Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbbur, vínsmakk #1 haust 2014

Marbakkabraut 12

Tasted September 26, 2014 by bitdrerik with 380 views

Introduction

Fyrirkomulagið á þessu smakki var þannig að fjórum smökkurum var falið að koma með tvær flöskur hver. Önnur átti að vera meðaldýr (2.500-3.500 kr.) frá svæði sem smakkari valdi úr lista sem hann fékk sendan og sú síðari mátti vera dýrari en frá sama svæði/landi eftir atvikum. Smakkarar að þessu sinni voru: Indriði, Björgvin, Skeggi, Jón Loftur, Siggi, Sverrir, Ólafur Andri og Jón Lárus.

Flight 1 - Ódýru vínin. (4 notes)

Red
2011 Bodegas Beronia Rioja Crianza Spain, La Rioja, Rioja
83 points
Fyrsta vín í fyrri hluta smakksins. Ljóst á litinn. Ferskur ilmur. Unglegt. Anís og vanilla í bragði. Einnig pipar. Fínt jafnvægi.
Red
2010 Bodegas Alejandro Fernández Ribera del Duero Tinto Pesquera Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
90 points
Annað vínið í fyrri hluta smakksins. Frekar dökkt á litinn. Sætur ilmur, fjólur, vanilla. Mikil fylling. Jarðartónar í munni. Nett vanilla. Mjúk tannín.
Red
2012 Castello Banfi Centine Toscana IGT Italy, Tuscany, Toscana IGT
86 points
Þriðja vínið í fyrri hálfleik. Millidökkt á litinn. Ekki mikill ilmur en samt þykkur. Í munni sveita og jarðartónar. Rauð ber. Smá tannín. Óþroskað.
Red
2009 Anakena Carménère Single Vineyard Malva Chile, Rapel Valley
87 points
Vínsmakk. Síðasta flaskan í fyrri umferð. Litur mjög dökkur, svarblár. Í nefi apóteksilmur. Mynta og dökk ber í munni. Stuðandi í fyrstu eftir gamla heims vínin en það jafnaði sig eftir nokkra sopa. Gott vín.

Flight 2 - Dýrari vínin. (4 notes)

Red
2003 Bodegas Alejandro Fernández Ribera del Duero Tinto Pesquera Reserva Especial Spain, Castilla y León, Ribera del Duero
93 points
Þá var komið að fyrsta víninu í seinni hluta smakksins. Þegar hér var komið sögu var vitað að vínin í seinni hlutanum yrður frá Ribera del Duero, Rioja, Toscana og Síle.
Mjög dökkt á litinn. Mikil útihús í nefi. Dökk ber, kaffi, ristuð eik í munni. Mikil tannin.
Red
2010 Castello Banfi Summus Italy, Tuscany, Montalcino, Sant' Antimo
92 points
Annað vínið í seinni umferðinni. Mjög dökkur litur. Sæta í ilmi. Einnig sæta í bragði. Marsípan og vanilla.
Red
2006 Bodegas Montecillo Rioja Gran Reserva Spain, La Rioja, Rioja
90 points
Þriðja vínið í seinni hluta smakksins. Á undan þessu víni var búið að negla niður Ribera del Douero og Toscana. Þetta hlaut því að vera annað hvort frá Síle eða Rioja.
Ljós litur. Mjög fágaður ilmur. Gott jafnvægi. Purusteik, leður í bragði. Flott vín sem er líklega komið á toppinn. Óvíst hvað það endist í viðbót.
Red
2011 Montes Purple Angel Chile, Rapel Valley, Colchagua Valley
93 points
Síðasta flaskan í formlegu smakki. Mjög dökkur litur, nánast svartur. Ekki mikill ilmur. Í munni dökk ber, krækiber. Vottur af vanillu. Ungt vín sem á mikið eftir

Flight 3 - Saklaust fórnarlamb. (1 note)

Closing

Skemmtilegt smakk. Ég held að flestir hafi verið sammála um að besta vínið hafi verið Pesquera Reserva Especial. Mér fannst síðan Summus og Purple Angel narta í hælana á því, bæði þrusugóð á sinn hátt þótt ólík væru. Bestu kaupin er svo líklega að finna í Pesquera Crianza. Virkilega gott vín á tæplega 4.000 kall.
Það var rætt um að ef við smökkum aftur skv. þessu formati að afhjúpa þá ekki flöskurnar eftir fyrri hluta smakksins því það auðveldaði mjög ágiskanirnar að vita hvaðan vínin í fyrri hlutanum komu.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close