Duckhorn smakk á vegum bandaríska sendiráðsins

Sólvallagata 14
Tasted Tuesday, May 10, 2022 by bitdrerik with 115 views

Introduction

Meðlimir Eðalklúbbsins voru svo heppnir að fá boð í vínsmakk á vínum Duckorn víngerðarinnar sem bandaríska sendiráðið stóð fyrir.

Flight 1 - Smakkið opnað með freyðivíni (1 Note)

Flight 2 - Borð 1 (2 Notes)

Flight 3 - Borð 2 (2 Notes)

Flight 4 - Borð 3 (1 Note)

  • 2017 Calera Pinot Noir Ryan Vineyard 94 Points

    USA, California, Central Coast, Mount Harlan

    Frábært vín. Að mínu mati besta vín smakksins ásamt Paraduxx. Mjög þétt og bragðgott. Frábært jafnvægi. Jafnvel þó að það væri borið fram of heitt og í pínulitlum glösum þá skinu gæðin samt í gegn hjá þessu víni. Mjög flott. Verðmiði upp á 8.200 hljómar bara mjög sanngjarn.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

Flight 5 - Borð 4 (2 Notes)

  • 2018 Duckhorn Vineyards Merlot Napa Valley 88 Points

    USA, California, Napa Valley

    Ég var ekkert sérstaklega hrifinn af þessu víni. Mjög sérkennalaust. Ekkert við það að athuga í sjálfu sér en bara ekki spennandi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Duckhorn Vineyards Merlot Three Palms Vineyard 92 Points

    USA, California, Napa Valley

    Hérna vorum við svo með miklu betra vín heldur en grunn merlot útgáfuna. Meira, betra og flottara vín. Ég var ekkert þannig heillaður í fyrstu tilraun en kom aftur að þessu borði og smakkaði aftur. Kom miklu betur út í seinna skiptið. Verðið er reyndar ansi hátt, 10.000 kr. Ég held að ég myndi alltaf kaupa Ryan Vineyard pinot noir vínið frekar en þetta. Gaman að hafa smakkað samt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 6 - Borð 5 (2 Notes)

  • 2019 Decoy Cabernet Sauvignon 86 Points

    USA, California

    Áreynslulaust en ekkert sérstaklega spennandi vín. Vín sem stuðar engan en það vantar alla spennu og einhver sérkenni í þetta vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Postmark Cabernet Sauvignon 90 Points

    USA, California, Central Coast, Paso Robles

    Decoy cab. sauv. vínið var svolítið sérkennalaust. Það gilti hins vegar ekki um þetta vín. Mjög sveitalegt, kraftmikið og að mér fannst: Virkilega gott. Í mínum huga eitt af skemmtilegri vínum smakksins.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 7 - Borð 6 (2 Notes)

Flight 8 - Borð 7 (1 Note)

  • 2014 Paraduxx (Duckhorn Vineyards) Proprietary Red 93 Points

    USA, California, Napa Valley

    Síðasta vínið í smakkinu og um leið það elsta. Fyrir mína parta, besta vínið ásamt Ryan Vineyards víninu. Virkilega flott, þétt og ballanserað vín. Líka á virkilega fínu verði eða um 6.100 kr. Ég var mjög hrifinn af þessu víni.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Allir klúbbmeðlimir sem voru á landinu þáðu boðið með þökkum og sáu ekki eftir því. Virkilega skemmtilegt smakk þar sem tækifæri gafst á að smakka alla línu vínhússins sem er í boði hérlendis. Sum vínin alveg frábær. Fyrir mig stóðu þrjú vín upp úr í smakkinu: Paraduxx, Calera Ryan Vineyard og Postmark Paso Robles. Allt virkilega góð vín.

×
×