Eðalklúbbur, vínsmakk #3 vor 2018

Marbakkabraut 12
Tasted Friday, March 23, 2018 by bitdrerik with 256 views

Introduction

Þemað að þessu sinni voru rauðvín sem fást í fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli. Björgvin var líka með smá bjórkynningu í byrjun og svo var reyndar byrjað á einu víni sem allir áttu að þekkja. Að venju var allt smakkað blint. Smakkarar voru: Indriði, Magnús, Bolli, Jón Loftur, Lúðvík, Ólafur Andri, Björgvin og Jón Lárus.

Flight 1 - Óþekkti hermaðurinn (1 Note)

  • 2016 Yellow Tail Shiraz 72 Points

    Australia, South Eastern

    Ljós litur og unglegur. Við giskuðum á 2015. Kom svo í ljós að vínið var af 2016 árgangi. Í nefinu miklir sætutónar. Möndlur, marsípan, gúmmí. Breyttist lítið við þyrlun. Í bragðinu svo bara sæta og ekkert annað. Ekki gott vín. Þess má geta að Indriði náði þessu víni. Vel að verki staðið þar.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Fríhafnarvín (9 Notes)

  • 2013 J. Lohr Cabernet Sauvignon Seven Oaks 91 Points

    USA, California, Central Coast, Paso Robles

    Meðaldökkt á litinn. Örlítil brúnka í jöðrum. Mjög flottur ilmur. Nammi, súkkulaði, mjög dökkir ávextir. Á tungunni dökkir tónar ráðandi. Flott fylling. Smá sæta og mikill ferskleiki. Talsverð sýra. Mikið eikað. Pipar í eftirbragði. Fann það ekki í fríhöfninni en í ríkinu kostar flaskan 2.900 sem er fínt verð.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Olivier Ravoire Gigondas 89 Points

    France, Rhône, Southern Rhône, Gigondas

    Ljósara en J. Lohr vínið. Við giskuðm á 2014-5 út frá litnum en svo reyndist þetta vera 2013. Við fundum sveit og brunatóna einnig tónar í átt að mykjuhaug. Einhver nefndi blauta lopasokka. Eftir þyrlun þá breyttist ilmurinn og þá mátti greina græna papriku og bleiulykt. Þegar bragðað var á víninu þá voru áberandi myntutónar og einnig paprika. Mjög mikil sýra. Einnig var eik áberandi. Mikil tannín í víninu. Gæti batnað við geymslu. Kostar 3.800 kall í fríhöfninni.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Gallo Family Vineyards / Gallo of Sonoma Cabernet Sauvignon Signature Series 92 Points

    USA, California, Napa Valley

    Mjög dökkt á litinn. Við giskuðum á 2014 út frá litnum og það reyndist rétt. Í nefi lím (UHU), jarðvegur. Ekki mikill ávöxtur einna helst þá krydduð plómusulta. Rakur Kúbuvindill í bragði (ég held að Bolli hafi sagt þetta). Mikil eik og mikil sýra. Þegar vínið var búið að standa aðeins í glasi komu fram tónar af kaffi, lakkrís, anís og sveskjum. Líka pipar. Mjög gott vín. Kostar 5.000 kr. í fríhöfn. Ekki ódýrt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Antinori Tignanello

    Italy, Tuscany, Toscana IGT

    Meðaldökkur litur. Örlítil brún slikja í jöðrum. Við giskuðum á 2012-13 en svo reyndist það vera 2014. Í ilmi málmtónar (járn), tað, dökk ber, sæta og brennisteinn. Þegar vínið var bragðað þá var sýran alveg yfirgnæfandi. Eftir smá stund í glasi þá komu fram kaffitónar. Þetta vín er alls ekki tilbúið til drykkjar. Ég myndi segja að það þyrfti fjögur ár í viðbót hið minnsta. Það á vafalaust eftir að verða gott. Ætti alveg að geta farið í 93 með geymslu í nokkur ár. Þetta er ekki ódýr dropi. Flaskan kostar 9.000 í fríhöfninni.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2012 Pian Delle Vigne (Antinori) Brunello di Montalcino 89 Points

