Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, vínsmakk #2 vor 2021

Hlíðarás 10

Tasted February 12, 2021 by bitdrerik with 155 views

Introduction

Fyrsta smakk þar sem við komum saman í kjötheimum í mjög langan tíma. Mættir voru Bolli, Björgvin, Andri, Magnús, Lúðvík, Jón Loftur, Skeggi, Indriði og Jón Lárus. Smakkið var í fimm hlutum:
Fyrsti hluti var hraðsmakk. Björgvin var að taka til í Kaupfélagsskápnum og kom með þá hugmynd að við myndum byrja á að hraðsmakka átta ódýrar flöskur. Innifalið í því var að hver flaska var eyrnamerkt klúbbfélaga. Sá átti að sjá um að koma með smakknótur a.m.k. fyrir það vín og ef afgangur yrði að taka flöskuna með heim og gera henni svo frekari skil.
Í öðrum hluta var bara eitt vín, 26 ára gömul Valbuena.
Því næst var svo þriggja árganga Ygay gran reserva especial smakk.
Þá voru nokkur vín úr ýmsum áttum smökkuð blint.
Að síðustu var svo smakkað á púrtvíni.

Flight 1 - Hraðsmakk, nokkur ódýr vín frá VinoVí (8 notes)

White
2018 Gomez Cruzado Rioja Blanco Spain, La Rioja, Rioja
87 points
Þetta vín var valið af Winfred og átti að passa við íslenskar aðstæður. Uppistaðan í því er viura þrúgan (85%) og restin tempranillo.

Ekki mikill ilmur. Þægilegur samt það sem fannst. Á tungunni ferskt. Epli, sítrus og suðrænir ávextir. Þurrt. Vín í fínu jafnvægi. Ég var mjög ánægður með þetta vín. Fín kaup fyrir tæpar 10€. Ég er að hugsa um að bæta þessu víni á innkaupalista.

Þegar við vorum svo að pakka saman eftir smakkið þá voru mér aðeins mislagðar hendur þannig að ég missti flöskuna og braut hana. Það voru því engar framhaldsnótur hjá mér.
White
2017 Autocton Celler Catalunya Autocton Blanc Spain, Catalunya
86 points
Þetta var líka hvítvín valið af Winfred og átti að passa við íslenskar aðstæður. Mun þyngri ilmur en af Gómes víninu. Geymslulykt, krydd, mynta. Ekki mikill ávöxtur. Talsverð sýra. Sérstakt vín og áhugavert. Verðið á þessu víni er 11,9€ sem er alls ekki svo slæmt.

Þetta var vínið hans Björgvins í þessum hluta smakksins. Hann skrifaði:

Við fyrsta smakk dettur mann í hug chardonnay, en það er engin eik og sýran er mun minni - þykktin er það sem kallar á chardonnay. Þungt, kryddað, mynta.
Útskýring á því er að þrúgan er kampavínsberið Xarello. Berjabragið er í forgrunni með léttri sýru undir.
Lét reyna á restina laugardag og sunnudag og mér líkaði vel við þetta vín, það passar vel við íslenskt terrúrar - ætla að fá mér nokkar af þessu.
Red
2017 Pascona Montsant Maria Ganxa Spain, Catalunya, Tarragona, Montsant
81 points
100% Carinyena. Mjög ljóst á litinn. Ég skrifaði nú ekki mikið um þetta vín. Lofnarblóm, kaffi og súkkulaði í ilmi. Brá fyrir grænum tónum á tungunni og svo svaðalega mikil sýra. Ekki spennandi vín fyrir minn smekk. Kostar 9,3€.

Þetta var vín sem Magnús átti að fjalla um. Hann reit:

100% Carinyena. Ljóst í lit, rauð ber, jarðarber rauð kirsuber, hindber jafnvel ráðandi í lykt en jafnframt einhver frekar óþægileg Kemísk/gerfibragðefna lykt líka. Mikil og frekar beisk sýra, lítil fylling. Við opnun var þetta frekar óaðlaðandi og bragðvont vín en bar það þó með sér að það væri kannski eitthvað meira í það spunnið.
Daginn eftir hafði það breyst mikið. Kemíska lyktin horfin, Rauð ber áfram ráðandi í lykt, smá ryk og olía, bílskúrslykt, járnsvarf og vottur af lími. Syran orðin mildari og vínið mun vinsamlegra. Semsagt eftir sólarhring var þetta orðið þokkalegasta vín, frekar einfalt en ágætlega bragðgott, fersk og þægileg sýra en vantar fyllingu. 77 punktar við opnun, 86 punktar daginn eftir. Ágæt kaup ef maður man eftir að opna það 24 klst fyrir neyslu.
(ba: mér lýst vel á þessa lýsingu, ég ætla að prófa að kaupa það …)
Red
2018 Risky Grapes Bobal Valencia La Traca Spain, Valencia
85 points
Bobal þrúgan. Mjög ljóst vín. Grænir tónar í nefi og einnig í munni. Mikill ávöxtur, hindber aðallega. Minnir á Hécula. Meiri ávöxtur samt. Mér fannst þetta vín skemmtilegt. Ekki spillir svo 5,95€ verðmiði fyrir. Bætti þessu á lista hjá mér.

