Eðalklúbbur. Vínsmakk apríl 2024.

Marbakkabraut 12
Tasted Friday, April 12, 2024 by bitdrerik with 40 views

Introduction

Allir klúbbfélagar nema Andri og Lúðvík voru mættir. Staðgenglar voru Yngvi bróðir Jóns Lofts, Sigurður (sem útvegaði Talbot flöskuna) og Stéphane Auvergny.
Það var byrjað á mjög flottu osta og skinkusmakki með fjórum vínum. Svo í hefðbundnu smakki þá var skoðað hvernig hægt er að greina hversu áfengisprósenta er há í vínum. Einn gamlingi var opnaður og svo var klykkt út með nokkrum flöskum blindsmökkuðum.

Flight 1 - Opnunarvín kvöldsins (1 Note)

  • 2021 Comando G La Bruja de Rozas

    Spain, Madrid, Vinos de Madrid

    Þetta vín var opnað á undan formlegu smakki og líka á undan osta og skinku smakki.
    Óformlegar nótur. Kattahland, fjós, ger og brennisteinn voru ilmglefsur sem komu fram. Mjög sýruríkt á tungu. Mjög óspennandi vín.
    Ég taldi mig hafa smakkað þetta vín áður og það hefði komið betur út þá. Það lítur nú út fyrir að hafa verið misskilningur. Ég hef ruglað því saman við e-ð annað vín. Eins og vínið stóð sig í þessu smakki þá hefði ég gefið því 78-80. Sleppi einkunn því það er svo langt frá CT meðaltali.
    Við töldum ekki að vínið væri skemmt þarna um kvöldið. Björgvin tók svo afganginn af víninu með sér heim til frekari skoðunar. Afrakstur þeirrar vinnu var að vínið hlyti að vera skemmt á einhvern hátt það væri svo skrítið. Ég hallast líka að því. Þetta var ekki eðlileg frammistaða fyrir þetta vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Vín með ostum og skinku (4 Notes)

  • NV Drappier Champagne Blanc de Blancs Brut 89 Points

    France, Champagne

    Þetta var opnað með osta og skinkusmakki. Björgvin mætti með fjóra mismunandi osta:
    Raclette, rocquefort, landana og gran reserva manchego. Tvær mismunandi skinkutegundir voru líka smakkaðar. Annars vegar serrano skinka sem var saltmeðhöndluð í 24 mánuði og hins vegar iberico skinka.
    Allir ostarnir voru virkilega góðir. Raclette osturinn kom á óvart. Virkilega góður þá það sé líklega glæpsamlegt að borða hann svona einan og sér. Fyrir mig þá skaraði rocquefort osturinn fram úr Algerlega frábær.
    Skinkurnar voru báðar í topp klassa. Ég held jafnvel, ef ég á að gera upp á milli að mér hafi fundist saltmeðhöndlaða skinkan betri. Það var þó aðeins bitamunur en ekki fjár.
    Drappier vínið var líka virkilega gott með bæði ostum og skinku.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • NV Drappier Champagne Brut Nature Zero Dosage Sans Ajout de Soufre 90 Points

    France, Champagne

    Blanc de blanc Drappier vínið var gott en þetta var jafnvel ennþá betra. Paraðist vel með bæði ostum og skinku. Engar formlegar nótur voru skrifaðar.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2021 Birgit Eichinger Roter Veltliner Ried Rosengartl 90 Points

    Austria, Niederösterreich, Kamptal

    Þessi var líka opnuð með osta og skinku smakki. Birgit er toppframleiðandi og þetta vín var virkilega flott. Paraðist vel með flestum ostum og ágætlega með skinkunni. Við töldum að þetta væri gruner veltliner en við nánari skoðun kom í ljós að þarna var um að ræða roter veltliner. Man ekki til þess að hafa smakkað þá þrúgu fyrr.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2021 Domaine des Malandes Chablis 1er Cru Fourchaume 88 Points

