Important Update From the Founder Read message >

Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2021

Marbakkabraut 12

Tasted December 17, 2021 by bitdrerik with 152 views

Introduction

Jólavínsmakk 2021 var stórt og mikið smakk. Allir klúbbfélagar voru mættir. Með tapas í byrjun var freyðivín. Síðan var farið í hraðsmakk með tveimur áherslupunktum sem komu í ljós þegar á leið hraðsmakkið. Við skoðuðum tvo árganga af Flor de Pingus og einnig tvo árganga af Alion. Þetta er reifað betur í smakknótunum sjálfum. Eins og þetta væri ekki nóg þá voru þarna nokkur vín í viðbót. Heljarinnar smakk. Svo því sé haldið til haga þá voru liðir 1, 5, 7 og 8 ekki smakkaðir blint en allir hinir liðirnir voru það.

Flight 1 - Tapas og freyðandi vín. (3 notes)

White - Sparkling
2007 Gramona Cava Celler Batlle Brut Finca Font de Jui Spain, Cava
90 points
Við byrjuðum á að opna 3 freyðandi flöskur. Drukknar með ostum af ýmsu tagi, þrenns konar mismunandi skinku og svo paté af fínustu gerð.
Við byrjuðum á að opna þessa. Ekki miklar nótur teknar en þetta var mjög gott freyðivín. Stóð samt Drappier víninu sem kom á eftir aðeins að baki.
White - Sparkling
N.V. Drappier Champagne Quattuor IV - Blanc de Quatre Blancs France, Champagne
91 points
Annað vínið sem við opnuðum í þessum fyrsta hluta smakksins. Kampavín úr fjórum hvítum þrúgum sem leyfðar eru í kampavínshéraðinu (chardonnay, arbanne, blanc vrai og petit meslier). Ég hélt að það mætti ekki planta þeim þremur síðustu lengur en það stemmir nú líklega ekki. Hvað um það þetta vín er stórgott og var áberandi best af þremur freyðandi vínum sem við opnuðum í byrjun.
White - Sparkling
2008 Recaredo Corpinnat Reserva Particular de Recaredo Spain, Catalunya, Corpinnat
88 points
Síðasta af þremur freyðandi vínum sem við byrjuðum á. Einhverra hluta vegna þá líkar mér ekkert sérstaklega vel við dýrari vínin frá Recaredo. Þetta kostar 60€ og ég var bara ekkert sérstaklega hrifinn. Bæði Gramona og Drappier talsvert betri, fyrir minn smekk allavega.

Flight 2 - Hraðsmakk. (7 notes)

Það kom í ljós þegar leið á hraðsmakkið að þarna var tvenns konar þema í gangi. Annars vegar að skoða Valbuena og hins vegar vín frá Juan Gil.

