Important Update From the Founder Read message >

Eðalklúbburinn rúllar um Rónardalinn.

10 vínhús og ein súkkulaðigerð heimsótt í norður og suður Rónardalnum.

Tasted May 23, 2022 - May 27, 2022 by bitdrerik with 243 views

Introduction

Eðalklúbburinn lagði land undir fót og skellti sér í smá könnunarleiðangur um Rónardalinn. Þetta var allt gert undir styrkri fararstjórn Stéphane Aubergy. Allir núverandi meðlimir klúbbsins voru með: Andri, Björgvin, Bolli, Indriði, Jón Lárus, Jón Loftur, Lúðvík og Magnús. Byrjað var í Lyon og þaðan röktum við okkur til suðurs alla leið til Avignon. Alls voru heimsótt tíu vínhús ásamt því að ein súkkulaðigerð af betra taginu var skoðuð.

Flight 1 - Guigal (6 notes)

Í Guigal víngerðinni þá fengum við grunnútgáfu af smakki. Allt í lagi með það. Í smakksetrinu er mjög flott safn sem tengist víngerð á alls konar hátt. Við vorum mættir nokkuð tímanlega fyrir smakkið og brugðum okkur inn á vínekru sem Guigal á. Þar var fólk að vinna við að binda upp syrah vínvið. Mjög áhugavert að fylgjast með því.

White
2019 J. Vidal-Fleury Condrieu France, Rhône, Northern Rhône, Condrieu
88 points
Ljóst á litinn. Í nefi: Blóm, fjólur, perur, melóna og þroskuð epli. Í munni: Meðalþykkt. Þægilegt á tungu. Þægileg sýra. Apríkósur áberandi í bragði. síðan kemur biturleiki í endann. Einnig anís og kryddtónar í eftirbragði. Fínt vín en verðmiði upp á 33€ er svolítið hár.
White
2020 Domaine de Bonserine Condrieu France, Rhône, Northern Rhône, Condrieu
89 points
Mjög ljóst á litinn. Þurrkaðar apríkósur í nefi. Síðan eikartónar og möndlur. Þyngri ilmur en í Vidal Fleury víninu á undan. Í munni ekki eins ferskt og vínið á undan. Perur, perubrjóstsykur. Smá oxun. Síðan rjómi og smjör. Miklu meiri fylling í þessu víni. Í eftirbragði komu svo fram möndlur. Ætti að vera fínt næstu 3 til 5 árin. Verðmiðinn 38€.
White
2020 E. Guigal Condrieu France, Rhône, Northern Rhône, Condrieu
90 points
Frekar ljós litur. Örlítið gulara en fyrstu tvö hvítvínin. Í nefinu voru perur, appelsínur, hunang og marsípan. Einnig smá eik. Það mátti líka greina vanillusykur og sultaða ávexti (confit). Þegar var bragðað á víninu komu fram apríkósur, hunang og eikartónar (vanilla). Mjög þægileg sýra og jafnvægi. Silkimjúkt. Verðmiðinn á víninu er 34€ sem verður að teljast sanngjarnt fyrir svona flott vín.
Red
2018 J. Vidal-Fleury Côte-Rôtie Brune et Blonde France, Rhône, Northern Rhône, Côte-Rôtie
90 points
Mjög ljós litur. Sýruríkt í nefi. Rifsber, rauð kirsuber, bláber og sólber. Það mátti líka greina reyk. Á eftir fylgdu svo myntutónar. Þegar var smakkað á víninu þá kom fram mikill ferskleiki í byrjun. Þægilegt í munni. Svolítið sveitalegt, hrjúft en viðkunnanlegt. Þægileg tannín en örlaði á grænum tónum. Frekar einfalt en samt fágað vín. Okkur var sagt að í þessu víni væri 5% af viognier þrúgunni. Einnig að þrúgurnar sem fara í þetta vín séu þær syrah þrúgur sem vaxa nyrst í Frakklandi. Það er áhugavert.
Red
2019 E. Guigal Côte-Rôtie Brune et Blonde France, Rhône, Northern Rhône, Côte-Rôtie
91 points
Ljós litur. Miklu þyngri ilmur en af Vidal Fleury víninu. Dökk kirsuber, málmtónar, sólber. Mikill ferskleiki. Síðan tóbak, sedrusviður, ekvalyptus. Mjög þægilegur ilmur. Á tungunni voru svo mjög fín tannín. Mjög mjúkt. Fínt jafnvægi. Eikin mjög vel samofin við vínið. Kirsuber, rúsínur og pipar. Verðmiði 49€. Þetta er vín sem er á 9.200 kall í vínbúðum.
Red
2019 E. Guigal Hermitage France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage
93 points
Þetta var síðasta vínið í Guigal heimsókninni. Meðaldökkur litur. Silkimjúkur ilmur. Mynta, kirsuber, reykur, sulta. Allt þetta mátti finna í ilmi. Líka karamellu þegar á leið. Svört kirsuber, plómur, súkkulaði (mjólkur) og ólífur. Þarna var líka mynta. Mikill ferskleiki í víninu og fínt jafnvægi. Virkilega flott vín.

Flight 2 - De Boisseyt (6 notes)

Lítil en mjög skemmtileg víngerð, sem Stéphane er með einhverjar tengingar við, var svo heimsótt næst á eftir Guigal. Við höfðum smakkað eitt vín frá þessari víngerð áður, í síðasta jólavínsmakki. Það hafði komið vel út. Þessi heimsókn var ekki síður skemmtileg.