    France, Burgundy, Chablis, Chablis 1er Cru

    Þetta var nú líklega sísta vínið sem var opnað með osta og skinku smakkinu. Það var ágætt með sumum ostunum en týndist t.d. alveg með rocquefort ostinum. Engu að síður alveg ágætis vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Alkóhólprósentutilraunin (2 Notes)

  • 2018 Bodegas Forjas del Salnes Loureiro Rías Baixas Goliardo 82 Points

    Spain, Galicia, Rías Baixas

    Meðaldökkur litur en með dökkum kjarna. Unglegur litur.
    I nefi: Blek, tjara, UHU límtónar. Þarna mátti líka greina sítrus og svo eftir smá stund reyk, hangikjöt, bruna og karamellu. Svo voru þarna ber. Trönuber og jarðarber. Eftir að víninu var þyrlað þá voru áfram greinanlegir tjöru, blek, reyk og sedrusviðartónar.
    Á tungu: Vínið er mikið eikað. Jólalegir kryddtónar, negull aðallega. Líka greni. Stutt og súrt. Svo eftir smá stund þá komu fram salttónar.
    Í mínum huga ekki spennandi vín. Ég held að flestir hafi verið sammála um það.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Bodegas Los Astrales Ribera del Duero Astrales 87 Points

    Spain, Castilla y León, Ribera del Duero

    Nóteraði ekkert um litinn á þessu víni. Meðaldökkur ef ég man rétt.
    Þéttur ilmur. Blóm, rósir. Þarna var líka vanilla, ilmvatn, sólber, sítrusbörkur (mandarínu og appelsínu), negull og reykjartónar.
    Á tungunni: jólakrydd, negull og sechuan pipar. Salt og steinefni. Fínt jafnvægi og uppbygging á þessu víni. Krydd í eftirbragði.
    Þetta er alveg ágætis vín. Kostar 22-23€ sem er kannski í hærri kantinum miðað við hverju það skilar.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 4 - Einn öldungur skoðaður (1 Note)

  • 1989 Château Talbot 92 Points

    France, Bordeaux, Médoc, St. Julien

    Liturinn orðinn brúnleitur. Samt alveg mesta furða hvað hann var unglegur á 35 ára gömlu víni.
    Oxunartónar í ilmi en samt var hann líka ótrúlega ferskur. Viður, sag og lakk. Lítill ávöxtur.
    Á tungu. Bismarck brjóstsykur, piparmynta, sveppir (á góðan hátt), jarðarber og blóð.
    Flott vín og ótrúlega vel á sig komið miðað við að vera orðið 35 ára gamalt.
    Þess má geta að tappinn var orðinn blautur nánast í gegn. Vínið fékk létta umhellingu.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 5 - Nokkur góð vín smökkuð blint (5 Notes)

  • 2016 Heitz Cellar Cabernet Sauvignon Lot C-91 89 Points

    USA, California, Napa Valley

    Loftað í sex tíma. Hefði þurft meiri loftun.
    Liturinn er í ljósari kantinum.
    Oxunartónar í nefi. Ferskur ilmur. Ananas, sítrus (límóna). Svo kemur fram blómailmur, fjólur og lofnarblóm.
    Mikil sýra á tungu. Svo sítrustónar (appelsína). Þokkalegt jafnvægi. Ekki mikill ávöxtur en í eftirbragði koma fram pipar og brunatónar. Það var gott samræmi á milli lyktar og bragðs í þessu víni.
    Ég byrjaði með vínið í syrah glasi. Prófaði svo að færa það yfir í cabernet glas. Lyktin var talsvert flottari í því ávöxturinn kom betur fram í því. Það var líka heilsteyptara á tungu.

