Eðalklúbbur, smakk #1 vor 2022

Marbakkabraut 12
Tasted Friday, January 21, 2022 by bitdrerik with 132 views

Introduction

Vínsmakk haldið í skugga ómíkron bylgjunnar þar sem þurfti að færa smakk um stað og tveir voru fjarverandi vegna sóttkvíar. Aðrir smakkarar voru mættir til að takast á við Rioja hraðsmakk og aðrar þrautir sem Björgvin dytti í hug að leggja fyrir okkur. Í fyrri hluta smakksins vissum við að vínin væru frá Rioja en að öðru leyti voru þau smökkuð blint. Í síðari hlutanum vissum við ekki neitt og allt smakkað blint.

Flight 1 - Byrjað á einu bandarísku (1 Note)

Flight 2 - Hraðsmakk, Rioja (6 Notes)

  • 2013 Bodegas Luis Cañas Rioja Reserva 87 Points

    Spain, La Rioja, Rioja

    Meðaldökkur litur. Heitur ilmur, ælulykt (sýra+sæta), jarðarber, vanilla, þvottaefni. Að lokum marsípan. Mikil sýra á tungu. Ekki neitt sérstaklega skemmtilegt eftirbragð, sítrus, greip. Ekkert sérstakt jafnvægi svona beint úr flöskunni. Tjara, tunna og bruni svo í eftirbragði. Ég geymdi smá slurk í glasi og hann batnaði við að standa í glasinu.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2013 Uvas Felices Rioja Paisajes Valsalado

    Spain, La Rioja, Rioja

    Meðaldökkt. Smá öldrun í lykt. Sveskjur, blautt tóbak, pappi, pappakassi. Þetta fundum við í ilminum. Svo á tungunni: Oxun, mikil beiskja. Líka mikil sýra. Ekki spennandi á tungu. Soðnir og dökkir tónar. Við veltum því fyrir okkur hvort að vínið væri skemmt. Sérstaklega af því að það fær 4,3 á ViVino. Þetta er líklega einhver jaðarflaska. Lét vínið njóta vafans og sleppi einkunn. Hún hefði ekki verið há.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Finca Allende Rioja Allende 87 Points

    Spain, La Rioja, Rioja

    Frekar ljós litur. Jarðarber, píputóbak og vanilla í ilmi. Svipar til ilms af Luis Cañas víninu, sem hafði verið smakkað áður. Þegar var smakkað á víninu þá kom eftirfarandi fram: Ferskleiki. Jarðarber, mynta og lítil eik. Létt og ferskt með talsverðum ávexti.

    Kvöldið eftir þá fundum við eftirfarandi í víninu:

    Vínið er frekar ljóst. Í nefi má greina bláber og skógarber. Líka smá spíralykt, sem er skrítið því vínið er alls ekki mjög alkóhólríkt (13,5%). Bláberjajógúrt. Ekki mikill ilmur en þægilegur. Í munni fundum við svo blýant, jarðarber og járn. Þægileg tannín, þægileg sýra. Almennt gott jafnvægi. Létt og þægilegt vín með miklum ljósum ávexti. Í lokin kom svo fram parmaostur.

    Mér fannst vínið vera nánast óbreytt frá því kvöldið áður. Verðið á því frá Winfred er 19,5€ (um 4.150 hingað komið), sem mér finnst dálítið mikið fyrir þetta vín. Ég skrifaði 86-89, held að ég setji 87 punkta á það. Létt og þægilegt vín sem fer eflaust vel með pizzum, pasta og léttum kjúklingaréttum.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Palacios Remondo Rioja La Montesa 89 Points

    Spain, La Rioja, Rioja

    Mjög ljóst. Þung lykt. Grænir tónar í ilminum. Sjávarilmur. Líka fjólur, hunang og jarðarber. Þægilegur ilmur. Létt á tungunni. Krydd í bragði. Svo hindber. Kakó og karamellutónar í eftirbragði. Þrælskemmtilegt vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Benjamin Romeo Rioja Predicador 90 Points

    Spain, La Rioja, Rioja

    Nafnið þýðir prédikarinn. Frekar dökkt. Svipuð ilmeinkenni og hjá Paisajes víninu og líka Montesa. Þarna mátti líka finna lofnarblóm, myntu og rósmarín. Sýruríkt og þægilegt á tungu. Jarðarber, bruni, gúmmí. Ferskleiki og léttleiki. Virkilega fínt vín sem færi vafalaust vel með feitu, grilluðu kjöti.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2017 Artadi Viñas de Gain 91 Points

    Spain, La Rioja, La Rioja Alavesa, Rioja

    Frekar dökkur litur. Þungur og dökkur ilmur. Sveit, brómber, smá bruni. Talsverð sæta, svört kirsuber og vanilla. Mjög flottur höfugur ilmur, ilmvöndull. Eftir smá stund í glasinu þá komu fram blóm, blá frekar en hvít og blek. Á tungunni: Sætt timbur, dökkir tónar. Talsverð eik. Svo lakkrís og svartur pipar. Rosalega flott jafnvægi. Ég skrifaði að þetta vín gæti komið til greina í næstu pöntun og setti 90-91 stig.

