Important Update From the Founder Read message >

Cellar raid with Coravin

Njálsgata 6

Tasted April 4, 2020 by bitdrerik with 132 views

Introduction

Okkur langaði að taka hús á nokkrum flöskum sem gætu verið tilbúnar til neyslu.

Flight 1 (5 notes)

Red
2014 Celler Aixalà Alcait Priorat Coster de l'Alzina Spain, Catalunya, Priorat
92 points
Meðaldökkt á litinn. Liturinn unglegur. Dökk ber í nefi líka kaffi. Þægilegur ilmur en ekki mikill. Frekar lokað. Mjög flott á tungu, Flott jafnvægi. Sýra, tannín og allt á góðum stað. Ljós ber frekar en dökk í bragði. Jarðarber? Létt og fíngert. Mikill ferskleiki.
Red
2012 Ferrer Bobet Priorat Selecció Especial Vinyes Velles Spain, Catalunya, Priorat
94 points
Mun dekkra en Alzina vínið sem við byrjuðum á. Útihús í nefi strax í byrjun. Svo komu fram bananar. Þessar ilmglefsur hurfu svo fljótt. Þá stóðu eftir dökk ber, kaffi og kakó. Þegar var smakkað á víninu kom í ljós að þetta var mikill bolti, vín með nautasteikinni greinilega. Dökkir ávextir, eik sem er orðin vel samtvinnuð víninu og svo í lokin komu kaffitónar. Virkilega flott vín í góðu jafnvægi sem er algerlega tilbúið til neyslu núna.
Red
2009 Clos Saint Jean Châteauneuf-du-Pape La Combe des Fous France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
94 points
Ljósara á litinn en Ferrer Bobet vínið næst á undan. Farnir að koma fram smá öldrunartónar í jaðri á glasi. Endingarstuttur ilmur en þægilegur. Dökk kirsuber. Runnagróður og krydd. Á tungunni mjög mikið krydd. Dökkir ávextir og lakkrís. Skrjáfþurrt. Flott jafnvægi. Gríðarlega gott og alveg tilbúið til neyslu. Sé ekki að þetta vín sé að verða betra með geymslu.
Red
2014 Celler Joan Simó Priorat Les Eres Vinyes Velles Spain, Catalunya, Priorat
94 points
Mjög dökkt á litinn. Sæta í ilmi og líka steinefni. Hellingur af ávexti. Skógarber og skógarbotn. Síðar komu fram sítrustónar og líka dökkt súkkulaði. Mjög flottur ilmur. Á tungunni skrjáfþurrt. Sítrus, aðallega sítróna. Sýruríkt. Finnst alveg vel fyrir tannínum. Þarf umhellingu. Samt frábært nú þegar. Geyma í ár.
Red
2012 Stag's Leap Wine Cellars Cabernet Sauvignon S.L.V. USA, California, Napa Valley, Stags Leap District
95 points
Mjög dökkt á litinn. Í nefi paprika, lakkrís, plómur og smá mynta. Þegar smakkað þá var þarna sæta og kökur til að byrja með. Eik og vanilla eru þarna en alveg í hæfilegu magni. Flott jafnvægi. Dökkur flottur ávöxtur. Þegar var smakkað til baka þá var þetta vín bara best. Einfalt. Gríðarlega flott vín. Mun líklega ekki batna úr þessu en ætti að haldast í nokkur ár á þessu plani.

Closing

Stag's Leap S.L.V. var besta vínið. Ekki það að öll vínin voru góð. S.L.V. bara sérlega gott.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close