    Post a Comment / 2 people found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2004 Bodegas Alejandro Fernández La Mancha El Vínculo Gran Reserva 90 Points

    Spain, Castilla-La Mancha, La Mancha

    Mjög dökkt á litinn.
    Í nefi í byrjun: Holræsi, skolp. Þessir tónar hurfu þó fljótt og við tók fjós, nýþvegið mjólkurhús, sveskjur og plómur. Eftir svolitla stund í viðbót komu fram leður, tóbaks og kakótónar. Fínn ilmur.
    Á tungu: Blóð og málmkenndir tónar. Járn og oxun. Sýrumikið en vantar fyllingu. Ávöxtur horfinn og tannínin eru þurrkandi.
    Ágætis vín. Óvíst hvort það batni úr þessu. Líklega best að drekka núna eða fljótlega.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2017 Château de Beaucastel Châteauneuf-du-Pape 91 Points

    France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape

    Loftað í þrjá tíma.
    Frekar dökkur litur.
    Grösugt í nefi. Hey, súr, Lúx sápa, lofnarblóm. Járnkennt, rauðrófur? Svo þegar búið að standa smá stund í glasinu þá komu fram sæta (karamella) og píputóbak.
    Mjög góð fylling í víninu. Dökk ber, hvítur pipar, lakkrís, krydd og kaffi. Þægilegt vín, gott jafnvægi en frekar stutt ending.
    91 stig núna. Á örugglega eftir að klifra upp um 1-2 punkta með hækkandi aldri og meiri þroska.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Saxum Paderewski Vineyard 94 Points

    USA, California, Central Coast, Paso Robles Willow Creek District

    Loftað í tvo tíma.
    Mjög dökkt, nánast svart á litinn.
    Í ilmi: Marglaga sulta (sulta úr mörgum berjategundum), bláber, dökk kirsuber, krækiber og svartur pipar. Eftir smá stund komu svo fram eftirfarandi tónar: Límlykt, klór, Anton Berg súkkulaði og koníak.
    Mjög þykkt á tungu. Sólber, kreósót, kirsuber og mandarína. Mikill ferskleiki og flott jafnvægi. Besta vín kvöldsins í mínum huga. Held að það hafi verið margir sammála um það.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2021 En Numeros Vermells Priorat Carinyena 1945 Velles Vinyes Les Planes de Torroja

    Spain, Catalunya, Priorat

    Loftað í fjóra tíma.
    Liturinn á víninu er mjög unglegur.
    Í nefi: Ávaxtakaka með alls konar ávöxtum. Dökkir ávextir eða ber. Sólber, brómber. Aðlaðandi sæta.
    Á tungu: Frekar sætt. Bláber. Grænir tónar. Græn tannín. Mikil beiskja.
    Vínið er ekki næstum því tilbúið. Þarf að bíða a.m.k. í þrjú ár.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Virkilega flott smakk.
Ostarnir og skinkurnar komu virkilega vel út. Drappier vínin og Birgit Eichinger rokkuðu þar. Chablisinn, sem var reyndar mjög góður, var ekki alveg eins fjölhæfur eins og hin vínin.
Við opnuðum svo Ch. Talbot frá 1989. Magnað hvað hún var flott, 35 ára gömul. Tappinn var reyndar alveg búinn þannig að þessi flaska hefði þurft að fara í standsetningu. Hefði alveg getað átt 10 til 15 góð ár í viðbót ef tappinn hefði verið endurnýjaður.
Að lokum var svo tekið blint smakk með fimm vínum. Mér fannst tvö vín standa upp úr þar. Annars vegar Vinculo sem er miklu ódýrara en hin vínin en stóð sig með miklum ágætum og svo hins vegar Saxum Paderevsky. Eins og fram hefur komið var það dýrasta vínið í smakkinu. Víninu til varnar þá er um helmingur af verðinu kostnaður við að koma flöskunni frá Bandaríkjunum og hingað til lands. Í mínum huga besta vín kvöldsins af mörgum góðum. Vinculo eru bestu kaupin held ég.

×
×