Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, vínsmakk #4 vor 2020

Marbakkabraut 12

Tasted June 12, 2020 by bitdrerik with 150 views

Introduction

Að þessu sinni var megináherslan á Bandaríkin. Björgvin hélt því reyndar fram að öll vínin væru frá Bandaríkjunum. Það stemmir ef Líbanon er 51. fylkið, Ástralía 52. o.s.frv. Að þessu sinni voru eftirfarandi mættir: Björgvin, Bolli, Indriði, Magnús, Jón Loftur, Lúðvík og Jón Lárus. Gestur var Stefán Guðjónsson. Öll vínin, nema það fyrsta og það síðasta voru smökkuð blínt.

Flight 1 (1 note)

White
2016 Alzinger Grüner Veltliner Smaragd Loibenberg Austria, Niederösterreich, Wachau
90 points
Byrjuðum á þessu víni á undan formlegu smakki. Lauslegar nótur. Perubrjóstsykur og krydd á tungu. Talsverð sýra. Greip á gómnum í lokin. Mjög gott hvítvín.

Flight 2 (9 notes)

Red
2012 Chateau Musar Lebanon, Bekaa Valley
88 points
Þroski í lit. Smá ryðtónar í jöðrunum. Þroskaður ilmur. Sólber, sveskjur. Við þyrlun komu upp límtónar (UHU). Mikil oxun í bragði síðan mátti finna tjöru og dökka ávexti. Talsverð sýra. Síðan eftir að hafa staðið smá stund í glasi þá komu fram bruna og púðurtónar. Vínið ekki alveg í jafnvægi á þessum tímapunkti. Vantar ávöxt til að vega upp á móti tannínum. Myndi líklega henta vel með góðri steik.
Red
2001 Wolf Blass Black Label Australia, South Australia
91 points
Frekar dökkt á litinn, þroskaður litur. Sama með ilminn. Frekar lokað í byrjun. Þroskaður ilmur með tekk eða harðviðartónum. Svo línolín dúkur, vanilla og píputóbak. Síðar kom fram marsípan (apríkósukjarnar), hvítur pipar og í lokin súkkulaði. Á tungunni mjög mikið krydd. Svo límbragð. Talsverð sýra. Í eftirbragði svart staðið kaffi. Gott vín en líklega kominn tími á að drekka. Batnar alveg örugglega ekki úr þessu.
Red
2005 Corison Cabernet Sauvignon Kronos Vineyard USA, California, Napa Valley
94 points
Frekar dökkt á litinn. Farin að koma smá öldrun í lit. Þung, dökk og fáguð lykt. Brunnin olía, tóbak, lárviðarlauf. Svo mátti líka finna jarðveg, skógarbotn, leður og beikon. Virkilega skemmtilegur ilmur. Á tungunni var vínið svo flauelsmjúkt, tannín mjúk. Krydd og reykur til að byrja með. Svo komu fram villisveppir og tóbak, appelsínur og lofnarblóm Elegant vín. Frábært jafnvægi. Á virkilega góðum stað núna en á alveg örugglega eftir svona 5-10 ár.
Red
2016 Heitz Cellar Cabernet Sauvignon Trailside Vineyard USA, California, Napa Valley, Rutherford
Frekar ljóst á litinn. Líklega 5 ára +. Sulta, olía, skógarber og blómvöndur í ilmi. Mjög skemmtilegur ilmur, léttur og þægilegur. Eftir að hafa staðið smá stund í glasi komu aukreitis fram vanilla, lyng, rjómakaramella og sólber. Þegar vínið var svo smakkað þá fannst í byrjun brennt ristað brauð. Síðan komu fram alls konar bökunarkrydd: Negull, kanill og kardimommur. Eftir að hafa byrjað með líklega besta ilmi kvöldsins þá var bragðið af víninu gríðarleg vonbrigði. Gef þessu ekki einkunn að þessu sinni. Mig langar til að smakka þetta vín aftur áður en ég geri það. Eins og frammistaðan var í þessu smakki þá ætti vínið ekki skilið nema í hæsta lagi 88. Aðallega fyrir frábæran ilm. Þetta er bara ekki ásættanlegt fyrir vín sem kostar rúmlega 12 þúsund kall.
Red
2017 Caymus Zinfandel USA, California, Napa Valley
