Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, sumarsmakk #2 2021

Hlíðarás 10

Tasted August 27, 2021 by bitdrerik with 81 views

Introduction

Dagskráin hljóðaði upp á fjögur mismunandi atriði. Hraðsmakk, vín frá Antoni Sánchez Ortiz (Celler Melis) í Torroja, gamalt og nýtt Mas la Plana og að lokum blindsmakk. Við vorum ekki nema sex að þessu sinni: Bolli, Björgvin, Lúðvík, Andri, Magnús og Jón Lárus.

Flight 1 - Hraðsmakk með fjórum vínum. (4 notes)

Red
2018 Mas Doix Priorat Les Crestes Spain, Catalunya, Priorat
86 points
Hraðsmakk:
Mjög ljóst. Ferskleiki í ilmi. Jarðarber, smá fjós í byrjun líka. Svo á tungunni. Rosalega aggressíft í byrjun. Mjög sýruríkt. Barr, mold og grænir tónar (græn paprika). Menn voru ekki hrifnir af þessu víni á þessari stundu. Ég skrifaði hjá mér 78-82 punktar. Þetta var bara ekki gott.

Smakkað svo aftur kvöldið eftir:
Þá kom í ljós að það hafði gerbreyst. Í nefi: Lím, runnagróður, krydd og smá spíri. Líka Jarðarber (jarðarberja Sun Lolly), vínber. Á tungunni: Lím og jarðarber. Grænu nóturnar voru horfnar og eiginlega allt sem að var óþægilegt við vínið kvöldið áður. Ferskt, milt og þægilegt. Við höfðum það með lambabógi og það var mjög góð pörun. Greinilegt að þetta vín þarf loftun, virkar ekki beint úr flöskunni. Seinna kvöldið var það algerlega 16,5€ virði þótt það hefði ekki verið það kvöldið áður. Myndi setja svona 85-87 punkta á þetta seinna kvöldið.
Red
2017 Dominio del Aguila Pícaro del Aguila Viñas Viejas Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
84 points
Hraðsmakk:
Frekar dökkt á litinn. Í nefi, skítalykt, næstum æla í byrjun. Það hvarf svo hratt. Svo koma tjörutónar, bik. Þar á eftir kom ávöxtur, kirsuber. Einnig vanilla. Þægilegur ilmur. Sýrumikið á tungu. Líka ber, ljós kirsuber. Svo koma óþægilegri tónar. Barkartónar sem voru ekki alveg að gera sig ásamt brenndum nótum í lokin. Frekar þunnt líka. Vín sem kostar 23,5€ og er langt frá því að skila til baka. Slappt QPR í mínum huga.
Red
2015 La Granja Nuestra Señora de Remelluri Rioja Lindes de Remelluri Viñedos de Labastida Spain, La Rioja, La Rioja Alavesa, Rioja
86 points
Hraðsmakk:
Meðaldökkt. Í nefi, kirsuber, þroskaður banani. Lakkrístónar í lokin. Svo þegar var smakkað á því: Flott sýra og ágætis jafnvægi. Ferskt, létt og þægilegt. Smá beiskja í lokin sem dregur aðeins úr ánægjunni. Frekar þunnt líka. Miðað við verð (u.þ.b. 14€) samt mjög góð kaup.
Red
2016 Abadia Retuerta Selección Especial Sardon de Duero Spain, Castilla y León, Vino de la Tierra de Castilla y León
87 points
Hraðsmakk:
Meðaldökkt á litinn. Þægileg lykt. Leður, sólber og brennt gúmmí. Á tungunni: Þægilegt berjabragð. Svo kaffi í lokin. Fínt jafnvægi. Vantar samt fyllingu til að vera virkilega gott. Kostar líka 23,5€. Er ekki nægilega gott til að fylla upp í þann verðmiða.
1 person found this helpful Comments (3)

Flight 2 - Mas Melis í Torroja. (3 notes)

