Important Update From the Founder Read message >

Forkaupasmakk frá Spáni #1

Marbakkabraut 12

Tasted September 7, 2018 by bitdrerik with 217 views

Introduction

Við fengum fyrir skömmu í hendurnar 30 flösku smakkpakka með nýjustu árgöngum af þekktum Priorat og nágrennis vínum. Þetta var fyrsta smakkið þar sem afraksturinn var skoðaður. Smakkarar að þessu sinni voru: Indriði, Magnús, Ólafur Andri, Jón Loftur, Lúðvík, Yngvi (bróðir Jóns Lofts), Björgvin og Jón Lárus.

Flight 1 - Óþekku vínin (2 notes)

Red
2016 1000 Stories Zinfandel Bourbon Barrel Aged USA, California
87 points
Óþekka vínið. Magnús kom með það. Mjög unglegt á litinn. Mikið af fjólubláum tónum. Meðaldökkt. Frekar hvöss lykt. Krydd, pipar. Krækiber, krækiberjasaft í nefinu. Krækiberjatónar héldu áfram þegar smakkað var á víninu. Líka talsverða sætu að finna. Einnig málmkeimur. Nett sýra. Ágætis jafnvægi. Eftir stund í glasi komu fram smá brenndar nótur. Fyrir mig er þetta 85-88 punkta vín. Aðeins of mikil sæta til að geta verið verulega gott. En ég skil alveg að fólki geti líkað við það. Það var nú talsvert bras að komast að niðurstöðu með þetta vín. Á endanum þá lentum við nú á zinfandel. Ég held meira að segja að Lúðvík hafi verið búinn að skrifa hjá sér 1000 Stories.
Red
2017 Hauksson Weine Sólskin Garanoir Pinot Noir Switzerland, Eastern Switzerland, Aargau
Ótrúlega ljóst á litinn. Svo ljóst að við vorum farnir að gruna Björgvin um að hafa verið að leika sér með hvítvín og matarlit. Enga öldrun að sjá í litnum. Lokað í nefi, nánast engin lykt. Ekki batnaði það þegar var smakkað á því. Sýrubolti fyrir allan peninginn. Verð að segja það að þetta var ekki gott vín. Náttúrlega mjög ungt. Vonandi á það eftir að batna en ég er ekki viss.

Flight 2 - Kaupkandídatar (8 notes)

