Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, haustsmakk #2 2023

Hlíðarás 10

Tasted October 6, 2023 by bitdrerik with 76 views

Introduction

Smakkið skiptist í meginatriðum í þrennt.

Fyrst voru smökkuð fjögur vín þar sem gefið var upp að um sama framleiðanda var að ræða. Að öðru leyti þurftum við að finna út úr málinu.

Því næst voru smökkuð tvö vín þar sem gefið var upp að það væri sama þrúgan í báðum vínunum. Annað þyrftum við að finna út.

Síðasti meginhlutinn var svo þannig að gefið var upp að þetta væri sama vínið frá mismunandi árgöngum. Annar væri góður en hinn lakari. Restina ættum við að sjá um.

Fyrir utan þetta var svo eitt upphitunarvín og í lokin kom eitt blint vín þar sem ekkert var gefið upp.

Öll vínin voru smökkuð blint. Viðstaddir voru allir fastir klúbbfélagar, nema Lúðvík, sem var staddur í Póllandi.

Flight 1 - Upphitunarvínið. (1 note)

Red
2021 Bodega Garzón Tannat Reserva Uruguay, Maldonado
85 points
Frekar ljóst, unglegur litur.
Í nefi. Dökkir ávextir, plómur og hratlykt.
Svo á tungu. Sýruríkt.Bláber, bláberjahrat og plómur. Fín fylling en smá biturleiki í lokin skemmir fyrir.
Áhugavert að smakka þetta vín en mér finnst 4.000 kr. verðmiði aðeins of mikið fyrir þetta vín sem er vel drekkanlegt en ekkert mikið meira en það.

Flight 2 - Fjögur vín frá sama framleiðanda. (4 notes)

Red
2019 Casa Castillo Jumilla Pie Franco Spain, Murcia, Jumilla
90 points
Vínið var loftað í 5 klst.
Frekar ljóst á litinn. Smá öldrun í lit kemur fram.
Mjög látlaus og fáguð lykt í byrjun. Jarðarber þó greinileg. Eftir að víninu var þyrlað komu fram grænir tónar, bökunardropar, naglalakk og lakkglefsur. Ilmurinn af þessu víni er frábær.
Á tungunni eru jarðarber áberandi í byrjun. Síðan koma nammitónar og eik gerði vart við sig. Þægilegt vín í góðu jafnvægi.
Þegar við vorum búnir að smakka fyrstu fjögur vínin í smakkinu þá kom í ljós að þetta er 73€ vín! Þetta er ágætis vín en stendur engan veginn undir þeim verðmiða. Ég er a.m.k. aldrei að kaupa þetta vín á því verði.
Red
2018 Casa Castillo Jumilla vino de finca Spain, Murcia, Jumilla
89 points
Loftað í 1 tíma fyrir smakk.
Mjög ljóst á litinn.
Mjög hvass ilmur í byrjun. Ávaxtaríkur ilmur. Þarna mátti líka finna útihús til að byrja með. Síðan komu þroskaðri tónar eins og af vel þroskuðum banana og tekkolía.
Á tungu voru jarðarber áberandi. Hrárra en vínið á undan.
Kom svo í ljós þegar vínin voru afhjúpuð að þetta vín var á 12€. Fantagóð kaup þar því þetta er virkilega gott vín.
Red
2015 Casa Castillo Cuvée N VIñas Viejas Spain, Murcia, Jumilla
3 tímar í loftun.
Meðaldökkur litur.
Oxunarlykt, sveskja, ryk, jarðvegur, steinefni. Límtónar, gulur UHU. Þetta var allt í nefinu.
Þegar var bragðað á víninu þá var þar að finna púrtvínstóna og svo óþægilega jarðartóna sem voru í áttina að fúkka en samt ekki. Menn voru ekki sammála um hvort að væri í lagi með vínið. Sumir töldu að það væri skemmt en aðrir voru á öndverðri skoðun. Ég ætla að láta vínið njóta vafans og sleppa því að gefa einkunn. Eins og frammistaðan var þarna um kvöldið hefði ég gefið því 85-87. Þessi árgangur fær meira en 93 á Cellar Tracker sem bendir nú til þess að eitthvað sé athugavert við vínið. Þess má svo geta að lokum að Bolli tók vínið til nánari skoðunar kvöldið eftir. Hans niðurstaða var að vínið væri skemmt.
Red
2018 Casa Castillo Jumilla Las Gravas Spain, Murcia, Jumilla
89 points
Vínið fékk eina klst. í loftun fyrir smakk.
Mjög ljós litur. Svipaður og á Vino da Finca víninu.
Í nefi þá voru nánast kampavínstónar í byrjun. Ger, deiglykt. En síðan komu grænir tónar, kryddtónar, negull og blómalykt, fljólur. Þægilegur ilmur.
Í munni: Ferskt. Ekki mikið eikað. Mikill ávöxtur. Talað var um kalt bragð, myntu. Svo komu fram dekkri tónar, tjara, eik og brunatónar.
Líklega eru notaðir heilir klasar í þetta vín því þarna komu fram grænir tónar. Ágætis vín sem mér fannst standa sig svipað og Vina da Finca. Þetta er þó talsvert dýrara eða á 44€

