wrote:

90 Points

Friday, May 20, 2016 - Eðalklúbbur, vínsmakk #4 vor 2016 (Marbakkabraut 12): Og þá var komið að síðasta víninu í hefðbundnu smakki. Flottur litur. Ilmurinn frekar lokaður en það sem fannst var mjög gott. Blómailmur, snemmsumar. Þetta er mjög nýtískulegt vín. Mjög mjúkt. Eik áberandi og finnst vel fyrir tannínum. Það voru mjög skiptar skoðanir um þetta vín. Sumum fannst það yfireikað og óspennandi. Aðrir voru hrifnari. Ég get tekið undir að það hefði aðeins mátt dempa eikina. Hún gæti nú reyndar átt eftir að renna saman við aðra bragðþætti með auknum þroska. Miðað við verð þá fannst mér þetta vín ekki gefa nógu mikið af sér.

Post a Comment / View bitdrerik's profile
Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue (2,142 views)
×
×