Red
2015 Cellers Melis Priorat Obrador Spain, Catalunya, Priorat
Meðaldökkt til dökkt á litinn. Svakalega soðnir tónar í nefi (Væntanlega mjög þroskaðar þrúgur). Síðan límtónar (UHU til jötungrips jafnvel). Lím í bragði! Og svo steinefni fyrir allan peninginn. Mjög furðulegt vín. Bolli sagði að þetta væri eins og að smakka á lavender reykelsi (hversu gott sem það nú er). Ekki í jafnvægi. Held að ég setji ekki einkunn á þetta vín (annars væri það ekki nema 80-82 stig).
Ef horft er á komment um þetta vín frá tveimur árum síðan þá talaði ég um gott jafnvægi. Þá gæti alveg verið að þessi flaska hafi ekki verið alveg í lagi.
Red
2015 Melis Priorat Elix Spain, Catalunya, Priorat
89 points
Mjög dökkt á litinn. Steinefni í ilmi. Líka lím, döðlur, gráfíkjur. Sætleiki semsagt. Appelsínubörkur datt svo inn. Svipaðir tónar og í Obrador en bara hreinni og fágaðri. Gott jafnvægi í munni. Rúsínur. Mjög dökkt bragð. Lakkrís, leður. Í lokin koma svo brunatónar sem trufla aðeins.
Red
2016 Melis Priorat Spain, Catalunya, Priorat
92 points
Mjög dökkt á litinn, eins og Elix. Fágaðri lykt en hjá Elix. Minna lím og ekki eins soðið. Kaffi og súkkulaði komu svo fram í glasinu eftir smá stund. Mjög flott jafnvægi á tungu. Ekkert mjög greinileg einkenni en talað var um m.a. salvíu og lofnarblóm. Mild eik. Mjög flott vín sem mér fannst minna svolítið á Montsalvat.

Flight 3 - Gamalt og nýtt Mas la Plana. (2 notes)

Red
2013 Torres Cabernet Sauvignon (Black Label) Mas La Plana Spain, Catalunya, Penedès
91 points
Frekar dökkt eða jafnvel mjög dökkt á litinn. Mjög flott, ljúf og þykk lykt. Einiber, járn og blóð. Svo komu tyggjótónar. Einhver minntist einnig á afgas frá bílvél. Í munni sólber, járn. Þægileg sýra.
Red
1993 Torres Cabernet Sauvignon Gran Coronas Reserva Mas La Plana Spain, Catalunya, Penedès
Frekar dökkt á litinn. Mjög lítil öldrun sjáanleg í litnum. Á nefinu bleiulykt, klóak og hveralykt í byrjun. Þau einkenni hurfu svo fljótt og eftir sátu sólber mestmegnis. Þegar var svo smakkað á víninu þá fór um menn. Talað var um að það bragðaðist eins og blautur pappakassi. Munnurinn kipraðist saman þegar var smakkað á víninu. Almennt var álitið að vínið væri komið yfir toppinn eða jafnvel skemmt. Björgvin tók svo restarnar af Mas Plana vínunum heim til sín og smakkaði aftur daginn eftir. Þá kom í ljós að allt var í fína lagi með vínið, vantaði bara umhellingu. Gef þessu víni ekki einkunn það var allt of skrítið þegar við smökkuðum það allir.

Flight 4 - Blindsmakk, fjögur vín. (4 notes)

