Nóvembersmakk Eðalklúbbsins 2023

Bólstaðarhlíð 29
Tasted Friday, November 3, 2023 by bitdrerik with 116 views

Introduction

Það var búið að lofa okkur að það yrðu nokkur vín frá Kanada í smakkinu. Indriði hafði verið þar nýlega og kom með nokkur vín með sér. Að öðru leyti vissum við ekki mikið um við hverju mætti búast.
Allir klúbbfélagar, nema Lúðvík voru mættir. í stað Lúðvíks var Yngvi, bróðir Jóns Lofts.
Man svo ekki betur heldur en að öll vínin hafi verið smökkuð blint.

Flight 1 - Upphitunarvínið. (1 Note)

  • 2020 Henry of Pelham Baco Noir Speck Family Reserve 85 Points

    Canada, Ontario, Ontario VQA

    Ilmurinn af víninu er mjög þægilegur. Anís, fjólur. Dökk kirsuber og smá skítalykt í lokin.
    Á tungu mjög mikil sýra. Sólber og dökk kirsuber eru þarna líka. Grænt og óþroskað á tungu.
    Björgvin tók þetta vín svo til nánari skoðunar og var ekki hrifinn.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Tvö kanadísk ísvín. (2 Notes)

  • 2019 Peller Estates Vidal Blanc Icewine Private Reserve 91 Points

    Canada, Ontario, Niagara Peninsula, Niagara Peninsula VQA

    Í nefinu má finna þurrkaðar apríkósur, appelsínubörk, smjör og hunang. Áfram svo apríkósutónar á tungunni. Ávaxtaríkt og ferskt. Gott vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 Tawse Cabernet Sauvignon Icewine 89 Points

    Canada, Ontario, Niagara Peninsula, Niagara-on-the-Lake VQA

    Ekki mikið að gerast í ilminum. Frekar mikil flatneskja. Helst hindber sem voru nefnd til sögunnar.
    Niðursoðnir ávextir svo á tungu. Mikil sæta, rúsínutónar og hindberjasafi. Ég held að menn hafi verið nokkuð sammála um að fyrra ísvínið væri talsvert betra.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Tvö hvít vín. Annað kanadískt og hitt króatískt (2 Notes)

  • NV No. 99 Wayne Gretzky Estates Signature Series White 84 Points

    Canada, British Columbia, British Columbia VQA

    Mjög ljós litur.
    Í nefi: Ananas, tyggjó, hunangsmelóna, möndlur, hnetur, timjan og oregano.
    Á tungu: Harkaleg sýra. Mjög súrt greip, fura.

    Ég tók svo þessa flösku heim til frekari skoðunar. Ilmur var mjög lítill. Drakk vínið með mat, bruschettu. Þarna voru græn epli en annars mjög lítið að gerast. Þunnt bragð. Eftir matinn þá kom í ljós að vínið er mjög sýruríkt. Sleppur til með mat en ekkert sérstaklega spennandi eitt og sér.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2021 Coronica Malvazija Istarska 87 Points

    Croatia, Istria and Kvarner, Istra, Zapadna Istra

    Heldur gylltara en Wayne Gretzky vínið sem fór á undan.
    Hlandlykt og fjós í nefi.
    Mjög mikil sýra í munni. Sítrónuskvísa og rabarbari.

    Menn voru almennt ekki hrifnir af víninu nema Björgvin.