Red
2015 Bodegas Valduero Ribera del Duero Crianza Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
88 points
Meðaldökkur litur, lítur unglega út. Breið flókin lykt. Sjávarlykt og jarðartónar (hvernig sem maður kemur því nú saman) í byrjun. Frekar lokað í byrjun. Svo komu fram fjólublár tópas, lakkrís, salt og piparmynta. Þungt jafnvægi þegar smakkað var svo á víninu. Frekar þunnt á bragðið. Mikil sýra og mikil brennd eik kemur svo fram. Bragð stendur ekki undir væntingum sem ilmurinn gaf. Kemur svo remma í lokin. Ég ætlaði upphaflega að setja 85-87 á þetta. Geymdi smá í glasi og það kom til við það. Endaði á að setja 88 stig á það. Víninu hafði verið umhellt í 2-3 tíma fyrir smakkið. Mér finnst þetta nú ekki vera neitt sérstök frammistaða hjá víni sem kostar um 4.700 kr.
Red
2018 Bodegas Atalaya Almansa Spain, Castilla-La Mancha, Almansa
flawed
Dökkt á litinn. Þegar við smökkuðum fyrst á víninu þá voru margir á þeirri skoðun að það væri skemmt. Það var talað um blauta borðtusku í ilmi. Svo minnst á kartöflur og sultu ásamt ilmvatnslykt. Bláber í munni. Mjög mikil remma. Bensínbragð. Líklega frumstig korks í miklu ávaxtavíni. Gef því ekki einkunn því það var áreiðanlega ekki eins og það ætti að vera.
Red
2012 Bodegas Valduero Ribera del Duero Reserva Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
87 points
Frekar ljós litur. Ljós karamella og vanilla í nefi. Í munni soðinn ávöxtur, talsverð sýra og ágeng tannín. Kom á óvart hvað var lítið varið í þetta vín. Það voru flestir, ef ekki allir undrandi á þessari frammistöðu. Vínið hafði verið loftað í 3 tíma og var hreinlega lítið spennandi. Og ekki er það ódýrt, kostar rétt tæpar 6.000 kr. Ég er allavega ekki að fara að hlaupa út í búð að kaupa.
Red
2018 Bodegas Morca Garnacha Spain, Aragón, Campo de Borja
89 points
Frekar ljóst. Bílskúr í ilmi til að byrja með. Ávaxtaríkt. Sambland af sveit og gæðaolíu. Á tungu mikil sæta, dökk ber og mynta. Þykkt og ferskt. Remma í eftirbragði en líka kaffi og kirsuberjalíkjör. Fínt vín en verðmiðinn á því er um 30€. Sem mér finnst nú í dýrari kantinum miðað við hverju það skilar.
Red
2018 Bodegas Atalaya Alaya Tierra Spain, Castilla-La Mancha, Almansa
85 points
Frekar dökkt eða jafnvel dökkt á litinn. Ungt. Í nefinu: Bleklykt, fjólur og plómur. Einnig einhvers konar timbur eða viður, greni kannski? Talsverð sæta á tungu. Svört kirsuber, lakkrís og kaffi á tungu. Góð fylling en vantar sýru og ferskleika. í lokin kom svo apótekaralakkrís. Hafði verið umhellt í um klukkutíma. Veit ekki alveg með þetta vín. Það kostar um 23€ sem gerir svipað og Valduero Crianza. Of sætt fyrir minn smekk.
Red
2018 Bodegas Juan Gil Jumilla Blue Label Spain, Murcia, Jumilla
85 points
Dökkt á litinn. Unglegur litur, samt með smá ryði. Mjög þungur ilmur. Græn paprika. Síðan pappír og dagblöð. Loks vanilla. Í bragðinu: Vanilla, krydd (svartur pipar, aðallega) og svo græn paprika. Ekkert sérstaklega spennandi fannst mér.
Red
2010 Bodegas Valduero Ribera del Duero Gran Reserva Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
90 points
Meðaldökkt. Frekar lokað í nefi. Niðursoðnir ávextir. Blómaangan. Þægileg lykt. Þurrkaðir ávextir, krydd aðallega negull. Svo var smakkað á víninu. Þá kom í ljós: Massíf sýra, krydd (negull). Svolítið tannískt. Ekkert svakalega gott jafnvægi. Samt var víninu umhellt í tvo til þrjá tíma. Kostar 11.000. Ekkert frábær frammistaða miðað við það. Myndi hugsanlega batna við geymslu en er samt ekki viss.

Flight 3 - El Nido tekið til kostanna. (1 note)

Red
2014 Bodegas El Nido Jumilla El Nido Spain, Murcia, Jumilla
93 points
Mjög dökkt, nánast svart á litinn. Dökkur þungur ilmur. Blautt tóbak (scandinavian tobacco), vanilla og svört kirsuber. Í bragðinu: Vanilla, súkkulaði, kaffi, kaffikorgur og rúsínur. Hellings botnfall. Mjög dökkt yfir þessu víni en fínt jafnvægi og í heild mjög gott vín. Umhellt í tvo tíma. Það er óhætt að segja að menn urðu undrandi þegar hulunni var svipt af þessu víni og í ljós kom að þetta var El Nido. 130€ vín! Ég verð alveg að viðurkenna að þetta voru smá vonbrigði. Hefði búist við meiru af þessu víni en blindsmakk getur verið grimmt. Á það er hins vegar að líta að það er ekki víst að þetta sé góður árgangur, sem gæti skýrt þetta að hluta til.

