Eðalklúbbur, haustsmakk #1 2022

Marbakkabraut 12
Tasted Friday, September 16, 2022 by bitdrerik with 113 views

Introduction

Það var orðið mjög langt frá síðasta smakki. Því mikil spenna í mönnum. Smakkið samanstóð aðallega af tveimur þáttum. Annars vegar þýskum vínum í ódýrari kantinum og síðan nokkrum dýrari vínum sem Andri valdi. Í smakkinu voru allir fastafélagar nema Magnús. Ef mig misminnir ekki þá var allt smakkað blint.

Flight 1 - Eitt skrítið til að keyra smakkið í gang (1 Note)

Flight 2 - Nokkur þýsk vín bæði hvít og rauð (6 Notes)

Flight 3 - Tvö vín frá framandi slóðum (2 Notes)

  • 2019 Telavi Wine Cellar Saperavi Marani Traditional Qvevri Wine 82 Points

    Georgia, Kakheti

    Meðaldökkt á litinn. Massíf lykt. Höfug og þægileg lykt (úr cabernet sauvignon glasi). Pipar, dökk ber, brómber. Líka tóbak. Meðal sýra. Jarðartónar og remma. Virðist vera frekar óþroskað og ekki alveg í jafnvægi. Ilmurinn miklu betri en bragðið.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2016 Gitana Winery Lupi Rezerva

    Moldova, Cahul, Valul-lui-Traian

    Sápulykt, sedrusviður, ilmvatn og oxunartónar í nefi. Á tungunni komu fram sólþurrkaðir tómatar og soðnir tónar. Minnti á ranci. Einhverjir í hópnum töldu að vínið væri skemmt en flestir voru á því að það væri í lagi; væri bara sérstakt. Gef ekki einkunn en hún hefði ekki verið neitt sérstaklega há (80-82 skrifaði ég).

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Flight 4 - Klykkt út með nokkrum dýrari vínum (6 Notes)

  • 2017 Duckhorn Vineyards Cabernet Sauvignon Three Palms Vineyard 93 Points

    USA, California, Napa Valley

    Frekar ljóst á litinn. Mjög þægilegur ilmur. Mjúk krydd, dökkt súkkulaði, kakó. Síðan kaffi, vanilla og mynta. Mjög skemmtileg lykt af þessu víni. Síðan á tungunni: Talsverð sýra en samt fínt jafnvægi. Mjög mjúkt og flott. Mikil brennd ný eik og einnig mikil krydd. Myntu var líka þarna að finna. Virkilega flott vín. Kostar rúmlega 11.000 en ég held, svei mér þá, að það standi alveg undir þeim verðmiða.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 E. Guigal St. Joseph Vignes de L'Hospice 92 Points

    France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph

    Mjög dökkt. Vanilla, púrtvín, romm, varðeldur og kol í nefi. Líka oxun, brennd eik og brunatónar. Svo á tungunni: Mjög mikil sýra. Dökkir ávextir. Plómur, krækiber og sæta. Líka brennd eik. Mér fannst þetta gott en við vorum alveg týndir í því hvaðan þetta vín kæmi.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2011 Vignale di Cecilia Colli Euganei Covolo 89 Points

    Italy, Veneto, Colli Euganei

    Meðaldökkt, smá ryð í litnum. Útihús, fjós, leysiefni, lím í nefi til að byrja með. Síðan bættust við niðursoðin jarðarber, brennisteinn og sveskjur. Í bragði rautt kjöt og oxunartónar. Líka brennisteinseinkenni og sólbökuð jörð. Eldfjallajarðvegur. Í eftirbragði kaffi og málmkenndir tónar. Þess má geta að í þessari flösku var flottasti plasttappi sem ég hef nokkru sinni séð.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Domaine Costa Lazaridi Oenotria Land Syrah-Agiorgitiko 91 Points

    Greece, Continental Greece, Attica

    Mjög dökkt á litinn. Blek, talsverður bruni, brómber, lofnarblóm og karamella í nefi. Mjög dökkir tónar á tungu. Soðið, brennt, kryddað og samþjappað bragð. Boltaeinkenni. Í eftirbragði soðið kaffi og lakkrís. Vín sem kom mjög á óvart. Frambærilegt vín frá Grikklandi. Kostar reyndar rúmlega 6.000 kr.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2017 Casa Gran del Siurana Priorat Cruor 89 Points

    Spain, Catalunya, Priorat

    Meðaldökkt. Leysiefni, skógarber, lofnarblóm og oxunartónar í nefi. Rosalega þungt í munni. Sveskja, karamella og soðnir tónar. Lítil sýra. Kom verulega á óvart að þetta skyldi vera Cruor. Mjög langt frá þeim standard þar sem það á að vera á. Þó var vínið loftað í tvo tíma.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

  • 2018 Viña San Pedro Cabernet Sauvignon Cabo de Hornos 91 Points

    Chile, Rapel Valley, Cachapoal Valley

    Kolsvart á litinn. Reduction í byrjun. Eftir smá þyrlun þá hurfu þau einkenni og í nefi fundust: Karamella, sæta, vanilla, kaffi og skápalykt. Á tungunni kirsuber eða kirsuberjalíkjör, sólber og appelsínubörkur. Sýruríkt. Skemmtilegt vín sem kom á óvart.

    Post a Comment / Do you find this review helpful? Yes - No / Report Issue

Closing

Áhugavert að smakka þessi þýsku vín, þó þau væru fæst fyrir minn smekk. Einnig voru dýru vínin sem komu síðast áhugaverð. Duckhorn skaraði þar fram úr. Annað vín sem var eftirtektarvert var gríska vínið. Mjög frambærilegt vín. Eitt sem kom okkur á óvart var slök frammistaða hjá Cruor. Kom mér a.m.k. á óvart því ég hef verið hrifinn af því.

×
×