Tékkað á nokkrum vínum með Coravin.

Njálsgata 6
Tasted Sunday, January 24, 2021 by bitdrerik with 111 views

Introduction

Mig og Hildigunni langaði að tékka á nokkrum tiltölulega ungum vínum með Coravin. Þetta átti að gerast á afmælisdaginn minn. Þegar til kom náðist það ekki þannig að við gerðum þetta kvöldið eftir. Tókum svo eitt eldra vín með til að kanna hvar það væri statt miðað við drykkjarglugga.

Flight 1 - Ungu vínin sem voru prófuð (4 Notes)

  • 2017 Domaine du Pégau Châteauneuf-du-Pape Cuvée Réservée 93 Points

    France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape

    Tekinn 1 dl með Coravin. Frekar dökkt á litinn. Í nefi: Skógarbotn, lyng og krydd, timjan og óreganó. Dökk ber líka. Mjög ljúffengt þegar smakkað er á víninu. Flott jafnvægi. Aðallega dökk ber í bragði. Eik kemur fram í lokin. Eftir smá stund í glasinu kemur fram smá hrjúfleiki. Tannín líklega ekki alveg orðin þroskuð. Eitthvað sem tíminn á eftir að laga. Virkilega aðgengilegt miðað við að vera þetta ungt. Á kannski eftir að lokast eins og er algengt með CdP. Fyrstu kynni af Pegau alveg prýðileg.

    Post a Comment / 3 people found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

  • 2015 Bodegas Juan Gil Jumilla Bruto 93 Points

    Spain, Murcia, Jumilla

    Tekinn 1 dl með Coravin. Dökkt á litinn. Dökk karamella þegar er þefað af víninu. Frekar lokað til að byrja með. Þung og höfug lykt til að byrja með. Kannski smá gras þarna inn á milli. Á tungunni leysiefni í byrjun. Annars mjög dökkir tónar. Lítill ávöxtur. Fágað og ferskt. Flott jafnvægi. Kaffi, súkkulaði og píputóbak þegar vínið hafði verið stund í glasinu. Í lokin reykjartónar, væntanlega frá ristaðri eik. Virkilega flott vín. 93-94.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2017 Pago de Carraovejas Ribera del Duero 94 Points

    Spain, Castilla y León, Ribera del Duero

    Tekinn 1 dl með Coravin. Frekar dökkt á litinn. Í nefi mjög klassískur ilmur. Fágaður og flottur. Sítrus, líklega appelsínur. Dökkir ávextir. Á tungunni. Smjör. Ekki auðvelt að greina bragðtóna. Bragðhnykill. Meiri sýra en í fyrri vínum. Flott jafnvægi. Virkilega flott vín, í raun ótrúlega flott miðað við hvað það er ungt.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2016 E. Guigal St. Joseph Vignes de L'Hospice 94 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph

    Tekinn 1 dl með Coravin. Dökkt á litinn. Mjög þægilegur ilmur. Svolítið skarpur samt. Má greina kirsuber, myntu og papriku. Þegar smakkað var á víninu: Virkilega bragðgott. Geggjað jafnvægi. Allt samansoðið í flottum bragðpakka. Nammi, kirsuber. Ótrúlega flott. Og svo miklu miklu betra en sami árgangur af Brune et blonde frá Guigal sem kostar svipað og ég smakkaði tveimur kvöldum áður. Ótrúlega aðgengilegt vín miðað við aldur.

    Post a Comment / 1 person found this helpful, do you? Yes - No / Report Issue

Flight 2 - Tékkað á einu eldra víni (1 Note)

  • 2006 Fontodi Flaccianello della Pieve Colli della Toscana Centrale IGT 95 Points

    Italy, Tuscany, Colli della Toscana Centrale IGT

    Eina vínið í þessu Coravin smakki sem var eldra en 2015. Mig langaði að sjá hver staðan á því væri. Tekinn 1,5 dl með Coravin.
    Frekar ljóst til meðaldökkt. Farið að verða smá brúnt í jöðrum. Í nefinu: Apótekaralakkrís til að byrja með. Þungur og höfugur ilmur. Frekar flottur. Mikill ferskleiki þegar smakkað á víninu. Frábært jafnvægi. Allt á sínum stað og ekkert sem vantar. Talsvert botnfall. Borgar sig líklega að umhella þegar vínið verður opnað. Frábært vín. Ég er ekki viss um að vínið batni neitt úr þessu en ætti að geta haldist á þessu róli í 5-10 ár.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Þetta var ótrúlega skemmtilegt smakk. Öll vínin voru góð eða virkilega góð. Ungu vínin voru öll ótrúlega tilbúin sem kom mér skemmtilega á óvart. Flaccianello vínið sem við enduðum á var svo rúsínan í pylsuendanum.

×
×