Eðalklúbbur, vínsmakk #4 vor 2016

Marbakkabraut 12
Tasted Friday, May 20, 2016 by bitdrerik with 354 views

Introduction

Það stóð til að í þessu smakki yrði bragðað á vínum sem kaupfélagið var að flytja inn frá Spáni. Sú áætlun breyttist þar sem sendingunni seinkaði. Í staðinn var ákveðið að smakka spænsk vín úr ríkinu. Valin voru 4 vín á verðbilinu 3500-4000 kr. og þau smökkuð í einni lotu. Svo voru valin 4 vín á verðbilinu 4000-8000 og þau smökkuð í annarri lotu. Öll vínin voru smökkuð blint. Smakkarar að þessu sinni voru: Indriði, Lúðvík, Bolli, Björgvin, Magnús, Sverrir, Jón Loftur og ég.

Flight 1 - Fjögur vín í ódýrari klassanum. (4 Notes)

  • 2008 Altos de Rioja Rioja Altos R Reserva

    Spain, La Rioja, Rioja

    Meðaldökkur litur. Lítil sem engin ellimörk á litnum. Mjög flottur ilmur. Opið. Vanilla, dökk kirsuber, reykur. Smá fjós og banani við þyrlun. Þegar smakkað var á víninu þá kom í ljós mikil sýra við fyrsta sopa. Síðan við annan sopa þá var gríðarleg sýra. Vínið varla drykkjarhæft eitt og sér. Finnst ekkert annað en sýra. Þegar vínið var geymt í glasi og svo smakkað aftur í lokin þá hafði sýran dofnað talsvert. Þetta er samt ekkert í líkingu við það sem ég hef áður smakkað af sama víni, reyndar var það 2007 árgangur. Gef ekki einkunn að þessu sinni. Þarf að prófa vínið aftur til að sjá hvort þetta var eitthvað afbrigðileg flaska.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2007 Cims de Porrera Priorat Solanes 85 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Mjög svipaður litur og á Altos víninu. Í nefi eru leysiefni (UHU lím) áberandi í byrjun. Við þyrlun koma í ljós sætu og brunatónar og einnig smá vanilla. Í bragðinu fundu menn sérrítóna, bakaða tóna, kirsuber og græn epli. Það er mikil fylling í því og tannínin eru mjúk. Vínið féll frekar hratt í glasinu og vann ekki á. Þetta vín vakti almennt ekki hrifningu.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2007 Baron de Ley Rioja Siete Viñas Reserva 90 Points

    Spain, La Rioja, Rioja

    Það mætti halda að spænsk vín væru öll eins á litinn ef mið er tekið af þremur fyrstu vínunum sem við smökkuðum. Þau voru reyndar öll svipað gömul. En allavega þetta vín er frekar lokað í byrjun. við þyrlun birtist smá anís og einhver nefndi táfýlu (ekki meðmæli í mínum huga). Í munni dökkir ávextir, smá sæta og góð fylling. Flott jafnvægi, finnst fyrir tannínum. Í lokin kom svo smá lakkrískeimur.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2004 Faustino Rioja I Gran Reserva Flawed

    Spain, La Rioja, Rioja

    Þetta var korkað fyrir allan peninginn. Svekkjandi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Önnur fjögur, heldur dýrari vín. (4 Notes)

  • 2011 Perelada Empordà Finca La Garriga 91 Points

    Spain, Catalunya, Empordà

    Meðaldökkt. Smá brúnka í jaðri. Í nefi: Leysiefni, kaffi, sæta, vanilla og vottur af fjósi. Þegar bragðað var á víninu þá var þar að finna dökk ber, og sætu. Góð fylling. Smá beiskja gerði vart við sig í lokin. Þetta var vín sem vann á í glasinu. Mjög skemmtilegt vín. Þess má að lokum geta að þrúgan í því er Samsó. Veit ekki til þess að ég hafi smakkað hana fyrr.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2009 Perelada Empordà Gran Claustro 91 Points

    Spain, Catalunya, Empordà

    Þarna kom vín sem var aðeins öðruvísi á litinn. Heldur ljósara en undangengin vín. Smá vottur af brúnku í jöðrum. Frekar lokað í nefi. Líka þegar þyrlað. Mátti samt greina smá leysiefni og sætu. Erfitt að sundurgreina bragðþætti, dökkir ávextir samt. Einhver kvartaði yfir að áfengi væri áberandi. Flott jafnvægi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2003 Condado de Haza Ribera del Duero Alenza Gran Reserva 94 Points

    Spain, Castilla y León, Ribera del Duero

    Meðaldökkt á litinn. Jaðrar farnir að sýna öldrunareinkenni. Glæsilegur ilmur. Fjós, dökk ber, kaffi og jafnvel smá súkkulaði. Í munni mátti m.a. finna kaffi, súkkulaði og eikartóna. Góð fylling og flott jafnvægi. Silkimjúkt og glæsilegt vín. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að vínið væri komið yfir toppinn. Ég er ekki viss um það. Hugsa að það eigi a.m.k. 3 til 5 góð ár eftir.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2011 C.V.N.E. (Compañía Vinícola del Norte de España) Rioja Imperial Reserva 90 Points

    Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja

    Og þá var komið að síðasta víninu í hefðbundnu smakki. Flottur litur. Ilmurinn frekar lokaður en það sem fannst var mjög gott. Blómailmur, snemmsumar. Þetta er mjög nýtískulegt vín. Mjög mjúkt. Eik áberandi og finnst vel fyrir tannínum. Það voru mjög skiptar skoðanir um þetta vín. Sumum fannst það yfireikað og óspennandi. Aðrir voru hrifnari. Ég get tekið undir að það hefði aðeins mátt dempa eikina. Hún gæti nú reyndar átt eftir að renna saman við aðra bragðþætti með auknum þroska. Miðað við verð þá fannst mér þetta vín ekki gefa nógu mikið af sér.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Eitt vín í lokin. (1 Note)

  • 2011 Torres Priorat Salmos 89 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Þessi var svo tekin að hefðbundnu smakki loknu. Í nefi talsverð vanilla og blóm. Dökkir ávextir áberandi í bragði. Ágætlega gert vín en ekkert sérstaklega eftirminnilegt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Þetta var, eins og ævinlega, mjög áhugavert smakk. Í mínum huga (og ég held að margir hafi verið sammála því) voru tvö vín sem stóðu upp úr að þessu sinni. Annars vegar Alenza sem mér fannst lang besta vínið og svo Perelada La Garriga sem eru gríðarlega góð kaup. Svekk kvöldsins var Altos R vínið. Þarf að prófa það aftur til að sjá hvort nýi árgangurinn sé svona furðulegur eða hvort þetta var bara slæmt eintak.

×
×