Eðalklúbbur, vínsmakk #3 haust 2019

Hlíðarás 10
Tasted Friday, October 25, 2019 by bitdrerik with 199 views

Introduction

Að þessu sinni var aðaláhersla á norður Rón. Það slæddist nú með a.m.k. ein flaska frá suður Rón og svo voru nokkrir aðrir hlutir skoðaðir. Þeir sem mættu í þetta skiptið voru: Bolli, Björgvin, Indriði, Lúðvík, Jón Loftur, Magnús og Jón Lárus.

Flight 1 (1 Note)

  • 2015 Kraljevski Vinogradi Crljenak Punta Skala 83 Points

    Croatia, Dalmatia, Sjeverna Dalmacija, Zadar-Biograd

    Þetta var opnað fyrir formlegt smakk. Ekkert sérstaklega nákvæmar nótur. Dökkt á litinn. Í byrjun var sót og tjörubragð af víninu. Líka svartur pipar. Alls konar mjög dökkir tónar. Hrjúft til að byrja með. Með því að láta vínið standa smá stund þá batnaði það verulega. Stendur nú tæplega undir verðmiðanum samt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 (1 Note)

  • NV García Carrión Tempranillo Don Simón Selección 70 Points

    Spain, Castilla-La Mancha, Vino de la Tierra de Castilla

    Björgvin dró þetta svo upp úr pokanum. Ætlunin var að láta reyna á hvort fyndist einkenni malolactic gerjunar í víninu. Virkilega hræðilegt vín. Karmellusleikjó, nammi og karamella í bragði. Síðan fóru að koma tónar sem má tengja við malolactic gerjun. Súrmjólk, ostar. Áhugaverð tilraun en vínið alveg skelfilegt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 (1 Note)

  • 2014 Ridge Geyserville 89 Points

    USA, California, Sonoma County, Alexander Valley

    Þessi var svo prófuð með lyktarsettinu. Mjög dökkt á litinn. Í nefi mátti greina: Kakó, súkkulaði, kardimommur, leður, bláber, fjólur, sedrus, hangikjöt og reyk. Þegar bragðað var á víninu þá reyndist það hvasst með stutta endingu. Helst að mætti greina papriku og grænan pipar í því. Þegar hulunni var svipt af víninu þá urðu menn frekar hissa. Vínið kom bara ekkert sérstaklega vel út. Ég hef gefið þessu sama víni yfir 90 stig áður en það var ekkert nálægt því þarna. Engin greinileg skemmd og þess vegna gefin einkunn.

    Post a Comment / 2 people found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

Flight 4 (5 Notes)

  • 2014 M. Chapoutier Cornas Les Arenes 89 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, Cornas

    Þá var komið að Rónarhluta smakksins. Restin af smakkinu átti að vera helgaður Rón, með megináherslu á N-Rón. Þetta var fyrsta vínið í þeim pakka.
    Frekar ljóst á litinn. Ammóníak, keita, tað í ilmi til að byrja með. Síðan fóru að birtast tónar eins og rósir, útihús (fjárhús), græn paprika og greni. Á tungunni komu fram nótur eins og viður, pappi, greipaldin. Mjög hátt sýrustig. Ákveðin vonbrigði að svona virtur framleiðandi nái ekki að gera betri hluti í Cornas.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Marc Sorrel Hermitage Le Gréal 93 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage

    Dökkt á litinn. Angan af suðrænum ávöxtum. Bananar, ananas, gúmmí til að byrja með. Svo mátti finna græna papriku, brunatóna. Mjög viðfelldin lykt. Vínið er svo mjög fínlegt á tungu. Samt kraftmikið. Flott jafnvægi. Eik er þarna. Líka mentól og ferskleiki. Í lokin mátti svo finna græna papriku og tóbak. Virkilega gott vín. Líklega vorum við að drekka það allt of ungt.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Château Cantenac Brown

    France, Bordeaux, Médoc, Margaux

    Mjög dökkt á litinn. Lyktin er mjög svipuð og á Cornas víninu á undan til að byrja með. En svo koma blómatónar. Lux sápa og lofnarblóm. Svo bættust við kryddtónar, pipar aðallega og viðarilmur. Ekki eins áhugavert á tungu og í nefi. Við fundum viðarkvoðu, járn, blóð og rauða ávexti. Mjög sýruríkt. Eiginlega of ungt til að gefa einkunn. Mér finnst þetta eiga inni svona 91-92. Það voru samt ekki allir sammála því. Verðið í ríkinu (10.600) er náttúrlega allt of hátt. Í fríhöfninni er það þolanlegra eða um 7.000 kall.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2015 E. Guigal Côte-Rôtie Brune et Blonde 92 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, Côte-Rôtie

    Ekkert svo dökkur litur. Í nefi: Bleia, hey, sveit í byrjun. Svo jöfnuðust þessir upprunalegu tónar út og við tóku rauð ber, aðallega jarðarber og sætir tónar. Mjög viðfelldið á tungu. Flott jafnvægi og mjög þægilegt vín. Gott vín frá flottum framleiðanda.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2011 Paul Jaboulet Aîné Hermitage La Petite Chapelle 92 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage

    Mjög dökkt á litinn. Í nefinu, fyrst, kúkableia, leysiefni, súlfít. Svo komu dökk ber inn. Frekar fráhrindandi ilmur í byrjun en kom svo verulega til. Á gómi var svo talað um súlfít, dókk ber, aðallega brómber og útihús. Vín í mjpg flottu jafnvægi. Flott sýra, flott tannín. Fín frammistaða núna.

    Post a Comment / 2 people found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

Closing

Það sem kom mér mest á óvart var að það virtist vera einhver bragðprófíll sem að virtist koma fram í öllum eða nánast öllum Rónar vínunum. Meira að segja í Cantenac Brown víninu virtist hann vera til staðar. Tilviljun? Veit það ekki. Það voru annars mörg góð vín í boði í smakkinu. Mér fannst Hermitage Le Greal og Beaucastel koma best út en tvö önnur vín komu svo skammt á eftir.

×
×