
Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2019 (Marbakkabraut 12): Jólavín og matarklúbbur. Þessi var opnuð fyrst. Engar sérstakar nótur teknar fyrr en lengra leið á kvöldið. Þetta er gott vín, sérstaklega þegar það er haft í huga að það kostar minna en 12€. Það borgar sig hins vegar ekki að geyma það lengi.
Red
11/24/2019 - BitDrErik wrote:
91 points
I can't really improve on what zdrillings said. It's all there. Really good modern Rioja. I'm getting more of this.
Red
11/10/2019 - BitDrErik wrote:
93 points
Meðaldökkur litur. Komin fram öldrunareinkenni í lit. Smá brúnt eða appelsínugult í jöðrum. Í nefi mátti finna soðbrauð, feiti, hveiti, græna papriku soðið blómkál og hunang. Ekkert alveg mest spennandi lyktarnótur í heimi. Þegar vínið var svo smakkað þá fundu menn frekar dökka ávaxtatóna. Svartar plómur, sveskjur. Það var líka talað um málmbragð og einhverja þunga blauta tóna (stígvél eða blauta sokka). Þar fyrir utan var vínið í mjög flottu jafnvægi og tannín mjög þægileg. Mér fannst þetta vín ekki koma eins vel út og síðast þegar ég smakkaði það (fyrir rúmu ári) en alls ekki slæm frammistaða. Ég held að það sé alls ekki farið að dala þó líklega eigi það ekki eftir að batna úr þessu.
1 person found this helpful Comment
Red
10/25/2019 - BitDrErik wrote:
92 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019 (Hlíðarás 10): Mjög dökkt á litinn. Í nefinu, fyrst, kúkableia, leysiefni, súlfít. Svo komu dökk ber inn. Frekar fráhrindandi ilmur í byrjun en kom svo verulega til. Á gómi var svo talað um súlfít, dókk ber, aðallega brómber og útihús. Vín í mjpg flottu jafnvægi. Flott sýra, flott tannín. Fín frammistaða núna.
1 person found this helpful Comment
Red
10/25/2019 - BitDrErik wrote:
92 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019 (Hlíðarás 10): Ekkert svo dökkur litur. Í nefi: Bleia, hey, sveit í byrjun. Svo jöfnuðust þessir upprunalegu tónar út og við tóku rauð ber, aðallega jarðarber og sætir tónar. Mjög viðfelldið á tungu. Flott jafnvægi og mjög þægilegt vín. Gott vín frá flottum framleiðanda.
Red
10/25/2019 - BitDrErik wrote:
Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019 (Hlíðarás 10): Mjög dökkt á litinn. Lyktin er mjög svipuð og á Cornas víninu á undan til að byrja með. En svo koma blómatónar. Lux sápa og lofnarblóm. Svo bættust við kryddtónar, pipar aðallega og viðarilmur. Ekki eins áhugavert á tungu og í nefi. Við fundum viðarkvoðu, járn, blóð og rauða ávexti. Mjög sýruríkt. Eiginlega of ungt til að gefa einkunn. Mér finnst þetta eiga inni svona 91-92. Það voru samt ekki allir sammála því. Verðið í ríkinu (10.600) er náttúrlega allt of hátt. Í fríhöfninni er það þolanlegra eða um 7.000 kall.
Red
10/25/2019 - BitDrErik wrote:
93 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019 (Hlíðarás 10): Dökkt á litinn. Angan af suðrænum ávöxtum. Bananar, ananas, gúmmí til að byrja með. Svo mátti finna græna papriku, brunatóna. Mjög viðfelldin lykt. Vínið er svo mjög fínlegt á tungu. Samt kraftmikið. Flott jafnvægi. Eik er þarna. Líka mentól og ferskleiki. Í lokin mátti svo finna græna papriku og tóbak. Virkilega gott vín. Líklega vorum við að drekka það allt of ungt.
Red
10/25/2019 - BitDrErik wrote:
89 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019 (Hlíðarás 10): Þá var komið að Rónarhluta smakksins. Restin af smakkinu átti að vera helgaður Rón, með megináherslu á N-Rón. Þetta var fyrsta vínið í þeim pakka.
Frekar ljóst á litinn. Ammóníak, keita, tað í ilmi til að byrja með. Síðan fóru að birtast tónar eins og rósir, útihús (fjárhús), græn paprika og greni. Á tungunni komu fram nótur eins og viður, pappi, greipaldin. Mjög hátt sýrustig. Ákveðin vonbrigði að svona virtur framleiðandi nái ekki að gera betri hluti í Cornas.
1 person found this helpful Comment
Red
2014 Ridge Geyserville Alexander Valley Zinfandel Blend, Zinfandel (view label images)
10/25/2019 - BitDrErik wrote:
89 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019 (Hlíðarás 10): Þessi var svo prófuð með lyktarsettinu. Mjög dökkt á litinn. Í nefi mátti greina: Kakó, súkkulaði, kardimommur, leður, bláber, fjólur, sedrus, hangikjöt og reyk. Þegar bragðað var á víninu þá reyndist það hvasst með stutta endingu. Helst að mætti greina papriku og grænan pipar í því. Þegar hulunni var svipt af víninu þá urðu menn frekar hissa. Vínið kom bara ekkert sérstaklega vel út. Ég hef gefið þessu sama víni yfir 90 stig áður en það var ekkert nálægt því þarna. Engin greinileg skemmd og þess vegna gefin einkunn.
2 people found this helpful Comment
Red
10/25/2019 - BitDrErik wrote:
70 points
Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019 (Hlíðarás 10): Björgvin dró þetta svo upp úr pokanum. Ætlunin var að láta reyna á hvort fyndist einkenni malolactic gerjunar í víninu. Virkilega hræðilegt vín. Karmellusleikjó, nammi og karamella í bragði. Síðan fóru að koma tónar sem má tengja við malolactic gerjun. Súrmjólk, ostar. Áhugaverð tilraun en vínið alveg skelfilegt.
1 - 50 of 1,042
More results
  • Tasting Notes: 1,042 notes on 947 wines
© 2003-20 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close