Flight 4 - Samanburðarsmakkið. (2 notes)

Red
2017 Celler Cal Pla Priorat Mas d'en Compte Spain, Catalunya, Priorat
87 points
Þá var komið að því að bera saman tvö vín og reyna að finna einhverja samsvörun með þeim. Þetta vín var frekar ljóst á litinn. Ekki næstum því eins mikil sveitaeinkenni og í hinu víninu. Dekkra á litinn og leit út fyrir að vera yngra. Sæta í ilmi. Þægilegt bragð. Meiri ávöxtur en í hinu víninu.
Red
2018 Celler Cal Pla Priorat Mas d'en Compte Spain, Catalunya, Priorat
85 points
Samanburðarsmakkið: Frekar ljóst á litinn og virtist vera eldra en hitt vínið. Það voru miklu meiri sveitaeinkenni í þessu víni heldur en hinu. Það var jafnvel minnst á brennistein og bleiu í þessu. Hitt vínið var mun meira spennandi. Eftir að hafa smakkað á þessum tveimur vínum þá var ágiskunin sú að þetta væru tveir mismunandi árgangar af sama víninu. Sem kom í ljós að var rétt ágiskun. Það kom hins vegar á óvart að 2017 árgangurinn virtist vera yngri á allan hátt heldur en 2018. Skemmtileg tilbreyting að prófa þetta.

Flight 5 - Alión, tveir sérstaklega valdir árgangar. (2 notes)

Red
2008 Bodegas y Viñedos Alión Ribera del Duero Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
91 points
Þá var að því komið að smakka Alión tvennu. Hugmyndin með smakkinu var að skoða tilgátu um það að Alión sé verra í þeim árgöngum sem Vega Sicilia Unico er mjög gott (því þá fari minna af bestu þrúgunum í Alión).
Meðaldökkur litur. Án umhellingar. Í nefi, gras grænir tónar og brenndir tónar. Brenndar rúsínur. Á tungunni: Bruni, gúmmí. Mjög mikill ferskleiki. Í baksýnisspeglinum talsvert slakara en 2006. Samt ekki vont.
Red
2006 Bodegas y Viñedos Alión Ribera del Duero Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
93 points
Án loftunar. Svipaður litur og á fyrra Alión víninu. Allt öðruvísi lykt. Bleia, ostalykt, sítrusilmur (appelsínubörkur). Mjög flott í munni. Flott jafnvægi og mikill ferskleiki. Virkilega flott vín. Auðvitað er þetta pínulítið úrtak en þetta stangast allavega ekki á við kenninguna sem var lagt upp með að skoða.

Flight 6 - Clar del Bosc, samvinna Juan Gil og Silviu Puig. (1 note)

Red
2019 Bodegas Juan Gil Priorat Clar del Bosc Spain, Catalunya, Priorat
92 points
Nýtt vín frá Juan Gil samsteypunni, gert af Silviu Puig. Við vorum nokkrir í klúbbnum sem að keyptum flöskur af þessum fyrsta árgangi. Við vissum að það ætti að koma fyrir í jólasmakkinu þannig að margir voru spenntir að smakka. Vínið var samt smakkað blint þannig að við vissum ekki fyrirfram að það væri hér á ferð.

Víninu var umhellt í um eina klukkustund. Meðaldökkur litur. Lykt af mysingi (sem er ekki slæm þó osturinn sé ekkert sérstaklega bragðgóður), brenndur laktósi. Lykt af áramótum , púður og flugeldar. Náðum ekki að setja niður miklar bragðnótur en vínið er mjög þétt og þægilegt. Samt grænir tónar í því sem draga aðeins úr. Lofar mjög góðu og ætti að batna við geymslu.

