wrote:

88 Points

Friday, December 17, 2021 - Jólavínsmakk Eðalklúbbsins 2021 (Marbakkabraut 12): Meðaldökkur litur, lítur unglega út. Breið flókin lykt. Sjávarlykt og jarðartónar (hvernig sem maður kemur því nú saman) í byrjun. Frekar lokað í byrjun. Svo komu fram fjólublár tópas, lakkrís, salt og piparmynta. Þungt jafnvægi þegar smakkað var svo á víninu. Frekar þunnt á bragðið. Mikil sýra og mikil brennd eik kemur svo fram. Bragð stendur ekki undir væntingum sem ilmurinn gaf. Kemur svo remma í lokin. Ég ætlaði upphaflega að setja 85-87 á þetta. Geymdi smá í glasi og það kom til við það. Endaði á að setja 88 stig á það. Víninu hafði verið umhellt í 2-3 tíma fyrir smakkið. Mér finnst þetta nú ekki vera neitt sérstök frammistaða hjá víni sem kostar um 4.700 kr.

Post a Comment / View bitdrerik's profile
Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue (427 views)
×
×