Important Update From the Founder Read message >

Coravin Kraze

Njálsgata 6

Tasted April 2, 2018 by bitdrerik with 231 views

Introduction

Eðalklúbburinn fjárfesti í Coravin græju og ég fékk að vera sá fyrsti til að prófa tækið. Valdi sjö flöskur úr kjallaranum til að prófa í fyrstu umferð. Eina hvíta og sex rauðar. Við dældum 1 dl úr hverri flösku og vorum tvö sem smökkuðum, Hildigunnur og ég. Engin vandamál komu upp við að tappa af flöskum.

Flight 1 - Hvítt (1 note)

White
2006 Didier Dagueneau Silex France, Loire Valley, Upper Loire, Pouilly-Fumé
95 points
Ljósgylltur litur. Smá brúnka í jöðrum. Í nefi. Slegið gras, kattarhland, læknastofa. Breytist ekki mikið við þyrlun. Í bragðinu: Frábært jafnvægi, frábær mýkt. Suðrænir ávextir, ástaraldin, mangó, ananas. Smá steinefni líka. Líklega besta ófreyðandi hvítvín sem ég hef smakkað fram að þessu.

Flight 2 - Rautt (6 notes)

Red
2014 Familia Nin-Ortiz Priorat Nit de Nin Mas d'en Cacador Spain, Catalunya, Priorat
94 points
Frekar ljóst á litinn. Unglegur. Mjög mikið krydd í byrjun þegar þefað er af víninu. Negull. Ekkert lím. Smá eikartónar líka. Þungur og höfugur ilmur, jarðartónar. Eftir smá stund í glasi kom fram ilmur eins og af purusteik. Mikil sýra og ferskleiki þegar bragðað. Dökkir ávextir, brómber, kirsuber. Líka hunang og hnetur. Smá reykbragð. Nú þegar virkilega gott vín en á samt talsvert inni því það var pínu hrjúft.
Red
2013 Clos I Terrasses Priorat Laurel Spain, Catalunya, Priorat
92 points
Svipaður litur og á Nit de Nin víninu. Í nefinu fyrst bananar og lím. Líka sæta, sultutónar. Breytist lítið við þyrlun. Miklu þroskaðra en Nit de Nin vínið. Svolítið þunglamalegt. Sæta og banani í bragði. Mjög dökkir tónar. Daginn eftir þá opnuðum við flöskuna og kláruðum. Hún virtist koma betur út þá. 92 stig í Coravin smakkinu en 93 daginn eftir. Þetta var samt sísta flaskan af þeim sem voru prófaðar í þetta skiptið.
Red
2004 Penfolds Bin 389 Australia, South Australia
94 points
Talsvert dekkra en vínin tvö á undan. Líka farin að koma brúnka í jaðrana. Kannski ekki skrítið því vinið er 14 ára gamalt. Lokað í byrjun. Opnast við þyrlun. Mjög dökkir og þungir tónar. Paprika, leysiefni. Jafnvel ananas í nefi. Á tungunni dökkir ávextir, brómber. Karamella og brenndir tónar. Mikil sýra. Gott jafnvægi. Frábært vín.
Red
2010 Château Cantenac Brown France, Bordeaux, Médoc, Margaux
94 points
Álíka dökkt og Penfolds vínið en leit ekki út fyrir að vera eins aldrað (munar líka átta árum). Lokað í byrjun. Opnast við þyrlun. Mjög þægilegur ilmur. Skógarbotn, jarðartónar. Beikonfeiti. Þegar smakkað, virkilega flott jafnvægi. Tannín og sýra ballanseruð. Dökkir ávextir. Algjört nammi. Gæti jafnvel batnað við geymslu.
3 people found this helpful Comment
Red
2011 Ridge Monte Bello USA, California, Santa Cruz Mountains
94 points
Svipaður litur og á tveimur síðustu vínum. Aðeins meiri öldrunarmerki en á Cantenac víninu. Frekar lokað í byrjun. Samt skógarbotn og jarðartónar. Minnir á Bordeaux. Við þyrlun verður ilmurinn léttari og okkur fannst við finna epli. Svo eik líka. Eikin samt nett. Í bragðinu dökk ber, svört kirsuber, plómur. Mjög flott jafnvægi. Dottið inn í drykkjarglugga myndi ég segja en á mikið eftir. Batnar samt líklega ekki úr þessu.
Red
2009 Domaine de la Janasse Châteauneuf-du-Pape Vieilles Vignes France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
95 points
Frekar ljóst á litinn (miðað við CdP a.m.k.) Smá öldrun komin í jaðar. Í ilminum mátti finna leysiefni til að byrja með. Þau hurfu við þyrlun en í staðinn kom lakkrís og krydd. Lítill ávöxtur til að byrja með á tungunni. En lakkrís, sæta og kryddvöndull til að byrja með. Eftir smá tíma þá duttu inn kirsuber og eftir aðeins lengri tíma þá komu krækiber. Vín í virkilega góðu jafnvægi sem breyttist stöðugt í glasinu. Gaman að fylgjast með því. Besta vín kvöldsins (fyrir utan Silexinn sem var í sama klassa). Ég hafði lesið í CT nótum að hitastigið mætti alls ekki vera of hátt á víninu. Ég hlýddi því og vínið var smakkað milli 16 og 17°C.
1 person found this helpful Comment

Closing

Þetta smakk fór eiginlega fram úr mínum björtustu vonum. Öll vínin voru annaðhvort mjög góð eða frábær. Silex og Janasse voru sigurvegarar en bara með hársbreidd. Við enduðum með sex rauðvínsglös af rauðvíni og það var sama hvernig við smökkuðum fjögur miðjuvínin þá gátum við ekki gert upp á milli þeirra. Laurel vínið var samt slakast sem þýðir þó engan veginn að það hafi verið vont. Fyrir mig þá er þetta nýtt viðmið í vínsmakki.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close