Flight 7 - Flor de Pingus áskorunin. (2 notes)

Red
2017 Dominio Pingus Ribera del Duero Flor de Pingus Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
93 points
Klúbbnum áskotnuðust tvær Flor de Pingus flöskur um daginn. Önnur var 2017 og hin 2018. Það var talið við hæfi að hafa þær sem aðalviðburð í jólasmakkinu. Ekki á hverjum degi sem maður smakkar þvílík vín.

Ekki loftað. Líklega aðeins fastara fyrir en 2018 sem við fengum á undan. Að öðru leyti var þetta vín mjög svipað því fyrra. Silkimjúkt og afar þægilegt.

Það er gaman að smakka svona flott vín. Þriðja skipti sem ég smakka Flor de Pingus. Hafa alltaf verið góð en ég myndi seint borga 130€ fyrir þetta vín. Mér finnst það vera langt frá því að skila nógum gæðum fyrir peninginn.
Red
2018 Dominio Pingus Ribera del Duero Flor de Pingus Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
93 points
Klúbbnum áskotnuðust tvær Flor de Pingus flöskur um daginn. Önnur var 2017 og hin 2018. Það var talið við hæfi að hafa þær sem aðalviðburð í jólasmakkinu. Ekki á hverjum degi sem maður smakkar þvílík vín.

2 klst. í karöflu. Dökkur litur. Höfugur ilmur. Þrátt fyrir loftun í tvo tíma þá virtist vínið vera frekar lokað í ilmi. Samt mátti finna strokleður og sveit. Mjög flottur ilmur. Í bragði púðursykur, gospillur. Rosalega flott jafnvægi og mýkt. Virkilega flott vín.

Flight 8 - Saint Joseph í Rón. (1 note)

Red
2018 De Boisseyt St. Joseph Les Rivoires France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
91 points
Stéphane Aubergy kom með þessa í klúbbinn (ásamt Drappier flöskunni í fyrsta hlutanum).

Meðaldökkt. Sólber og karamella í ilmi. Flott jafnvægi og ferskleiki. Flauelsmjúkt. Þykkur dökkur ávöxtur. Kom virkilega og ánægjulega á óvart. Óvænt eitt af skemmtilegustu vínum kvöldsins.

Closing

Þetta var rosalega flott smakk. Svo við rekjum okkur nú í gegnum þetta og drögum smá ályktanir (sumar bara mínar). Þá kom Drappier vínið langbest út af freyðivínunum. í hraðsmakkinu þá kom í ljós að við vorum aðallega að skoða tvo hluti. Annars vegar Valduero, sem olli mér alveg gríðarlegum vonbrigðum og ég held að sama hafi gilt um fleiri í hópnum. Og hins vegar vín frá Juan Gil. Þar kom í ljós alveg merkileg samsvörun. Öll Juan Gil vínin sem við smökkuðum virtust hafa svipaðan bragðprófíl til að bera. Frekar magnað. Við opnuðum topp vínið frá Juan Gil, El Nido. Það var gott en ekki 130€ gott. Svo voru opnuð tvö vín þar sem við áttum að átta okkur á samsvörun eða því sem þau ættu sameiginlegt. Mjög skemmtileg tilraun. Það var opnuð Alión tvenna til að skoða ákveðna tilgátu (lýst betur í nótunum). Smakkið studdi við þá tilgátu svo langt sem það náði. Í seinni hlutanum á smakkinu þá voru opnaðar tvær Flor de Pingus flöskur. Báðar góðar en aftur ekki 130€ góðar. Í heildina ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt smakk. Vínin sem stóðu upp úr í mínum huga: Drappier, El Nido, annað Alión vínið, bæði Flor de Pingus vínin, Clar del Bosc og Saint Joseph vínið sem Stéphane kom með. Einnig mætti nefna Morca sem kom nokkuð vel út. Þess ber að geta að hvorki El Nido né Flor de Pingus koma vel út þegar borið er saman verð og það sem þau skila.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close