wrote:

Thursday, November 17, 2022 - Mondavi smakk á Konsúlat hóteli (Konsúlat hótel, Hafnarstræti 17-19): Mjög dökkur litur. Þetta var eina vínið í smakkinu sem hafði verið umhellt Við fengum skenkt úr karöflu. Rosalega flottur og flókinn ilmur. Kirsuber, brómber, hindber, kryddjurtir, mynta, skógarbotn og endalaus ferskleiki. Allt vafið saman í ilmvöndli. Þegar var svo smakkað á víninu þá var þarna mikill kraftur og langt eftirbragð. Sólber voru áberandi í bragði. Það var hins vegar greinilegt að vínið var mjög ungt. Í rauninni synd að opna flösku af þessu víni svona ungt. Ég væri til í að smakka þetta vín eftir 7-10 ár. Þá verður það væntanlega búið að hlaupa af sér hornin og ég gæti alveg trúað að það væri í svona 94-95 klassa. Gaman að fá að smakka vín í þessum gæðaflokki.

Post a Comment / View bitdrerik's profile
1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue (2,391 views)
×
×