    Ég tók afganginn af því með heim til að kanna aðeins nánar.
    Í nefi: Pera og epli. Ekki mikil lykt en þægileg. Hvít blóm og ferskleiki í ilmi. Fann ekkert af hlandi og fjósi sem við fundum í smakkinu sjálfu.
    Feitt í munni, smjör. Talsverð sýra. Miklu betra en í smakkinu sjálfu. Ég ætlaði nú ekki að gefa þessu víni háa einkunn en það var talsvert betra í seinna skiptið.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 4 - Tvö rauð vín. Annað kanadískt og hitt er ódýrasta vínið hjá Winfred. (2 Notes)

  • 2020 Trius Red The Icon 85 Points

    Canada, Ontario, Niagara Peninsula, Niagara Peninsula VQA

    Meðaldökkur litur.
    Nef: Karamella, viðartónar (sedrus), vanilla, tóbak, leður, lofnarblóm.
    Munnur: Hrjóstrug tannín, þykkt og mikið. Berjahrat (krækiberja), kaffikorgur og bylgjupappi. Kaffi og vindlar í eftirbragði.
    Við ákváðum að setja flöskuna til hliðar og skoða svo síðar í smakkinu.
    Þremur tímum síðar þá tékkuðum við á henni aftur. Vínið hafði mýkst. Var ekki alveg jafn rosalega gróft og í byrjun. Brenndir tónar og kaffi í eftirbragði. Ekkert neitt svakalega spennandi samt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2021 Bodegas Borsao Campo de Borja Selección 84 Points

    Spain, Aragón, Campo de Borja

    Í ilmi: Brennisteinn, fjós, holræsi, bleia, gúmmí. Ekki kannski mest spennandi ilmur sem um getur. Við þyrlun þá hurfu þessir tónar og eftir sátu dökk ber.
    Í munni: Sólber, tóbak, brenndir tónar. Krækiberjahrat og spírabragð.
    Þetta er ódýrasta vínið sem hægt er að fá hjá Winfred. Kostar 5€ og verður nú að teljast nokkuð gott fyrir þann pening.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 5 - Sama vínið tveir misgóðir árgangar. (2 Notes)

  • 2012 Bodegas Mas Alta Priorat La Basseta 91 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Nú var skipt algerlega um gír. Kanadíska þemað búið og næsta verkefni var að prófa tvo mismunandi árganga af sama víninu. Annar árgangurinn átti að vera góður en hinn síðri.

    Vínið var loftað í 1-2 tíma fyrir smakk.
    Þetta vín er mjög dökkt á litinn.
    Ilmurinn er mjög fíngerður og fágaður. Vel brennd tunna, plómur, fjólur, gult UHU lím, steinefni.
    Kaffi og súkkulaði á tungunni. Mjög þægilegt og viðkunnanlegt vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2011 Bodegas Mas Alta Priorat La Basseta 92 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Vínið var loftað í 1-2 tíma fyrir smakk.
    Kirsuber og kaffi í nefi. Þarna var líka appelsínubörkur og mykja. Opnara og ferskara en Mas Alta vínið sem fór á undan.
    Léttara og ferskara í munni heldur en vínið á undan. Mjög dökkur ávöxtur. Lakkrís og kaffitónar í eftirbragði.
    Virkilega gott vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 6 - Nokkur vín í betri kantinum. (6 Notes)

  • 2015 Château Branaire-Ducru 90 Points

    France, Bordeaux, Médoc, St. Julien

    Það kom ekki fram hvort þetta vín hefði verið loftað og þá hversu lengi.
    Það var allavega frekar dökkt á litinn og smá ryð í kantinum greinilegt.
    Ilmur: Tjara, byggðasafn, kíví, skósverta, sólber, brómber, plóma og fenólar. Þéttur og flottur ilmur.
    Svo á tungunni: Paprika, grænir tónar, mynta, soðið kaffi, stutt og þunnt.
    Við byrjuðum með vínið í syrah glasi prófuðum svo að færa það yfir í cabernet glas og þá kom vínið talsvert betur út.
    Engu að síður fannst mér bragðið á víninu ákveðin vonbrigði því ilmurinn var virkilega fínn.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2015 Château d'Issan 93 Points

