Important Update From the Founder Read message >

Tasting Notes for epledel

(6 notes on 6 wines)

1 - 6 of 6 Sort order
Red
2016 Cecchi Chianti Classico Storia di Famiglia Chianti Classico DOCG Sangiovese Blend, Sangiovese (view label images)
10/30/2020 - epledel wrote:
85 points
Svolítið lokað í byrjun en opnast mjög fljótlega við smá þyrlun. Kirsuber, plómur, sveit, leður, tóbak og smá tunna í nefi en það er ekkert rosalega aðgengilegt. Létt og frekar hlutlaust í munni. Létt tannín en ávöxturinn smá tilbaka en opnast á krydduðum tónum sem eru umluktir súrum kirsuberjum og smá eik.
Red
10/30/2020 - epledel wrote:
86 points
Opinn og ferskur ilmur af hindberjum, jarðarberjum, kisruberjum, kanil, smá ryk, jarðvegur og létt sveit (brettanomyces?). Bjartur og fallegur ávöxtur í nefi og mjög Pinot legur ilmur. Skemmtilegur ilmur! Létt og ferskt í munni með svolítið ung tannín í upphafi sem hverfa fljótt. Svolítið grænt í munni en það fer fljotlega og hleypir fallegum ávextinum að sem var að finna í nefinu nema aðeins ferskari. Nokkuð langt en þarf líklegast að anda smá fyrir neyslu
Red
10/23/2020 - epledel wrote:
84 points
Opið og svolítði harkalegt í upphafi með steinefni/steinolíu sem tekur á móti þér. Eftir smá öndun kemur eikarmeðferðin bersýnilega í ljós með allri sinni vanillu í aðalhlutverki og bakvið hana koma svo jarðarber og sólber í kjölfarið. Ilmurinn er svolítið samanrekinn og harkalegur sem er ekki alveg aðlaðandi. Í munni er sagan aðeins önnur. Miðlungsboddí og mjúkt með ómarktækum tannínum og ríkjandi ávexti - sólber, bláber og jarðarber í aðalhlutverki. Þetta er svolítið út um allt og þarf hugsanlega smá öndun til að sýna sitt rétta andlit.
Red
10/23/2020 - epledel wrote:
88 points
Opið í nefi með ilmríkan ávaxtakeim sem einkennist af hindberjum, jarðarberjum, dass af leðri, kanil og súkkulaði í lokin. Skemmtilega margslungið í nefi en á sama tíma afskaplega aðgengilegt í nefi. Létt og ávaxtaríkt í munni með mjúk og þægilega tannín til að gefa þessu góðan strúktúr. Hindber, jarðarber og krydd í aðalhlutverki í munni en það nær ekki alveg að fylgja eftir glæsilegum ilm. Engu að síður létt, aðgengilegt og vel gert vín sem er auðvelt að elska.
Red
10/22/2020 - epledel wrote:
85 points
Frekar opið í nefi með krydd, eik, leður, reyk og jarðveg í aðalhlutverki. Smá ójafnvægi í lyktinni og hlutirnir út um allt og vantar aðeins uppá ávöxtin, sem nær þó að brjótast í gegn þegar vínið fær að anda. Í léttari kantinum þegar í munninn er komið með létt og frekar ljúf tannín. Ávöxturinn, aðallega hindber og kirsuber, nær að skína aðeins betur í munni en í nefi. Þetta vín þarf aðeins að anda í glasinu til að það sýni sína réttu hlið.
Red
10/22/2020 - epledel Likes this wine:
87 points
Opið í nefi með fjólum fremst ásamt frábærum og vel þroskuðum bláberjum, krækiberjum og sólberjum. Leynist líka vottur af pipar þarna sem breikkar vínið töluvert. Vínið er meðal bragðmikið með góðan ferskleika og létt tannín. Berin eru ennþá í aðalhlutverki í munni en krydditónninn sækir aðeins á. Afskaplega góður balans í þessu ljúfa og vel byggða víni.
1 person found this helpful Comments (3)
1 - 6 of 6
  • Tasting Notes: 6 notes on 6 wines
© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close