Banfi smakk í Perlunni

Perlan
Tasted Wednesday, May 7, 2014 by bitdrerik with 657 views

Introduction

Banfi vínhúsið og Bakkus buðu upp á viðamikið smakk á vínum frá Banfi. Alls var smakkað vín af margs konar stílum og gerðum á 8 borðum.

Flight 1 - Hvítt frá Montalcino. (2 Notes)

Flight 2 - Strönd Toskana héraðs. (2 Notes)

  • 2012 Castello Banfi La Pettegola Toscana IGT 86 Points

    Italy, Tuscany, Toscana IGT

    Banfi vínsmakk, 2. borð. Þessa þrúgu, Vermentino held ég að ég hafi aldrei smakkað áður. Ekkert yfir mig hrifinn en samt allt í lagi vín. Miðað við hvítvínin á 1. borði þá var þetta ekki í sama klassa. Þetta reyndar ferskt en vantaði bæði upp á ilm og bragð til að ná sama klassa.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2012 Castello Banfi Bolgheri Aska

    Italy, Tuscany, Bolgheri

    Banfi smakk, 2. borð. Hef ekki smakkað þetta vín áður. Mér er tjáð að það sé vinsælt í vínbúðum. Á 3,6k þá finnst mér það í hærri kantinum þar sem ég veit um nokkur vín á um 2k sem gætu alveg staðist því snúning. Vínið er samt ungt og gæti átt eftir að þroskast og batna því það virkaði frekar hrátt. Eins og staðan er í dag er það um 87. Gæti tekið framförum.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Chianti classico. (2 Notes)

  • 2012 Castello Banfi Chianti Classico Fonte alla Selva 85 Points

    Italy, Tuscany, Chianti, Chianti Classico DOCG

    Banfi smakk, 3. borð. Þá var komið að Chianti vínum. Þessi Chianti Classico var alltof ungur. Mjög hrár og tannín hörð. Litur ljós. Lagast vonandi við geymslu. Slakasta vínið í smakkinu.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Castello Banfi Chianti Superiore 89 Points

    Italy, Tuscany, Chianti

    Banfi smakk 3. borð. Þetta var allt annað vín en CC vínið á undan. Ljós litur. Mjög gott jafnvægi. Skógarbotn og sæta í nefi. Kirsuber aðallega í munni. Þægileg sýra og gott jafnvægi. Á líklega eftir að taka framförum næstu 4-5 árin.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 4 - Bland í poka (IGT) frá Montalcino. (4 Notes)

  • 2012 Castello Banfi Centine Toscana IGT 86 Points

    Italy, Tuscany, Toscana IGT

    Banfi smakk, 4. borð. Er ekki alveg viss um þetta vín. Frekar hrátt en býr samt yfir ákveðnum sjarma. Verðmiðinn er ekki fráhrindandi eða 2,2k. Gæti alveg átt framtíð fyrir sér. Líklega betra með mat en án því það er sýruríkt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2011 Castello Banfi Cum Laude Toscana IGT 90 Points

    Italy, Tuscany, Toscana IGT

    Banfi smakk, 4. borð. Nú var komið að stóru vínunum. Cum Laude er virkilega flott vín. Glæsilegur, klassískur og flottur ilmur. Kirsuber og dökkir ávextir ríkjandi. Í munni kirsuber. Flott sýra og jafnvægi. Góð kaup á 3,6k í Vínbúðum.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Castello Banfi Summus 92 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Sant' Antimo

    Banfi smakk, 4. borð. Mjög flottur ilmur, dökkir ávextir, vanilla og blómaangan. Flauelsmúkt og í flottu jafnvægi. Kirsuber og vanilla, jafnvel smá kaffikeimur. Glæsilegt vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Castello Banfi Excelsus 91 Points

    Italy, Tuscany, Toscana IGT

    Banfi smakk, 4. borð. Mér fannst Summus vínið aðeins betra. Hér voru aðeins hrjúfir kantar á víninu. Einnig fannst mér það vera aðeins of mikið, líklega merlot-ið. Engu að síður gott vín í góðu jafnvægi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 5 - Sangiovese frá Montalcino. (2 Notes)

  • 2012 Castello Banfi Rosso di Montalcino 86 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Rosso di Montalcino

    Banfi smakk, 5. borð. Liturinn á þessu víni var ótrúlega ljós, pinot noir líkur. Ekki mikill ilmur en einna helst rauð ber. Í munni kirsuber. Þetta vín heillaði mig ekkert sérstaklega. Það er þó ungt og gæti átt eftir að þroskast. Líklega betra með mat heldur en eitt og sér, því sýran er til staðar.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2009 Castello Banfi Brunello di Montalcino 91 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Brunello di Montalcino