    France, Bordeaux, Médoc, Margaux

    Vínið var loftað í 1-2 tíma fyrir smakk.
    Frekar dökkur litur. Aðeins ryðgað í kantinum.
    Í nefinu: Vindlakassi, góðir sætir tónar, dökkt tóbak, mynta og svali. Virkilega skemmtilegur ilmur.
    Svo á tungunni: Dökk kirsuber, mynta, kaffi, viður og brennt gúmmí. Virkilega gott vín.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Zinfandelic Zinfandel

    USA, California, Sierra Foothills

    Meðaldökkur litur.
    Sápulykt í nefi. Líka sæta og oxunartónar. Ferskur ilmur, jarðarber og súkkulaði.
    Á tungunni: Sæta, jarðartónar, tómatar. Mjúk tannín en talsverð sýra.
    Á nú líklega ekki mikið eftir, þetta vín.
    Okkur gekk afleitlega að staðsetja þetta vín. Ég stakk svo að lokum upp á hvort þetta gæti verið Zinfandelic. Okkur hefur áður gengið illa að finna það vín. Þannig að mér datt það í hug. Sem reyndist svo laukrétt. Ég var ánægður með það.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Giacomo Borgogno & Figli Barolo Liste

    Italy, Piedmont, Langhe, Barolo

    Þetta vín fékk ekki langa ef þá nokkra umhellingu.
    Mjög ljós litur og farin að sjást öldrunareinkenni. Líklega um 10 ára gamalt.
    Oxunar og soðtónar í nefi. Svo kaffi og kjötkraftur, OXO/Maggi.
    Svo á tungu: Olía, mynta, mótorolía. Þarna eru talsverð tannín. Pínu flatt.
    Þegar vínið var afhjúpað þá kom nú í ljós að líklega leið það fyrir að hafa verið lítið sem ekkert loftað. Sleppi einkunn. Hefði vafalaust staðið sig mun betur með 1-2 tíma loftun.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Ferrer Bobet Priorat Selecció Especial Vinyes Velles 94 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Þetta vín var loftað í 1-2 tíma.
    Frekar eða jafnvel mjög dökkt á litinn.
    Ilmur: Bleklykt, UHU lím, leysiefni, súkkulaði, dökk ber og smá bruni.
    Sætukenndur ávöxtur á tungu án þess að vera væmið þó. Kirsuber, bruni og reykur. Mikill kraftur og gríðarlegur ferskleiki. Það var talað um að þetta væri hannað vín, sem gæti svo sem alveg verið þegar kom í ljós hver framleiðandinn var.
    Frábært vín og fyrir mig besta vín kvöldsins ásamt Ch. d'Issan.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Reynvaan Family Vineyards Syrah In the Rocks 91 Points

    USA, Washington, Columbia Valley, Walla Walla Valley

    Meðaldökkur litur.
    Hænsnaskítur, létt jörð, eldspýtur, ferskur ananas, heftiplástur og spítalalykt. Allt þetta í nefinu.
    Flauelsmjúkt á tungu. Klementínur og appelsínur. Mjög sérstakt bragð.
    Við vorum alveg týndir hvaðan þetta gæti komið. Það var stungið upp á Etnu, út af öllum brennisteininum en það reyndist ekki rétt

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Þetta var heljarinnar smakk.
Eins og var búið að lofa þá voru þarna nokkur vín frá Kanada. Ísvínin voru prýðileg, sérstaklega það hvíta en önnur vín voru síðri.
Við smökkuðum svo sama vínið úr því sem áttu að vera tveir misgóðir árgangar. Annar góður og hinn í besta falli meðalgóður. Það kom nú í ljós að það var ekkert svo mikill munur á vínunum. Bæði voru prýðisgóð þótt vínið úr góða árganginum hafi nú haft vinninginn.
Svo voru smökkuð nokkur góð vín, blint. Þar voru tvö vín sem voru sérdeilis góð. Ch. d'Issan 2015 og svo Ferrer Bobet Selecció Especial 2010. Bæði alveg framúrskarandi.

×
×