Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, vínsmakk #3 vor 2015

Marbakkabraut 12

Tasted May 13, 2015 by bitdrerik with 425 views

Introduction

Að þessu sinni var þemað Spánn. Svæði sem hluti vínklúbbsins ætlar að heimsækja í haust. Að venju voru öll vínin smökkuð blint. Smakkendur í þetta skiptið voru Indriði, Björgvin, Bolli, Jón Loftur, Sverrir, Ólafur Andri Lúðvík og Jón Lárus.

Flight 1 - Spænsk smakkferð. (7 notes)

Red
2012 Bodegas Castaño Yecla Solanera Viñas Viejas Spain, Murcia, Yecla
85 points
Frekar ljós litur. Í ilmi m.a. lyng, vanilla og leysiefni. Mikið krydd í bragði. Pipar. Frekar grænt. Stendur varla undir verðmiða upp á 2.900 kall.
Red
2007 Guelbenzu Ribera del Queiles Evo Spain, Navarra, Ribera del Queiles
88 points
Frekar ljóst á litinn. Í nefi sæta og vanilla. Eftir þyrlun kemur í ljós dökkur ávöxtur. Smá fjós líka. Í munni sætukeimur. Mikil sýra. Þykkt. Sítrus, kóngabrjóstsykur og fenól
Red
2011 Bodegas Alejandro Fernández Ribera del Duero Tinto Pesquera Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
89 points
Meðaldökkt. Í ilmi leður, sveit. Ávöxtur ekki áberandi. Frekar lokað. Síðan þegar smakkað er á víninu koma dökk ber. Vínið er tannínríkt og með talsverða sýru. Ekki alveg í nógu góðu jafnvægi en það gæti lagast við geymslu. Vínið virðist vera ósíað miðað við botnfallið sem kom fram.
Red
2007 Bodegas Alejandro Fernández Ribera del Duero Tinto Pesquera Reserva Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
92 points
Meðaldökkur litur. Angan: Fjós, soðið kál, sem hvarf þó eftir smá stund. Þegar smakkað þá fannst léttur ávöxtur. Virkilega glæsilegt vín sem er í flottu jafnvægi. Þetta vín er 1.000 kalli dýrara en crianzan. En þvílíkur gæðamunur. Þetta er þó fjórum árum eldra. Með því að geyma hitt í 4 ár þá gæti það líklega nálgast þetta.
Red
2003 Bodegas Alejandro Fernández Ribera del Duero Tinto Pesquera Reserva Especial Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
89 points
Frekar dökkur litur. Jarðartónar, smá fjós, ljós karamella, fjólur. Fyrsti sopinn mjög góður en svo hallaði undan fæti. Bakaðir tónar, sveskjur. Gæti verið að þessi árgangur sé kominn yfir toppinn og farinn að dala. 2003 var náttúrlega mjög heitur og erfiður árgangur, sem gæti skýrt þessa bökuðu tóna. Ég sá svo að við höfðum smakka nákvæmlega sama vín í september í fyrra. Þá gaf ég því 93 í einkunn! Þarna er alveg himin og haf á milli. Spurning hvort þetta vín sé misgott milli flaskna (bottle variation). Að minnsta kosti var flaskan sem við smökkuðum núna ekkert nærri 93.
Red
2009 Casa Gran del Siurana Priorat Gran Cruor Spain, Catalunya, Priorat
91 points
Frekar dökkt á litinn. Í nefi aceton, furunálar, harpix, semsagt mjög skarpur og ekkert sérstaklega aðlaðandi ilmur. Í munni bláber, líka dökk ber. Örlítil vanilla, krydd - anís. Jafnvægi mjög gott. Gott vín. Ilmurinn samt ekki að gera sig. Einkunn hefði verið hærri annars.
Red
2011 Bodegas y Viñedos Alión Ribera del Duero Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
89 points
Mjög dökkt. í nefi aðallega blómaangan. Einnig plómur . Í munni ananas, vanilla, dökk ber og krydd (mynta). Mikil sæta og sýran er yfirdrifin.

Flight 2 - Eitt aukavín í lokin. (1 note)

Red
2012 Barista Pinotage South Africa, Western Cape
82 points
Meðaldökkur litur. Í ilminum sandur, bruni. Í bragðinu sveskjur og rosalega mikil sæta. Einhver sagði: Tjargaður eikarbolur. Held að það segi allt sem segja þarf. Þetta vín styrkti ekki trú mína á Suður Afrísk vín.

Closing

Ég held að flestir hafi verið sammála um að Pesquera Reserva hafi verið vínið sem stóð upp úr í smakkinu. Virkilega flott vín á góðu verði. Mér fannst síðan vonbrigði kvöldsins vera Alion. 8.200 kr. vín alveg í ruglinu. Ég ætla að smakka þetta vín aftur fljótlega til að fá það á hreint hvort það sé ekki betra en þetta. Fyrir mína parta þá olli Gran Cruor líka vonbrigðum. Tvo dýrustu vínin semsagt langt undir væntingum.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close