    Italy, Tuscany, Montalcino, Brunello di Montalcino

    Mjög ljóst á litinn. Við vorum að velta fyrir okkur hvort þetta væri pinot noir eða nebbiolo. Mjög lítill ilmur. Ljósir ávextir, blóm og ilmvatn. Lokað. Mjög lítil afgerandi í munni. Ekki slæmt vín en maður býst samt við meiru af víni sem kostar 6.600 kall í fríhöfninni.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Achával-Ferrer Quimera 88 Points

    Argentina, Mendoza, Lujan de Cuyo

    Mjög dökkur litur. Við giskuðum á að vínið væri miklu yngra en það svo reyndist vera. Mjög ferskur ilmur. Sætuvottur, vanilla, fíkjur, dökkir ávextir. Þegar víninu er þyrlað þá hverfur ferska lyktin. Í munni mikil sýra. Lakkrís og tyrkneskur pipar. Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með þetta vín. Finn þetta ekki í fríhöfninni en Björgvin segir það kosta 5.200.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2012 Montes Alpha M 86 Points

    Chile, Rapel Valley, Colchagua Valley

    Mjög dökkur litur. Lítil öldrunarmerki. Í nefi dill, saggatimbur, dökk kirsuber, mikil brennd eik, konfektkassi. Á tungunni mjög mikil eik nánast planki, rosalega þurrt. Ekki mikil vídd í þessu víni. Þetta vín olli miklum vonbrigðum. 7.000 kr. vín og það er ekkert varið í það! Skamm, Montes!

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2011 Château Cantenac Brown 84 Points

    France, Bordeaux, Médoc, Margaux

    Frekar dökkur litur. Lítil sem engin öldrunarmerki. Við giskuðum á 2013-14 en reyndin var 2011. Ferskur ilmur, fjós og klóak sem hverfur við þyrlun. Síðan líka dökkir ávextir, plómur. Á tungunni mjög hrjúft. Steinsteypa. Smá sæta en svo er alveg svaðaleg sýra sem yfirkeyrir allt annað. Hafi við orðið fyrir vonbrigðum með Montes og Quimera vínin þá var það nú ekkert í samanburði við þetta vín. 2011 er reyndar mjög slappur árgangur en þetta er bara ekki boðlegt fyrir 6.500 krónu vín. Ég veit ekki hvort geymsla muni gera þessu víni gott. Það gæti hugsanlega skánað eitthvað en verður aldrei gott held ég.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Bodegas Roda Rioja Roda Reserva 89 Points

    Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja

    Síðasta vínið sem við smökkuðum að þessu sinni. Þegar hér var komið sögu voru bragðlaukarnir aðeins farnir að slappast. Ilmurinn var viðkunnanlegur. Vanilla og eik greinanleg ásamt smá leysiefnum. Á tungunni voru dökkir tónar áberandi. Þægilegt vín og mikil framför frá næstu þremur vínum á undan. Þetta er samt talsvert ódýrara eða á 4.000 kall í fríhöfninni.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Mjög áhugavert smakk. Það kom í ljós að það er alveg ótrúlega mikið af dýrum vínum, sem eru bara ekkert spennandi og standa engan veginn undir verðmiðanum, til sölu í fríhöfninni. Mest spennandi vínin fyrir mig, og ég held að flestir hafi verið sammála, voru J. Lohr og Gallo. Tignanelloinn á nú væntanlega eftir að skila sínu þó hann hafi nú ekki sýnt það þarna.
Uppfært: Indriði smakkaði tvö af vínunum sem komu hvað verst út þegar restar höfðu staðið í ísskáp í tvo daga. Þetta voru Montes M og Quimera. Hann sagöi að þau hefðu snarbreyst til hins betra. Það eru greinilega nokkur vín þarna sem hafa mikið gagn af umhellingu.

×
×