Edrúarsmakk Eðalklúbbsins 2023

Marbakkabraut 12
Tasted Friday, January 20, 2023 by bitdrerik with 58 views

Introduction

Janúarsmakk Eðalklúbbsins var haldið 20. janúar. Allir fastir meðlimir klúbbsins, nema Andri voru mættir. Gestur var Stéphane Aubergy. Það voru ýmsir hlutir skoðaðir. Meðal annars þrír árgangar af Martinet Bru. Einnig þrjú mismunandi vín frá Morca víngerðinni. Gæði þriðja ódýrasta víns úr vínbúðinni voru könnuð og að lokum voru opnuð nokkur flott vín. Tveir síðustu flokkarnir voru smakkaðir blint. Að venju fróðlegt og áhugavert smakk.

Flight 1 - Tvö vín pöruð með ostum í byrjun smakks. (2 Notes)

Flight 2 - Martinet Bru. Þrír árgangar. Tveir nýlegir og einn gamall. (3 Notes)

  • 2020 Mas Martinet Priorat Martinet Bru 86 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Þetta vín hafði verið loftað í um klst. Meðaldökkur litur. Fjós og vanilla í byrjun. Þéttur og öflugur ilmur. Negull, eik og málning kom svo. Breytist ekki mikið við þyrlun. Þétt og þykkt bragð. Brenndir tónar. Vanilla og smá beiskja í lokin.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Mas Martinet Priorat Martinet Bru 88 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Þetta var ekki loftað sérstaklega. Nánast sami litur og á 2020 víninu. Fjós ekki áberandi. Miklu meiri ávöxtur en í 2020 víninu. Þroskaður banani, vindlar og þurrkaðar apríkósur. Á tungu: Gúmmí, beiskja, krækiberjahrat. Á tungu: Leysiefni. Betra jafnvægi en 2020. Flóknara og bragðbetra en 2020. Apótekaralakkrís. Gott vín.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2000 Mas Martinet Priorat Martinet Bru 88 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Mjög brúnn litur. Í nefi: Skóáburður, saltkaramella, lambaspörð, soðnar rúsínur, rúgbrauð. Á tungunni: Ranci stemmning. Mjög miklir oxunartónar. Sveskja, rúsínur og gamall viður. Mjúkt og þægilegt. Fín sýra og flott jafnvægi. Fíkjusulta í eftirbragði. Færi örugglega vel með andalifur. Þetta vín er nú líklega komið aðeins yfir toppinn en langt frá því að vera alveg búið. Mjög gaman að smakka þetta í samanburði við 2019 og 2020.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Þrjú vín frá Morca víngerðinni. (3 Notes)

  • 2019 Bodegas Morca Garnacha Godina 87 Points

    Spain, Aragón, Campo de Borja

    Meðaldökkur litur. Soðnir ávextir og góð sýra í ilmi. Einnig sulta og kirsuber. Þægilegt bragð. Mjög fín fylling. Bragðmikið en með stutt eftirbragð. Ekki mikil sýra og ekki heldur mikil tannín. Þarna mátti líka finna lakkrís og kóla. Vín sem kostar um 18€ og skilar bara fínum árangri.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Bodegas Morca Garnacha 88 Points

    Spain, Aragón, Campo de Borja

    Meðaldökkt. Flóknari ilmur en hjá Godina. Þéttur ilmur með dökkum berjum og jólakryddi. Múskat, karamella og kaffi. Þarna er sæta og sætar kartöflur voru nefndar til sögunnar í því sambandi. Þegar var smakkað á víninu þá var þar til staðar sæta, líka. Mjög dökkir tónar, jarðvegur. Lítill ávöxtur en þó mátti greina þarna kirsuber. Þarna voru líka kaffi og súkkulaði. Eik svolítið framarlega í þessu víni. Vínið kostar 32,5€ og mér finnst það ekki ná að skila nógu miklu fram yfir Godina vínið til að réttlæta þann verðmun.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Bodegas Morca Garnacha Touran 92 Points

    Spain, Aragón, Campo de Borja

    Hér erum við með flaggskipið frá Morca víngerðinni. Vínið fékk u.þ.b. einnar klst. loftun. Dökkur litur. Mjög ferskur ilmur. Hreinsiefni, þvottaefni, lofnarblóm. Þarna var líka fjós, kirsuber. Einnig vindlar, ilmvatn og sedrusviður. Fíngerð lykt. Á tungu: Mjög fín sýra og mjúk tannín. Sítrus, mandarína. Þarna eru líka örlitlir grænir tónar. Flott jafnvægi. Mjög flott vín en það kostar líka 107€.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 4 - Smá tilraunastarfsemi. (1 Note)