Andri sá um umfjöllun á þessu víni og skrifaði:

Bobal þrúgan. Viðeigandi að vínframleiðandinn heitir Risky Grapes. Ljóst að lit. Frekar létt vín með mikið af berjabragði. Hindber áberandi og einnig kirsuber. Sætt en jafnframt súrt. Einhver talaði um græna tóna. En þetta er ekki vín sem ég myndi velja. Kannski mætti drekka glas úti á svölum á góðum sólardegi.

Smakkað á laugardegi og þá voru hindberjatónarnir enn áberandi og rammleiki í eftirbragði. Eftir að hafa staðið í um hálftíma var berjabragðið minna og vínið í meira jafnvægi. Á Vivino fær þetta vín 3.6 og jákvæðar umsagnir, mikið minnst á hve hve góð kaup það er.
Red
2019 Bodegas Atalaya Almansa Laya Spain, Castilla-La Mancha, Almansa
84 points
Meðaldökkt á litinn. Skrifaði ekki mikið um þetta vín. Það var samt þægilegt á tungu og ilmurinn var líka viðkunnanlegur. Ekkert afgerandi samt. Er líka á virkilega fínu verði eða 5,6€ pr. flösku. Fer á listann hjá mér.

Það voru ekki komnar ítarlegri nótur fyrir þetta vín þegar þetta var skrifað. Uppfæri þegar þar að kemur.
Red
2017 Bodegas Aragonesas Garnacha Campo de Borja Coto de Hayas Centenaria Spain, Aragón, Campo de Borja
83 points
Mjög ljóst á litinn. Pinot útgáfa af garnacha. Dökk berjalykt, sólber. Á tungu niðursoðin jarðarber. Frekar hrátt og stamt. Heillaði mig ekkert sérstaklega mikið. Kostar 9,9€.

Þetta vín var í umsjá Bolla. Hann hafði þetta um vínið að segja:

Lykt: sólber, mynta, soðið/kaffi og soðin jarðarber - ergo samsoðið
Bragð: dökkir tónar, kaffi og súkkulaði (passar s.s. við garnatxa), samt e-ð ójafnvægi.
Niðurstaða mín var að þetta er “allt í lagi” vín f. Þennan pening.
Annars dags smökkun átti sér ekki stað, það var líklega vegna þess að það fór framhjá mér að það ætti að smakkast daginn eftir. Hins vegar fékk ég mér af víninu eftir að smakkið var búið og með sömu einkenni en í lykt en fallið í bragði. Hellti því restinni.
Red
2018 Domini de la Cartoixa Priorat Crossos Spain, Catalunya, Priorat
84 points
Þarna var annað vín sem ég náði varla að skrifa nokkuð um. Samt þetta: Frekar ljóst. Mjög feimið í ilmi til að byrja með og opnaði sig varla nokkuð þann tíma sem ég var með það í glasi. Á tungu sýruríkt, græn tannín. Paprika. Þokkalegt jafnvægi. Kostar 9,9€. Heillaði mig ekki.

Indriði sá um ítarlegri umfjöllun og sagði:

Blóðrauður litur með fjólubláum keim á kantinum, dökkur kjarni.
Svört kirsuber, bláber, vottur af kryddi og UHU.
Ágætis fylling, örlítið framþungt, græn tannín. Biturleiki sérstaklega í eftirbragði.
(ba: þetta er eitt grænasta vín sem ég hef smakkað, ég á einhverjar flöskur hér heima og stefni að því að nota þær í coq-au-vin og þessháttar - held það henti því vel. En sumir fíla þetta bragð)
Red
2018 Dominio del Bendito Toro El Buen Rollo Spain, Castilla y León, Toro
87 points
Frekar dökkt á litinn. Gefur ekki mikið af sér í nefi til að byrja með. Samt komu þarna tað og tóbak. Mjög þægilegt á tungu. Fínt jafnvægi. Virkilega gott vín og fyrir mig best af rauðvínunum í hraðsmakkinu. Kostar 10,6€ sem er fínt verð. Fer á lista hjá mér.

Jón Loftur sá um frekari útlistun á þessu víni. Hann skrifaði eftirfarandi um það:

Tók tíma að opnast og var þá hið þokkalegasta. Minnir á annað vín frá sama framleiðanda, El Primer Paso, þó ekki alveg jafn þétt/kröftugt. Í hópi bestu vína í hraðsmakkinu.