Flight 3 - Tvö vín, sama þrúga. (2 notes)

Red
2020 J. Lohr Cabernet Sauvignon Seven Oaks USA, California, Central Coast, Paso Robles
88 points
Loftað í eina klst. fyrir smakk.
Frekar ljóst á litinn. Örlítil öldrunareinkenni í litnum.
Tyggjó, Hubba Bubba, sæta, Kötlu púðursykur og vanilla í nefi í byrjun. Svo bættust við sólberjasaft, ribena. Reykur og hangikjöt í lokin. Prófuðum svo að færa vínið yfir í cabernet sauvignon glös og þá varð ilmurinn miklu betri. Fágaðri og ekki eins villtur.
Á tungu komu svo fram: Vanilla, mandarínur, karamella, leðurtónar og biturleiki í lokin. Hannað vín sagði einhver. Alls ekki slæmt vín en ekkert samt sem maður færi að hlaupa til að kaupa.
1 person found this helpful Comment
Red
2019 Wente Vineyards Cabernet Sauvignon Southern Hills USA, California, San Francisco Bay, Livermore Valley
89 points
Vínið var loftað í einn tíma fyrir smakk.
Meðaldökkt á litinn, ef þá það.
Í nefi: Mynta, sólber. Frekar lokað í byrjun. Síðan komu fram kryddtónar, kanill og múskat.
Á tungu: Furunálar, vanilla, sæta. Svo mynta og kuldi. Ljós ávöxtur. Þægilegt í munni. Líklega heldur ákveðnari cab. einkenni í þessu víni heldur en víninu sem fór á undan.
Ég var hrifnari af þessu víni heldur en víninu sem fór á undan. Þetta kostar um 3.900 kr. og held ég að það verði að teljast prýðileg kaup. Hitt vínið er á 4.000 kr.

Flight 4 - Góði og vondi árgangurinn. (2 notes)

Red
2016 Mas Doix Priorat Costers de Vinyes Velles Spain, Catalunya, Priorat
89 points
Loftað í tvær klst. fyrir smakk.
Frekar dökkur litur.
Í nefi: Vanilla, brómber, svört kirsuber, kókos, marsípan, blóð og olíukenndir tónar (WD-40). Þung og dökk lykt með kakói og súkkulaði í lokin. Mjög flottur ilmur.
Á tungunni: Sæta, nektarínur, staðið kaffi. Talsverð sýra, næstum því eins og að sleikja rafhlöður. Bragðið af víninu ekki eins spennandi eins og ilmurinn. Og það var ekki skemmt bara ekkert sérstaklega spennandi.
Red
2013 Mas Doix Priorat Costers de Vinyes Velles Spain, Catalunya, Priorat
93 points
Loftað í 2 klukkustundir fyrir smakk.
Svipaður litur og í fyrra víni.
Ilmurinn dekkri og þyngri en í fyrra víni. Þarna bættist við skóáburður samt.
Virkilega flott á tungu. Sýran passleg og jafnvægið mjög flott. Dökkir ávextir og leður.
2016 árgangurinn af Mas Doix er ekkert sérstakur enda var þetta frekar erfiður árgangur í Priorat. 2013 er hins vegar virkilega gott vín. Verðmiðinn er hins vegar mjög hár, ca. 18.000 fyrir 2013, sem mér finnst of hátt fyrir vínið.

Flight 5 - Lokavínið. (1 note)

Red
2019 Familia Nin-Ortiz Garnacha Priorat Nit de Nin Coma D'en Romeu Spain, Catalunya, Priorat
94 points
Vínið var loftað í 3 tíma.
Frekar ljós litur.
Byrjar á hlandlykt, sem rýkur þó strax út. Svo límlykt (UHU), sólber, negull og gúmmí.
Á tungunni: Blóm, rósir, lakkrís, salmíak, sveit, tað, fjós. Virkilega flott jafnvægi og gríðarlegur ferskleiki. Besta vín kvöldsins fyrir minn smekk.

Closing

Þetta var virkilega skemmtilegt smakk. Jafnvel þótt gengi upp og ofan að finna út úr vínunum.

Til dæmis gekk okkur afleitlega að finna út hvaðan þessi fjögur vín frá sama framleiðanda kæmu. Það sem að ruglaði okkur helst þar var að við þekktum ekki til þessa stíls frá Jumilla. könnuðumst bara við dökka bolta þaðan.

Betur gekk með annan hlutann. Þar áttuðum við okkur snemma á að þetta væri cabernet. Löndin komu en voru reyndar víxluð.

Aftur gekk svo upp og ofan með góða og vonda árganginn. Við enduðum þó í réttu héraði en áttum í basli með framleiðandann. Kom þó að lokum eftir feitar vísbendingar.

Við vorum svo alveg úti á túni með fyrsta og síðasta vínið.

Vínin sem að heilluðu mig mest voru Vino de Finca frá Casa Castillo. Frábær frammistaða hjá 12€ víni og svo Coma d'en Romeau, sem var í mínum huga vín kvöldsins. Virkilega gott vín. Það er reyndar ekki ódýr dropi en góður er hann.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close