Meðaldökkt á litinn. Kólalitur. Lítur út fyrir að vera frekar ungt af litnum að dæma. Þegar þefað var af víninu þá var þar að finna mjög mikinn ávöxt. Talsverð sæta líka. Niðursoðin jarðarber og sulta. Einnig komu fram tónar sem minntu á þvottafefni. Á tungunni virtist það vera frekar sætt. Það var m.a. talað um súkkulaði, marmelaði, nutella og kaffi. Almennt ekki nein rosaleg hrifning. Eftir að hafa smakkað svo Caymus Cabernet vínið síðar um kvöldið þá fannst mér ákveðin líkindi með vínunum (prófíllinn almennt). Ég ætla ekki að gefa einkunn að svo stöddu (líklega 87-88 núna) en geyma mínar flöskur aðeins og prófa að opna eftir ár eða svo.
Red
N.V. Barefoot Cellars Cabernet Sauvignon Argentina
Meðaldökkt. Frekar unglegur litur. Í ilminum. Frekar lokað. Furuilmur og skógur til að byrja með. Síðan kirsuber, títuber, nýslegið gras, lyng, krydd og brennd eik. Á tungunni svo tyggjó (spjótmynta), þroskaðir bananar. Ávaxtaríkt en vantar tannín. Þegar við bætist lítil sýra þá er útkoman ekkert sérstaklega spennandi. Þegar við sáum að þetta var Barefoot þá renndi ég yfir nóturnar. Ilmurinn er það besta við þetta vín. Það er ekkert að honum hins vegar var ekkert jákvætt komment um bragðið. Við áttuðum okkur alveg á því að þarna var Björgvin aðeins að spila með okkur. Gef ekki einkunn en þetta er einhvers staðar á bilinu 77-80.
Red
2017 Caymus Cabernet Sauvignon USA, California, Napa Valley
91 points
Frekar dökkur litur. Unglegt. Í nefinu: Græn paprika, sæta, spjótmynta, pipar, anís. Á tungunni talsvert krydd. Hrátt. Mikill kraftur. Mjög ungt og á eftir að þroskast. Það voru skiptar skoðanir um þetta vín. Ekki allir hrifnir. Ég held að þetta sé vín sem eigi eftir að verða mjög gott. Það er allt til staðar til þess. 90-91 núna en ætti að geta endað í 93-94 eftir nokkur ár.
1 person found this helpful Comment
Red
2016 Familia Nin-Ortiz Garnacha Priorat Nit de Nin Coma D'en Romeu Spain, Catalunya, Priorat
flawed
Meðaldökkur litur. Unglegur litur. Í nefinu kom fram kattarhland og sveittur hnakkur til að byrja með. Við urðum strax mjög tortryggnir. Þegar smakkað var á víninu þá voru þarna kálbögglar fyrir allan peninginn. Dæmigerð mercaptan skemmd. Önnur flaskan af þessu sama víni þar sem þetta kemur upp. Gríðarlega svekkjandi.
Red
2011 Cims de Porrera Priorat Classic Spain, Catalunya, Priorat
94 points
Mjög dökkur litur. Ekkert mikil ellimerki á litnum. Leysiefni, fjós, dökk ber og fersk sýra í nefi. Þroskaður og mjög flottur ilmur. Á tungunni villisveppir, krydd, bökunartónar, möndlur. Virkilega bragðgott og í flottu jafnvægi. Frábært vín.

Flight 3 (1 note)

Red
2010 Cartoixa de Montsalvat Priorat Montgarnatx Spain, Catalunya, Priorat
Eftir að hefðbundnu smakki lauk þá var þessi opnuð. Virkilega gott vín eins og ávallt. Engar nótur og engin einkunn að þessu sinni.

Closing

Virkilega skemmtilegt smakk. Fyrir minn smekk þá voru þrjú vín sem að skáru sig úr. Mér fannst Dead Arm hafa vinninginn. Skammt þar á eftir komu svo Cims de Porrera og Corison Kronos Vineyard. Öll frábær. Mestu vonbrigðin voru Nit de Nin vínið sem var skemmt. Hræðilega svekkjandi. Heitz Trailside vínið kom heldur ekki vel út. Ég bara trúi ekki að það sé ekki betra en þetta. Svo var mjög áhugavert að smakka Caymus vínin tvö. Mjög ung bæði og eiga bæði örugglega eftir að verða mun betri með auknum þroska.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close