(ba: það var smá rest eftir af þesu víni sem ég greip með mér og prófaði daginn eftir, þá var það orðið mjög mjúkt og fínt en samt þykkt. Ég mæil með þessu víni og ætla að fá mér smá af því)

Flight 2 - Ein öldruð Valbuena (1 note)

Red
1995 Bodegas Vega-Sicilia Ribera del Duero Valbuena 5° Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
Meðaldökkt á litinn. Komnir fram múrsteinstónar í litnum. Í ilmi rúsínur, ryk. Mjög þroskað þegar smakkað á því. Einhver minntist á edik. Ennþá í lagi þegar smakkað á því en bara rétt svo. Vín á allra síðustu metrunum. Áhugavert samt að smakka svona aðframkomið vín. Þarna er náttúrlega líka spurning um við hvaða aðstæður þetta vín hefur verið geymt því Valbuena ætti náttúrlega að þola 20 ára geymslu ef geymt við góðar aðstæður.

Flight 3 - Ygay, þrír árgangar (3 notes)

Red
2010 Marqués de Murrieta Rioja Castillo Ygay Gran Reserva Especial Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
Fyrsta flaskan í þriggja árganga Ygay smakki. Byrjað á yngstu flöskunni. Frekar dökkur litur. Frekar lokað þegar fyrst þefað af því. Síðan heyrðist talað um vínkjallara, ryk og sítrusbörk. Frekar þungir ilmtónar allavega í byrjun. Svo komu viðarlykt, dökkir ávextir, marsípan og lakk. Þegar var dreypt á víninu þá var fágun fyrsta orðið sem kom upp í hugann. Mjög flott jafnvægi í byrjun. Einhver minntist á að flækjustigið væri ekki nógu mikið. Vínið bragðaðist nánast eins frá byrjun til loka sopa. Eftir því sem á leið þá urðu sýra, eik og tannín meira áberandi. Þá komu einnig fram tónar eins og lakkrís og greni eða fura.
Það truflaði mig og reyndar fleiri í smakkinu hvað eikin er rosalega mikil ennþá. Ég held að það þurfi að geyma þetta vín í a.m.k. 10 ár og vona að eikin eigi eftir að samlagast víninu. Ekki samt alveg viss með það. Gef ekki einkunn að þessu sinni. Vínið er ekki tilbúið til þess.
1 person found this helpful Comments (3)
Red
2009 Marqués de Murrieta Rioja Castillo Ygay Gran Reserva Especial Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
Annað Ygay vínið. Virtist dekkra og yngra á litinn en 2010. Í nefi til að byrja með komu fram karamella og brenndur sykur. Einnig smíðaverkstæði, viður. Svo aðeins síðar vanilla, kirsuber og apríkósur. Þegar var smakkað á víninu þá þornaði gómurinn alveg upp. Gríðarleg tannín og einnig viður í miklu magni. Mahóní og brenndur viður. Í eftirbragði kom mikill lakkrís. Það má segja svipaða hluti um þetta vín og 2010 árganginn. Held að það þurfi að geyma þetta vín í 10 ár eða svo til að það fari að gefa eitthvað af sér. 2010 virtist þó aðeins tilbúnara. Gef þessu víni ekki einkunn að þessu sinni.
1 person found this helpful Comment
Red
2007 Marqués de Murrieta Rioja Castillo Ygay Gran Reserva Especial Spain, La Rioja, La Rioja Alta, Rioja
Svipað á litinn og 2009 og 10. Aðeins eldra að sjá samt. Í byrjun virtist ilmurinn af þessu víni vera vera mjög svipaður og 2009. Sama þegar bragðað var á því. Við tókum þá ákvörðun að leggja glösin með þessum vínum til hliðar og kíkja á þau síðar um kvöldið. Þegar röðin kom að þeim aftur þá höfðu þau síst batnað í glasi. Yfirgnæfandi ilmur af eik og sama í bragði. Ég held að það gildi það sama um þennan árgang og '09 og '10 að það borgi sig að geyma þessar flöskur í 8-10 ár a.m.k. og sjá þá til hvernig þær líti út. Engin einkunn að þessu sinni.

