HL þema

Marbakkabraut
Tasted Wednesday, February 28, 2024 - Monday, March 4, 2024 by Botli with 36 views

Introduction

Fámennt var í þessu smakki, IB, LG, JLB, BÁ og BE.
Byrjað á Grüner Veltliner og Craggy Range með ostaafgöngum frá Sylvain ásamt nokkrum nýjum (Manchego, Pecorino og Gruyere) sem Björgvin bætti við. Þetta var ostapróf sem og Parma-, Serrano og Baskaskinku samanburður.

Flight 1 - Góðmetisvínpörun (2 Notes)

BÁ kom hér inn að sinni alkunnu snilld að undirbúningi kvöldsins, hann er alltaf búinn að gera heimavinnuna. Valin tvö vín til að para við osta og skinkur frá þremur löndum. Inngangurinn segir meira um þetta.

  • 2021 Birgit Eichinger Grüner Veltliner Hasel 88 Points

    Austria, Niederösterreich, Kamptal

    (2/28/2024)

    Opnun með matnum. Ágætis vettlingur, ferskt og ávaxtaríkt. Minnir aðeins á svissnesk hvít með vott af kolsýru. Paraðist ágætlega með ostunum. En eins og oft verða fáar nótur um inngangsvínin frá BÁ, enda ekki komin full einbeiting.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2016 Craggy Range Te Kahu Gimblett Gravels Vineyard 86 Points

    New Zealand, North Island, Hawke's Bay, Gimblett Gravels

    (2/28/2024)

    Nokkuð sultu- og saftkennt. Talsvert ójafnvægi milli bragðs og lyktar, í nefi var mikið um fersk ber og sætu en í bragði frekar hrátt og tannískt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Svarta glasið (2 Notes)

Þetta reynir verulega á! Heyrðust orð eins og "er þetta hvítvín". Merkilegt hvað þetta verður erfitt þegar sjón-skynfærið fær ekki að vera með.

  • 2019 Perelada Empordà 3 Finques Crianza 88 Points

    Spain, Catalunya, Empordà

    (2/28/2024)

    Hér það fyrra af "svartglasasmakki" kvöldsins. í nefi, sveskjur, svört kirsuber, jarðarber og niðursoðið. 'I munnholi, grænt, þurrt, nokkuð tannískt, jólatré og kaffitóinar í effirbragði. Eftir mikla stúdíu þá rataði Björgvin inn á framleiðanda (hann hafði smá forskot á aðra). Dómur, álitlegt matarvín, vísbending BÁ var að allir hafi keypt og drukkið þetta margoft.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2019 La Posta Pinot Noir Glorieta 87 Points

    Argentina, Mendoza, Valle de Uco, Tupungato

    (2/28/2024)

    Vín 2 í "svartglasasmakki": Í nefi fundum við brennistein og brennt gúmmí, var frekar óaðlaðandi í fyrstu en eins og oft rýkur brennisteinn úr. Lítið um ávöxt í lykt. Í bragði voru kryddtónar, lakkrís (einhverjir nefndu apótekarlakkrís), súkkulaði og vanilla. Mikið var giskað og var farið um nokkrar heimsálfur og á sjötta landi rambaði BÁ á vínið. Ansi sætir tónar í því.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Blindsmakk eftir bókinni (5 Notes)

Það var jú orðið ljóst að við vorum staddir í Hafliða-heimi þegar hér var komið. En það gekk ekki alltof vel hjá öllum að finna löndin og heimsálfurnar, á sum vínanna var ratað rétt en önnur voru langsóttari.

  • 2017 Perelada Empordà Finca Espolla 90 Points

    Spain, Catalunya, Empordà

    (3/4/2024)

    Hér komið að hefðbundnu blindsmakki. Fundum brunatóna, svartolíu, brenndar rúsínur, UHU og krækiber í nefi. Í bragði, kaffi, brennt leður, og áfram mátti greina rúsínur svona éins og í kryddköku. Mjög ljúft vín en ekki auðfundið, gekk þó betur en með svörtu glösin!

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Château Carbonnieux 89 Points

    France, Bordeaux, Graves, Pessac-Léognan

    (3/4/2024)

    Lykt af kaffi, dökkt súkkulaði, mikið alkóhól í nefi. Í bragði, brómber, soðið kaffi, grænn pipar, nokkuð þurrt og talsvert tannískt. Niðurstaðan var að þetta á +10 ár eftir á toppinn og því er einkunn kannski ekki réttlát á þessum tímapunkti.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2010 Truchard Zinfandel 91 Points

    USA, California, Napa / Sonoma, Carneros

    (3/4/2024)

    Eikartónar yfir í brunatóna, appelsína og sæta í nefi. Í bragði mátti finna appelsínubörk, myntu, mikill ferskleiki s.s. út í Vicks eða bláan ópal. Óvæntasta vín kvöldins og það sem skoraði hæst.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Ridge Geyserville 90 Points

    USA, California, Sonoma County, Alexander Valley

    (3/4/2024)

    Hér var nokkuð spennandi lykt í gangi, sólber, rakettur (aka púður), núggat, Kahlua, sætt píputóbak "Prince Albert", frábær lykt. Í bragði var nefnt að það vantaði einhverja fágun, mátti greina bylgjupappa, kaffi, lítil tannín, hvítur pipar. Að mörgu leyti fínasta vín en vantaði jafnvægi milli nefs og bragðs.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Craggy Range Te Kahu Gimblett Gravels Vineyard 88 Points

    New Zealand, North Island, Hawke's Bay, Gimblett Gravels

    (3/4/2024)

    Í nefi eins og fjögurra ávaxta sulta s.s. bláber, rifsber, hindber og slíkt. Nokkuð sætt í þefi. Í bragði mátti greina krækiber, rifsber, citrus. Talsvert tannískt þó fíngerð, sýra til staðar næstum óþægilega mikil.
    Lýst sem "villingi frá Bordeaux".

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Heilt yfir áhugavert smakk, þó engin flugeldasýning. Eitt ódýrasta vínið fékk hæstu einkunn kvöldsins, en það var sk. "trukkavín" aka Truchard (3500kr). Tvö önnur stóðu á jöfnu, Espolla og Ridge Geyserville.
Ítalía féll á matarprófinu, sísti osturinn og sísta skinkan, bragðleysi einkenndi ítalann.

×
×