    Kvöldið eftir þá kom þetta fram:

    Frekar lokað. Púðursykur. Eftir þyrlun þá komu fram dökk ber brómber/svört kirsuber. Líka möndlur eða marsípan. Einnig spíralykt. Þung, höfug lykt. Flottur ilmur. Í munni þá mátti finna appelsínu og kakó. Smá sýra og tannín finnast. Ekkert óþægilegt samt. Mjúkt vín og flott jafnvægi. Virkilega gott vín. Ef eitthvað var þá fannst mér vínið betra seinna kvöldið. Virkilega flott frammistaða. Myndi segja 90-92 stig seinna kvöldið.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 3 - Alls konar gott frá Spáni (5 Notes)

  • 2013 Bodegas Mas Alta Priorat La Creu Alta 94 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Frekar dökkur litur. Smá öldrun greinanleg í litnum. Þungur ilmur. Svört kirsuber, tóbak, vindlar og sedrusviður. Smá sæta líka í ilmi. Mjög mikill ferskleiki. Mynta, þykk ber, sæta, lakktónar, vanilludropar. Í eftirbragðinu kom svo kaffi. Gríðarlega flott vín í mjög góðu jafnvægi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2014 Clos Figueras Priorat Clos Figueres 92 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Loftað í 1-2 tíma fyrir smakk. Meðaldökkur litur. Mjög dökkur og þungur ilmur. Leður og járn. Ferskleiki í ilmi mynta og mentól. Svipað á bragðið og La Creu Alta á undan en samt léttara og ekki eins fágað. Þarna voru límnótur líka. Brunatónar í eftirbragði. Talsverð tannín og mikil sýra en heildarjafnvægi samt gott. Flott vín en náði samt ekki alveg La Creu Alta.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Clos Figueras Priorat Font de la Figuera 89 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Loftað í 1-2 tíma fyrir smakk. Meðaldökkt. Sveit, fjós og brennisteinn komu fyrst fram í ilmi. Þykkur og þéttur ilmur. Mikil sæta. Einnig gúmmí og slöngulím. Á tungunni fundum við svo sæta bjarta tóna. Minnst var á apríkósur, gúmmi og lakkrís. Þarna voru líka grænir tónar, græn paprika. Svolítið hrátt og brennt. Við prófuðum að hella víninu á karöflu og eftir smá stund í henni þá batnaði vínið. Var miklu mýkra og fram komu ástaraldin, mynta og pipar. Ég var að hugsa um að gefa því 87-89. Er að hugsa um að skella 89 á það eftir vistina í karföflu. Þetta er þó ekki neitt frábær frammistaða fyrir næstum 30€ vín.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2012 Casa Gran del Siurana Priorat Gran Cruor 91 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Loftað í 6 tíma fyrir smakk. Dökkur litur. Ung og fersk en dökk boltalykt. Kaffi, kakó og súkkulaði. Þarna var líka banani og kaffilíkjör. Þarna var líka að finna sætu eins og í karamellum eða súkkulaðitöggum. Ágætis lykt. Svo smökkuðum við á víninu og það stóð nú tæplega undir væntingunum sem ilmurinn gaf. Þarna var að finna oxun, sætu og bruna. Smá ójafnvægi. Mikill bragðkokteill. Það var nefnt að það væri sultað jafnvel súrsætt. Ekkert frábært semsagt. Á þessum tíma skrifaði ég hjá mér 88-90 pkt.
    Man ekki hver það var sem fékk hugmyndina að prófa að smakka vínið úr cabernet sauvignon glasi í staðinn fyrir old syrah en við gerðum það og vínið umbreyttist algjörlega. Jafnvægið sem var ábótavant það lagaðist og sætan sem var svolítið afgerandi hvarf. Mögnuð áhrif sem rétt glas getur haft.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2017 Psi Ribera del Duero 89 Points

    Spain, Castilla y León, Ribera del Duero

    Loftað í 1-2 tíma fyrir smakk. Mjög dökkt á litinn. Í nefinu: Fjós, dökkar plómur, sætir ávextir. Niðursoðinn ananas, juicy fruit tyggjó (gult), bananar og fjólur. Ferskur ilmur, mynta. Seinna kom svo nýslegið gras.
    Í munni: Dökkir tónar, dökk sæt ber í byrjun. Svo komu súkkulaði, brennt kakó. Mikil sýra. Þokkalegt jafnvægi. Veit ekki alveg með þetta vín. Það er alveg þokkalegt en það kostar líka 33,5€. Mér finnst það ekki standa undir þeim verðmiða.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Glettilega gott smakk. Rioja hraðsmakkið kom mjög vel út. Þarna voru öll vínin fyrir utan eitt (Luis Cañas) sem fylgja nýju Rioja línunni (minni eik og geymsla á flösku í styttri tíma). Fyrir mína parta eru a.m.k. tvö vín sem gætu dottið inn í næstu kaup. Montesa og Artadi. Í síðari hlutanum þá voru nokkur býsna góð vín. La Creu Alta var þeirra best að mati flestra ef ekki allra. Magnaðast atvikið í smakkinu var samt þegar einhverjum datt í hug að prófa að setja Gran Cruor í cab. sauv. glas. Það gerbreytti upplífuninni af víninu og sýnir hvað er mikilvægt að vera með rétt glös.

×
×