Flight 4 - Blindi hlutinn (4 notes)

Red
2016 Marqués de Murrieta Rioja Reserva Finca Ygay Spain, La Rioja, Rioja
89 points
Meðaldökkur litur, ekki kornungt. Frekar lokað í byrjun. Þægilegur ilmur, heiðarleg rauðvínslykt. Smá grænir tónar. Svo komu brómber og krydd, bökunarkrydd (negull). Það mátti svo finna dökk ber og eik. Á tungunni þá byrjaði vínið mjög vel. Ágætis jafnvægi. En það entist ekki mjög lengi. Dökkir ávextir og ristaðir eða brenndir tónar áberandi. Dregur vínið aðeins niður. Ilmurinn var meira spennandi en bragðið.
Red
2015 Montes Alpha M Chile, Rapel Valley, Colchagua Valley
93 points
Frekar dökkt á litinn. Í fyrstu, þegar þefað var af víninu þá komu fram sterkir sólberjatónar (ribena). Þessir tónar hurfu þó fljótt og eftir sátu salvía, läkerol, gúmmí og smjör. Að svolítilli stundu liðinni mátti svo greina kaffi í ilminum. Mjög þægilegur og aðlaðandi ilmur. Ekki tók svo verra við þegar smakkað var á víninu. Í byrjun málmkeimur, járn sem vék svo fyrir mentoli, kaffi og súkkulaði. Hellings tannín í víninu en ekki óþægileg. Virkilega gott vín sem okkur gekk erfiðlega að staðsetja.
Red
2010 Delas Frères Hermitage Domaine des Tourettes France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage
93 points
Meðaldökkt með smá öldrun í jöðrum. Ilmurinn af þessu víni byrjaði með reyktum tónum. Reykt kjöt, beikon og pylsur. Síðan komu leysiefni sem þróuðust svo út í bökunardropa, tópas og lakkrís. Virkilega skemmtilegur ilmur. Vínið sjálft var svo í gríðarlega flottu jafnvægi. Byrjaði á fjósi á tungu. Eftir það mátti greina mikinn dökkan ávöxt. Jarðartónar og leður kom líka fyrir. Virkilega flott vín. Okkur gekk heldur ekkert sérstaklega vel að staðsetja þetta vín frekar en Montes vínið á undan. Ég smakkaði þetta vín fyrir tveimur árum og þá var það ekki næstum því eins ljúffengt og núna. Því miður síðasta flaskan hjá mér.
Red
2013 Celler Marc Ripoll Sans Priorat Cal Batllet 5 Partides Spain, Catalunya, Priorat
93 points
Meðaldökkt á litinn. Ekkert sérstaklega aðlaðandi lykt í byrjun; minnti á klóak. Sú lykt hvarf þó fljótt og þá birtust leysiefni ásamt dökku kakói. Á bak við var svo veggur af dökkum berjum. Einhver minntist á rommlykt. Þegar smakkað var á víninu þá var það geysilega þétt. Dökk ber, flauelsmjúkt. Svo komu fram vanilla og rúsínur. Að lokum mátti svo greina kaffi og súkkulaði. Virkilega skemmtilegt vín, sem var að fá uppreisn æru eftir að hafa komið óvenjulega illa út í Zoom smakki um jólin.

Flight 5 - Smakkinu lokað með púrtvíni. (2 notes)

Rosé - Fortified
N.V. Croft Porto Pink Portugal, Douro, Porto
Lúðvík kom með þessa nýtísku útgáfu af púrtvíni til að leyfa okkur að smakka. Ekki voru nú skrifaðar miklar nótur en menn fundu allavega í ilmi brauð og gertóna. Smakkað á víninu þá reyndist það ansi sætt og aðallega með bragð af jarðarberjum. Á bakvið voru óneitanlega púrtvínstónar, oxunareinkenni o.þ.h. Líklega tilraun hjá framleiðandanum til að fá ungt fólk til að drekka púrtvín. Of sætt fyrir minn góm. Drykkurinn virkar líklega betur í meiri hita. Sleppi einkunn.
Red - Fortified
2005 Martha's Porto Colheita Porto Vintage Portugal, Douro, Porto
Svona til að enda nú ekki kvöldið á þessum dísætu tónum þá dró Bolli fram þessa árgangspúrtvínsflösku. Þegar hér var komið sögu var orðið lítið um smakknótur (les: engar). Það breytti því engu að síður ekki að þetta var fyrsta flokks púrtvín sem við fengum að smakka þarna. Algjört toppvín.
1 person found this helpful Comment

Closing

Þetta var mikið og magnað smakk.
Mér fannst hraðsmakkhugmyndin koma vel út. Er nú þegar búinn að bæta fjórum af vínunum úr því á kauplista hjá mér.
Aldraða Valbuenan var nú frekar áhugaverð en góð. Samt alltaf eitthvað við það að smakka svona öldruð vín.
Ég varð hins vegar fyrir miklum vonbrigðum með Ygay vínin (og var ekki einn um það). Þó það yngsta væri orðið meira en tíu ára þá voru þau öll svakalegir eikarboltar. Gott samt að vita af því að það þarf að geyma þau í a.m.k. 10 ár í viðbót.
Samtíningurinn kom líka vel út. Montes Alpha M, Delas og Cal Batllet 5 Partides komu öll virkilega vel út.
Klykkt svo út með tveimur mjög ólíkum púrtvínum.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close