    Banfi smakk, 5. borð. Þá var komið að Brunello. Þetta er náttúrlega mjög ungt vín, ekki nema 5 ára gamalt. Liturinn á því var mjög ljós, samt ekki eins ljós og á Rosso di M. á sama borði. Talsvert flóknara og betra vín líka. Í ilmi jarðartónar, rauðir ávextir, vanilla. Mikil kirsuber í bragði. Mesta furða hvað það var mjúkt miðað við aldur. Gott jafnvægi. Gæti orðið mjög flottur Brunello eftir 5-10 ár.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 6 - Flottari Brunelloar. (2 Notes)

  • 2009 Castello Banfi Brunello di Montalcino Poggio alle Mura 93 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Brunello di Montalcino

    Banfi smakk, 6. borð. Mun dekkra á litinn heldur en vínin á næsta borði á undan. Verulega flottur ilmur. Vanilla, jarðartónar, kaffi, kirsuber, plómur í nefi. Í munni talsverð sýra, mjög gott jafnvægi. Kirsuber, kaffi, vanilla. Virkilega flott vín. Væri gaman að sjá verðmiðann á þessu.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2007 Castello Banfi Brunello di Montalcino Riserva Poggio All'Oro 93 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Brunello di Montalcino

    Banfi smakk, 6.borð. Svipað á litinn og alle Mura. Mjög flottur ilmur. Mikil vanilla, jarðartónar, kaffi, lítill ávöxtur. Í munni talsverð sýra, mjög gott jafnvægi. Vanilla, smá súkkulaði, kaffi. Glæsilegt vín. Mér fannst samt eikin aðeins yfirdrifin. Samkvæmt upplýsingablaðinu á borðinu þá hefur vínið legið í eikartunnu í a.m.k. 2 ár. Það er hellingur. Væri samt áhugavert að smakka þetta eftir 5-10 ár. Af þessum tveimur myndi ég heldur velja alle Mura.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 7 - Sætt frá Montalcino. (1 Note)

  • 2011 Castello Banfi Moscadello di Montalcino Florus 89 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Moscadello di Montalcino

    Banfi smakk, 7. borð. Nú var skipt um gír og farið yfir í sætvín, enda erfitt að slá út rauðvínin á borði 6. Þetta sætvín var alveg ágætt. Passleg sýra til að vega upp á móti sætunni. Í ilmi apríkósur og stikilsber. Passaði vel með kransakökukossum sem var boðið upp á í lok smakksins. Á þessu borði var líka boðið upp á grappa. Mér fannst það hræðilegt. Hellti því eftir tvo sopa. Eini vökvinn sem fór þá leið á smakkinu hjá mér.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 8 - Samtíningur í lokin. (2 Notes)

  • 2011 Banfi Piemonte Piemonte Albarossa La Lus 88 Points

    Italy, Piedmont, Piemonte DOC

    Banfi smakk, 8. og síðasta borð. Á þessu borði var bland í poka, eitt rauðvín (la Lus) og tvö freyðivín. Held að la Lus hafi örugglega verið 2011. Það var mjög ávaxtaríkt en ekkert sérstaklega spennandi að mínu mati. Man ekki eftir að hafa smakkað þessa þrúgu (albarossa) áður.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2011 Banfi Piemonte Brachetto d'Acqui 89 Points

    Italy, Piedmont, Brachetto d'Acqui DOCG

    Banfi smakk, 8. og síðasta borð. Þetta freyðivín var mjög skemmtilegt. Ávaxtaríkt, aðeins sætt en nægileg sýra til að það var langt frá því að vera væmið. Ég tók ekki eftir árganginum á þessu víni, hélt að það væri NV. Líklega hefur það samt verið 2011. Væri alveg til í að kaupa e-ð af þessu. Á sama borði var svo í boði Asti moscato freyðivín sem var of sætt fyrir minn smekk. Samt langt frá því að vera eins dísætt og mörg Asti freyðivín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Sérstaklega glæsilegt smakk hjá Bakkusi og Banfi vínhúsinu. Það sem mér fannst standa upp úr voru náttúrlega Brunello vínin á borði 6 og Summus vínið. Síðan var Chardonnay vínið á 1. borði einstaklega gott. Gæti auðveldlega dottið inn á listann hjá okkur. Rauða freyðivínið á síðasta borði kom svo skemmtilega á óvart.

×
×