Red
2016 Cellers de Scala Dei Priorat Prior Spain, Catalunya, Priorat
86 points
Meðaldökkur litur. Frekar unglegur. Mjög aðlaðandi ilmur. Smá lím. Steinefni. Í byrjun líka smá brennisteinn eins og af hitaveituvatni en það hvarf. Á tungunni dökkir ávextir, eik, vanilla. Líka smá krydd, pipar. Vínið er svolítið hrjúft á þessum tímapunkti. Ekki alveg í jafnvægi. Sýran pínu yfirgnæfandi. Þegar hulunni var svipt af víninu þá urðum við frekar hissa því í samanburði við 2015 árganginn þá var þetta alveg hrikaleg afturför. Gæti batnað við geymslu en mun aldrei komast nálægt 2015. Gríðarleg vonbrigði.
Red
2016 Clos Figueras Priorat Serras del priorat Spain, Catalunya, Priorat
88 points
Nánast sami litur og á Scala dei víninu sem var smakkað næst á undan. Örlítið dekkri kjarni kannski. Olía í ilmi, síðan steinefni. Smá lím. Á eftir komu svo gúmmí og brunatónar. Semsagt bílskúrslykt. Góð fyrir unnendur slíkra ilmglefsa. Í munni þykkt og svolítið kantað. Sýruríkt, svolítið biturt. Samt ferskt. Vel eikað. Hrátt ennþá en hefur allt til að geta batnað. Myndi giska á að það gæti skriðið upp í 89-90. Við smökkuðum þetta vín fyrir ári. Þá var það drukkið með mat og ég gaf því 87 á þeim tíma.
Red
2013 Mas Vicenç Tarragona Nit de Lluna Spain, Catalunya, Tarragona
88 points
Alveg sami litur og á tveimur síðustu vínum. Samt farnir að sjást öldrunartónar. Smá brúnka í jöðrum. Í nefi fjós, dökkir ávextir. Í munni beiskja. Mjög dökkt bragð. Dökkir ávextir. Brennd eik. Sýruríkt. Kostar rétt rúmlega helminginn af Serras del Priorat en er að skila nánast því sama. Frábær kaup!
Red
2015 Clos del Gos Montsant Spain, Catalunya, Tarragona, Montsant
85 points
Ljósara en vínin sem á undan komu. Smá öldrun í litnum. Við giskuðum á ca. 2014. Var síðan 2015. Sæta í nefi. Líka smá bruni. Svo pínu fjós. Krydd, mynta. Sýruríkt. Sæmileg fylling. Dökkir ávextir. Talsvert þynnra og ekki næstum eins spennandi og Nit de Lluna. Ég stakk upp á báðum þessum vínum og mun panta Nit de Lluna en tæplega þetta.
Red
2016 Clos Figueras Priorat Font de la Figuera Spain, Catalunya, Priorat
90 points
Liturinn á þessu víni er u.þ.b. meðaldökkur. Fyrst þegar maður þefaði af því kom brennisteinn en hann rauk fljótt úr því. Síðan kom lím, steinefni, dökkir ávextir. Fersk lykt. Þægilegt bragð. Dökkir ávextir, smá sæta. Kirsuber, brjóstsykur. Flott sýra. Nett eik. Mjög þægilegt og viðkunnanlegt vín. Verðmiðinn kannski samt í efri kantinum miðað við gæði.
1 person found this helpful Comment
Red
2015 Celler Francisco Castillo Priorat Vinyes Baixes Clos Dominic Spain, Catalunya, Priorat
90 points
Mjög ljóst á litinn. Ekki alveg eins ljóst og svissneska vínið en á leiðinni þangað. Farið að sýna smá öldrun í lit. Í nefinu lím, þykkur ávaxtailmur, kirsuber. Sýruríkt og tannískt á tungu. Talsverð beiskja líka. Ekki í góðu jafnvægi til að byrja með en eftir smá stund í glasi (15-20 mín.) þá byrjaði það að sýna betri hliðar. Ætti að vera fínt núna með umhellingu og batnar væntanlega með geymslu. Í fyrsta skipti sem ég næ einhverju alvöru sambandi við þetta vín.
Red
2015 Clos Mogador Priorat Spain, Catalunya, Priorat
95 points
Meðaldökkt eða tæplega það. Leðjukennd lykt, sveittur hnakkur í byrjun. Eftir þyrlun þá hurfu þessir skrítnu byrjunartónar og eftir sátu mjög þægilegir dökkir ávextir og eikartónar. Í bragðinu límkenndir tónar og þroskaðir bananar til að byrja með síðan mjög flott dökkt ávaxtabragð. Plómur, kirsuber. Nett eik. Flott sýra og mjúk tannín. Allt í góðu jafnvægi. Frábært vín. 94-95 núna en gæti hækkað með geymslu.
1 person found this helpful Comment
Red
2016 Mas Martinet Priorat Martinet Bru Spain, Catalunya, Priorat
flawed
Ungur litur. Meðaldökkur. Frekar lokað í ilmi. Brennd eik samt. Síðan þegar smakkað á víninu. Súr eins og í súrdeigi. Mjög súrt. Tannískur súrhvalur. Þetta er skemmt! Tappinn á víninu var blautur næstum hálfa leið í gegn! Og þetta er 2016. Ég kaupi ekki meira frá þessu fyrirtæki fyrr en þau hafa lagað tappamálin hjá sér.

Closing

Áhugavert smakk. Það sem ég tók út úr þessu var að 2016 virðist vera mun slakari árgangur en 2015. Samt eru undantekningar þar sem 2016 stendur sig vel. Fyrir mér voru tvö vín sem stóðu upp úr. Annars vegar Nit de Lluna sem eru frábær kaup fyrir verð og svo Clos Mogador sem er glæsilegt vín nú þegar og á framtíðina fyrir sér.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close