  • 2021 Cadis Rosso Veneto IGT 75 Points

    Italy, Veneto, Veneto IGT

    Mjög ljóst á litinn. Í nefi: Brennisteinn, dökk ber, gufa, tjara, reykur. Kalt tóbak, öskubakki. Málningarkenndir tónar. Svo jarðarber, hindber, söl og saltkenndir tónar. Á tungu: Jarðarber. Mjög sýruríkt. Létt. Mjög óspennandi. Það var svo upplýst þegar hulunni var svipt af víninu að þetta væri þriðja ódýrasta vínið í ríkinu. Eiginlega merkilegt að það skuli ekki vera verra en þetta.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 5 - Fínu vín kvöldsins. (5 Notes)

  • 2019 Mas Martinet Priorat Clos Martinet 89 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Vínið loftað í 1 klst. Meðaldökkur litur. Í byrjun skítafýla og hrossatað og brennisteinn. Eftir smá þyrlun hurfu þessir tónar. Í staðinn komu leysiefni. Grænir tónar á tungu. Mjúk tannín. Grænn pipar, trjákvoða. Þetta er vín sem kostar 60€! Ég botna bara ekkert í þessu verði fyrir þetta vín. Kannski er þetta erfiður árgangur en mér er bara alveg sama. Þetta var ekki góð frammistaða.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Peter Lehmann Mentor Cabernet 92 Points

    Australia, South Australia, Barossa

    Dökkur litur. Rjómi, fjólur, karamella og vanilla í byrjun. Þarna voru líka ber og ávextir eins og: Brómber, bláber og sulta. Mikill ávöxtur. Spjótmynta á tungu ásamt malti og pipar. Ennfremur: Brennd eik, jörð og mynta. Biturleiki í lokin. Það var mjög mikill munur á þessu víni úr shiraz eða cabernet sauvignon glasi. Miklu betra úr síðarnefnda glasinu. Það voru svolítið skiptar skoðanir um þetta vín. Sumir voru mjög ánægðir með það. Hjá öðrum var hrifningin minni. Ég var mjög sáttur við það og það er á hagstæðu verði.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Celler de l'Encastell Priorat Marge 88 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Meðaldökkur litur. Vel brenndir tónar í byrjun í nefi. Mikil sýra í lykt. Þarna var líka vanilla, plómur og fjólur. Frekar dökkir tónar í nefinu. Á tungu: Fínn ávöxtur. Líka kryddtónar, pipar og rósapipar. Niðursoðnir tómatar. Frekar þunnt, nefndi einhver.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2015 Château Marquis d'Alesme 92 Points

    France, Bordeaux, Médoc, Margaux

    Umhellt í ca. 5 klst. Bleksvart. Lokað í nefi. Eftir þyrlun: Lakkrís, skógarber. Fínn ilmur, sérstaklega úr cab. sauv. glasi. Einnig píputóbak og negull. Ekki eins flott á tungu eins og í ilmi. Pínu hrjúft. Vínið er náttúrlega ungt. Blóð og járn voru þarna samt.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Château d'Issan 93 Points

    France, Bordeaux, Médoc, Margaux

    Umhellt í u.þ.b. 5 klst. Mjög svipaður litur og á Marquis d'Alesme víninu. Unglegur litur. Sólber, leður í nefi. Blóð, blek og kaffi á tungu. Einnig pappakassi, ákveðin beiskja og græn tannín. Mér fannst þetta vín koma virkilega vel út.

    Post a Comment / 3 people found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

Closing

Fyrir mig þá voru Martinet vínin ákveðin vonbrigði. Sérstaklega dýrasta vínið sem var smakkað í síðasta hlutanum. Frá Morca víngerðinni komu góð vín. Mér fannst ódýrasta vínið koma best út af þeim. Áhugavert var hvað víngerð virðist hafa farið fram á nokkrum (ca. 5) árum. Þá smökkuðum við hroðalegt vín, Three monkeys, sem var þá þriðja ódýrasta vínið í ríkinu. Núna var þriðja ódýrasta vínið mjög óspennandi en þó drekkanlegt. Að lokum voru opnuð nokkur fín vín sem öll voru smökkuð blint. Mentor og Ch. d'Issan fannst mér koma best út af þeim. Held svei mér þá að Mentorinn hafi komið best út af öllum vínum í smakkinu. Mjög gott vín á prýðilegu verði.

×
×