Red
2012 Château Clos du Moulin France, Bordeaux, Médoc
88 points
Þá var komið að því að blindsmakka fjórar flöskur.
Þetta vín var mjög dökkt. Lítur ekki út fyrir að vera mjög gamalt. Smá brúnka samt í jöðrum. Í nefi: Fjós, sólber, þétt sýra. Fínn ilmur. Eftir smá stund í glasinu þá bættust við bökuð ber og brennd karamella. Á tungunni mátti svo finna: Krydd, hvítur pipar. Þarna var líka mold og sandur. Talsverð tannín og frekar þunnt.
Við vorum nú sammála um að þetta væri gamli heimurinn og með smá vísbendingum þá lentum við nú nokkurn veginn á réttum stað.
Red
2015 Castello Banfi Brunello di Montalcino Italy, Tuscany, Montalcino, Brunello di Montalcino
93 points
Mjög ljóst á litinn. Smá oxun í litnum greinanleg. Sæta í ilmi, brjóstsykur. Ekkert rosalega opið. Á tungunni talsvert kryddað. Tyrkneskur piparlakkrís og jarðvegur. Mikill ferskleiki. Flott jafnvægi. Mjög gott vín.
Við hugsuðum fyrst pinot noir út af litnum en það var nú slegið fljótt út af borðinu. Þá var stungið upp á barbaresco en það voru nú ekki allir sáttir við þá tillögu. Við vorum samt flestir ef ekki allir á því að þetta væri ítalskt. Eins og með fyrsta vínið þá lentum við nú svona nokkurn veginn á réttum stað eftir að hafa fengið smá vísbendingar.
1 person found this helpful Comment
Red
2016 Craggy Range Syrah Le Sol Gimblett Gravels Vineyard New Zealand, North Island, Hawke's Bay, Gimblett Gravels
90 points
Mjög dökkur litur. Þétt sýra. Svolítið lokað. Hvöss lykt, krydd, svartur pipar og olía. Á tungu mjög kryddað og með talsverðri eik. Talsverð sýra en ekki óþægileg.
Við vorum alveg úti á þekju með þetta vín svo það sé nú bara sagt. Héldum að það væri frá gamla heiminum en skildum samt ekki hvaðan það gæti verið. Vísbendingar hjálpuðu ekkert. Að lokum varð bara að sýna flöskuna.
Red
2018 Castello di Querceto / Querceto Chianti Classico Italy, Tuscany, Chianti, Chianti Classico DOCG
82 points
Frekar ljóst á litinn. Lítur út fyrir að vera ungt. Ferskur ávöxtur í nefi, sæta og svo súrhey. Síðan komu mangó og ananas, suðrænir tónar. Ilmurinn frekar þægilegur. Annað var hins vegar uppi á teningnum þegar var smakkað á því: Talað var um ananas. Annars var mikil sýra í munni líka mikil eik. Rammt, súrt og í ójafnvægi. Afskaplega óspennandi vín.
Eftir að hafa séð hvað Banfi vínið var ljóst þá var ekkert hik á mönnum að fara beint til Ítalíu og enda í Chianti héraðinu. Það var ekki svo slæmur árangur.

Closing

Í hraðsmakkinu þá kom Lindes de Remelluri langbest út í smakkinu sjálfu. Ódýrt vín (14€) sem er virkilega gott. Les Crestes, sem var áberandi slakast í smakkinu sjálfu kom síðan verulega til baka daginn eftir og endaði sem mjög frambærilegt vín. Þarf greinilega umhellingu.
Í Celler Melis hlutanum þá var grunnvínið frekar óspennandi og toppvínið, Elis, mjög gott. Ég myndi samt ekki kaupa það á 64€. Sameiginlegt með öllum vínunum voru einhvers konar soðnir tónar eða steinefnatónar. Minnst áberandi samt í toppvíninu.
Mas la Plana kaflinn var svo áhugaverður. Við töldum að gamla vínið væri annaðhvort komið vel yfir toppinn eða jafnvel skemmt. Björgvin rannsakaði það daginn eftir og þá kom í ljós að það var allt í lagi með það. Þurfti bara umhellingu. Ágætis punktur að hafa í huga ef maður fær sér Mas la Plana.
Að lokum í blindsmakkinu þá vorum við nú vel volgir til heitir í þremur af fjórum vínum. Við vorum hins vegar alveg á gati með nýsjálenska vínið. Blindsmakk er erfitt eins og komið hefur fram.
Mjög fjölbreytt, lærdómsríkt og skemmtilegt smakk.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close