Important Update From the Founder Read message >

Kloden rundt. Vínsmakk hjá deildinni.

Njálsgata 6

Tasted February 19, 2016 by bitdrerik with 436 views

Introduction

Gengi úr hugbúnaðar og tölvudeild ásamt tveimur mökum kom saman til að gera smá vínkönnun. þema kvöldsins var að taka vín frá hverri heimsálfu (- Suðurskautið). Reyndar voru þrjú vín frá Evrópu (+ svo eitt í lokin). Smakkarar að þessu sinni voru: Bjarni, Daði, Hjördís, Haukur, Darri, Vignir, Húni, Lovísa, Hildigunnur og Jón Lárus. Vínin voru ekki smökkuð blint.

Flight 1 - Ódýrustu þrjú vínin. Nýsjálenskt á 2.800, argentínskt á 2.700 og franskt á 2.500. Þrúgurnar: Pinot noir, malbec og syrah og grenache blanda. (3 notes)

Red
2013 Saint Clair Family Estate Pinot Noir Vicar's Choice New Zealand, South Island, Marlborough
84 points
Fyrsta vín í smakki. Mjög ljóst á litinn. Ávaxtaríkur ilmur. Talsvert kryddað bragð. Einnig ber, jarðarber einna helst. Mjög skiptar skoðanir voru um þetta vín. Sumir voru ánægðir með það en a.m.k. einn hellti því niður. Ég er ekki viss um að rauðvínssala frá Nýja Sjálandi muni aukast eftir þetta smakk. Það varð reyndar smá skvetta eftir í flöskunni, sem við smökkuðum kvöldið eftir. Þá hafði vínið batnað talsvert. Komin meiri fylling og ekki eins mikill ávaxtasafi. Líklega komið upp í ca. 86 þá.
Red
2013 Bodega Catena Zapata Malbec Catena High Mountain Vines Argentina, Mendoza
87 points
Annað vínið í röðinni. Frekar dökkur litur. Ekki mikill ilmur en þungur. Brómber, kirsuber, banani í bragði. Flott vín með nautakjöti. Talsvert betra en fyrsta vínið.
Red
2013 Delas Frères Côtes du Rhône Saint-Esprit France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
88 points
Þriðja flaska og sú síðasta í ódýrasta flokknum. Liturinn er frekar dökkur. Ilmur er nettur, ekki mikill. Lyng og jarðartónar. Í munni finnst fyrir tannínum. Gott jafnvægi. Hörkugott matarvín.

Flight 2 - Dýrustu þrjú vínin. Spænskt á 3.600, ítalskt á 7.400 og líbanskt á 5.000 kr. Þrúgurnar: Tempranillo, brunello (sangiovese afbrigði) og cabernet sauvignon, cinsault og carignan blanda. (3 notes)

Red
2007 Altos de Rioja Rioja Altos R Reserva Spain, La Rioja, Rioja
92 points
Nú var skipt um gír og teknar til kostanna þrjár dýrari flöskur. Liturinn á Altos er frekar dökkur. Ilmurinn er ekki mikill en þægilegur. Í munni fannst m.a. vanilla (eik), jarðartónar, hunang, dökk ber. Vín kvöldsins hjá mörgum smökkurum og ekki spurning um að þetta vín er langbestu kaupin af þeim sem við smökkuðum. Fyrir mína parta fannst mér þó Il Poggione örlítið betra. Þetta vín kostar þó innan við helming af því.
Red
2010 Il Poggione (Proprietá Franceschi) Brunello di Montalcino Italy, Tuscany, Montalcino, Brunello di Montalcino
93 points
Fimmta vínið í smakkinu var Il Poggione Brunello. Víninu var umhellt tvisvar fimm tímum fyrir smakk og látið svo standa á flöskunni. Frekar ljóst á litinn, ekki samt alveg eins ljóst og fyrsta vínið. Ilmurinn var mjög flottur. Langflottasti ilmur kvöldsins. Ítölsk sveit, jarðartónar. Mjög bjartur ilmur. Í munni voru kirsuber áberandi. Einnig jarðartónar. Vínið er ungt og á því líklega eftir að taka út þroska og batna. Í mínum huga besta vín kvöldsins en langt frá því að vera bestu kaupin. Altos negldi það rækilega.
2 people found this helpful Comments (2)
Red
2008 Chateau Musar Lebanon, Bekaa Valley
90 points
Sjötta vínið og það síðasta úr dýrasta klassanum. Umhellt tvisvar og látið standa í flöskunni í ca. þrjá tíma fyrir smakk. Meðaldökkur litur. Í nefi var aðallega að finna leysiefni og líka smá útihús. Ilmurinn truflaði marga smakkara. Bragðið var hins vegar mun viðfelldnara. Dökk ber, jarðartónar í munni. Ekki mikil ending. Vínið var að öllum líkindum örlítið korkað. Þó ekki svo mikið að skipti sköpum. Skrítið vín en gaman að hafa smakkað það.

Flight 3 - Að lokum voru smökkuð tvö vín í milliverðklassa. Bandarískt á 3.100 og suður afrískt á 3.400. Þrúgurnar: Zinfandel og merlot. (2 notes)

Red
2011 Kendall-Jackson Zinfandel Vintner's Reserve USA, California, North Coast, Mendocino County
89 points
Tvö síðustu vínin í skipulögðu smakki voru svo í millidýrum klassa (þ.e. rétt yfir 3k í Vínbúðum. Þetta vín var frekar ljóst á litinn. Þægilegur ilmur. Ekki afgerandi. Í munni berjaríkt, einhver talaði um perubrjóstsykur, smá eik. Þægilegt vín en kannski ekki mikill karakter. Í dýrari kantinum miðað við það. Ég væri til í að prófa cab. sauv. vínið frá sama framleiðanda sem er 400 kr. ódýrara.
Red
2010 Plaisir de Merle Merlot South Africa, Coastal Region, Paarl
85 points
Síðasta vínið í smakkinu. Meðaldökkt á litinn. Flottur ilmur, sæta, kirsuber, vindlalykt. Í munni þægilegt til að byrja með en í eftirbragði komu fram bakaðir tónar sem einkenna svo mörg vín frá S-Afríku. Mér fannst þetta vín allt of dýrt miðað við það sem það skilaði. Einkunnin endurspeglar það.

Flight 4 - Að loknu hefðbundnu smakki var opnaður einn Spánverji. Verð 2.700. Þrúga: Tempranillo. (1 note)

Red
2011 Baron de Ley Rioja Reserva Spain, La Rioja, Rioja
89 points
Þessi var svo opnuð í lokin eftir að hefðbundnu smakki lauk. Ég var frekar svekktur þegar ég keypti hana að 2010 árgangurinn væri búinn. Það kom svo í ljós að þetta vín stendur 2010 lítt ef nokkuð að baki. Hörkugott vín á mjög góðu verði (kostar 2.700 kr. og er hverrar krónu virði).
1 person found this helpful Comment

Closing

Að mínu mati mjög skemmtilegt smakk. Það vín sem stal senunni var án efa Altos R Reserva. Mjög gott vín á hagstæðu verði. Annað vín sem kom líka sterkt inn var Baron de Ley Reserva. Nýr árgangur af því sem stóð virkilega fyrir sínu. Það kom svo í ljós að óvart þá voru öll vínin í smakkinu úr mismunandi þrúgum eða þrúgublöndum. Það var bara þegar aukaflaskan var opnuð að tempranillo endurtók sig.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close