Mondavi smakk á Konsúlat hóteli

Konsúlat hótel, Hafnarstræti 17-19
Tasted Thursday, November 17, 2022 by bitdrerik with 94 views

Introduction

Við fengum boð í smakk á Konsúlat hóteli þar sem var verið að kynna vín frá Robert Mondavi. Mekka flytur þetta vín inn og þetta smakk var samstarfi Mekka og Konsúlat að þakka.
Við mættum fjórir fulltrúar Eðalklúbbsins, Andri, Björgvin, Magnús og ég.

Flight 1 - Konsúlat hótel, Mondavi smakk. (5 Notes)

  • 2018 Robert Mondavi Winery Chardonnay 87 Points

    USA, California, Napa Valley

    Mjög ljós litur. Sítrus og ananas í nefi. Svo komu ristaðir brauðtónar ásamt smjöri og ferskjum. Frekar þunnt á tungunni. Ekki mikil sýra. Gott jafnvægi. Perur og hunang. Fínleg eik. Steinefni og jarðartónar. Þokkalegasta vín en vantar aðeins upp á persónuleikann í því til að verða gott eða virkilega gott.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Robert Mondavi Winery Pinot Noir 86 Points

    USA, California, Napa / Sonoma, Carneros

    Mjög ljóst á litinn. Mjög flottur og fágaður ilmur. Jarðarber, jarðartónar, karamella, kryddjurtir og sedrusviður í nefinu. Á tungunni: Mjög mikil sýra. Tannín ekki áberandi. Svolítið rammt og ekki mjög afgerandi. Þetta vín var það sem að höfðaði líklega síst til mín í smakkinu. Verðmiði upp á rúmlega 6.000 kr. hjálpar svo ekki.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Robert Mondavi Winery Cabernet Sauvignon Napa Valley 89 Points

    USA, California, Napa Valley

    Meðaldökkur litur. Léttur ilmur. Sólber, mynta, kryddjurtir (garrigue). Eftir smá tíma komu svo þyngri tónar fram: Súkkulaði, tóbak og leður. Mjög flottur ilmur. Þegar smakkað var á víninu þá voru þarna talsverð tannín. Einnig mikil sýra ásamt ferskum berjatónum og kryddjurtum. Þægilegt vín sem gæti örugglega batnað með geymslu í 2-4 ár.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Robert Mondavi Winery Cabernet Sauvignon The Estates Oakville 91 Points

    USA, California, Napa Valley, Oakville

    Svipaður litur og á cab. sauv. víninu á undan. Miklu þyngri ilmur. Sætara í ilmi. Líka mikill ferskleiki og mynta í ilmi. Á tungunni: Eikaðra en fyrra cab. sauv. vínið. Tannín eru áberandi. Sýran var hins vegar ekki eins áberandi. Og þarna eru hrúgur af dökkum ávexti. Mjög frambærilegt vín. Talsvert skref upp á við frá grunn kabbanum.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Robert Mondavi Winery Cabernet Sauvignon The Reserve To-Kalon Vineyard

    USA, California, Napa Valley, Oakville

    Mjög dökkur litur. Þetta var eina vínið í smakkinu sem hafði verið umhellt Við fengum skenkt úr karöflu. Rosalega flottur og flókinn ilmur. Kirsuber, brómber, hindber, kryddjurtir, mynta, skógarbotn og endalaus ferskleiki. Allt vafið saman í ilmvöndli. Þegar var svo smakkað á víninu þá var þarna mikill kraftur og langt eftirbragð. Sólber voru áberandi í bragði. Það var hins vegar greinilegt að vínið var mjög ungt. Í rauninni synd að opna flösku af þessu víni svona ungt. Ég væri til í að smakka þetta vín eftir 7-10 ár. Þá verður það væntanlega búið að hlaupa af sér hornin og ég gæti alveg trúað að það væri í svona 94-95 klassa. Gaman að fá að smakka vín í þessum gæðaflokki.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

Closing

Þetta var mjög áhugavert smakk. Fyrir smakkið hafði ég smakkað tvö eða þrjú vín frá þessum framleiðanda. Og það var mjög langt síðan.
Það sem að mér fannst áhugaverðast við þessi vín var ilmurinn. Vínin sem var boðið upp á áttu það öll sammerkt að ilmurinn var virkilega góður. Reyndar fannst mér svo bragðið kannski ekki alveg eins spennandi í öllum tilvikum en það er önnur saga. Ég held að við höfum verið sammála, fulltrúar smakkklúbbsins, að það vin sem kom best út var Oakville vínið. Auðvitað er To Kalon vínið talsvert betra en það kostar líka tvöfalt meira. Flott smakk og skemmtilegt kvöld.

×
×