White
2020 De Boisseyt St. Joseph Blanc "Les Garipelées" France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
88 points
Frekar lokað. Sítrus, vottur af perum. Einnig fersk græn epli, ananas, Möndlur svo í eftirbragði. Þegar bragðað er á víninu þá er þar ágætis fylling og fínt jafnvægi. Ferskt. Sítrus, greip. Svo krydd, múskat í eftirbragði. Þar er líka ákveðin sæta. Möndlur og marsípan. Ágætis vín. 22€ verðmiði.
White
2019 De Boisseyt Condrieu "Les Corbonnes" France, Rhône, Northern Rhône, Condrieu
86 points
Örlítið meiri litur en í Saint Joseph víninu. Sápa, sítrus, perur og lofnarblóm í ilmi. Einnig apríkósur, suðrænir ávextir og gras (eiginlega sölnað gras, sina). Á tungunni gefur vínið ekki mikið af sér í byrjun. Svo koma perur og steinefni. Léttara og þynnra en fyrsta vínið. Bragðið smá vonbrigði eftir fallegan ilm í byrjun. Þetta vín er samt 10€ dýrara. Ekki spurning um að fyrra vínið er miklu betri kaup.
Red
2018 De Boisseyt St. Joseph "Les Garipelées" France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
90 points
Úr magnum flösku, því þessi árgangur var búinn úr venjulegri stærð. Frekar ljóst á litinn. Dökkir tónar í nefi. Ljósrauðir ávextir. Mjög ávaxtaríkt. Kirsuber, reykur, ryk og olía. Fíngerður ilmur. Sama má segja um bragðið. Fíngert. Fín fylling. Talsverð eik. Tannínin eru fíngerð. Rjómi og súkkulaði koma svo í bragði í lokin. Vínið mýkist líka eftir smá tíma í glasi. Það var talsvert botnfall af þessu víni hjá mér. Vín sem kostar um 23€ í venjulegri stærð. Held að það séu ekki slæm kaup.
Red
2018 De Boisseyt St. Joseph Izeras France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
90 points
Þetta er vín sem við smökkuðum í síðasta jólavínsmakki. Það kom vel út þá og ekki síður vel í sjálfri víngerðinni. Vínið er frekar ljóst á litinn. Ilmurinn gefur reyndar ekki mikið af sér. Vínið er frekar lokað. Það sem kemur þó er mjög þægilegt. Í góðu jafnvægi þegar er smakkað á því. Nettari eik en í víninu sem fór á undan. Betra jafnvægi.
Red
2018 De Boisseyt St. Joseph Les Rivoires France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
91 points
Meðaldökkur litur. Í byrjun malolactic tónar sem hverfa fljótt. Þegar glasinu var þyrlað kom fram talsverður ávöxtur. Rauð ber, kirsuber. Í munni: Ágætis fylling. Sæta, kirsuber og vanilla koma fram fyrst. Talsverð eik og mikill ávöxtur í lokin. Flott jafnvægi. Við smökkuðum þetta vín í jólasmakki og voru menn almennt hrifnir af því þá. Það var ekki síðra í þetta skiptið. Vín sem kostar 30€.
Red
2019 De Boisseyt Côte-Rôtie Côte Blonde France, Rhône, Northern Rhône, Côte-Rôtie
92 points
Mjög ljós litur. Þroskuð sólber í ilmi. Líka blóm og gras. Olíukennd lykt. Hindber og krækiber voru líka nefnd. Þegar smakkað: Fíngerður jafn ávöxtur. Kirsuber, jarðarber, niðursoðin kirsuber. Í lokin komu svo krækiber, svartur pipar og smá beiskja. Hrjúfara en vínin sem fóru á undan en líka meira vín. Kostar 70€. Mér finnst það ekki alveg standa undir þeim verðmiða. Ég myndi a.m.k. frekar velja St. Joseph vínin sem eru mun ódýrari.

Flight 3 - Pierre Gaillard (16 notes)

Síðasta heimsóknin á fyrsta degi smakksins var til Pierre Gaillard. Hann byrjaði á því að arka með okkur hring um vínekrurnar, sem eru í mjög fjölbreyttu landslagi. Byrjuðum sjálft smakkið á að bragða á nokkrum hvítvinum beint úr tönkum. Að því loknu byrjaði svo hefðbundið smakk. Þetta varð svo heljarinnar smakk því Pierre ætlaði aldrei að hætta að draga fram flöskur. Mjög skemmtilegt, fjölbreytt og fróðlegt smakk.

White
2021 Pierre Gaillard St. Joseph Blanc France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
Við byrjuðum smakkið hjá Pierre Gaillard á því að smakka fjögur hvítvín beint úr tönkum.

Fyrsta vínið: 100% Roussanne frá St. Joseph. 2021 árgangur.
Aðallega ananas í ilmi. Á tungunni líka ananas en einnig kryddaðir tónar.

Annað vínið: Blanda 50% Marsanne og 50% Roussanne frá St. Peray. 2021 árgangur.
Í nefinu: Ananas, smjör og ylliblóm. Flóknara en fyrsta vínið þegar bragðað á því. Sítrustónar. Rúnnað og gott jafnvægi. Svo mjólkursýra (mysa) og sæta í eftirbragði.

Þriðja vínið var svo 100% Chardonnay frá svæði nálægt Crozes Hermitage. Vin de Pays þar sem þrúgan er ekki leyfð í vínum með nafn. 2021 árgangur.
Smjör í ilmi og lítið annað. Rúnnað og þægilegt þegar bragðað á því. Kryddtónar og smá sítrus.

Fjórða og síðasta vínið í þessu hvítvíns tankasmakki var svo 100% Viognier frá Condrieu. 2021 árgangur.
Í nefinu: Blóm, ferskleiki, sumar og fjör. Svo suðrænir ávextir, ananas. Flókið. Mjög ferskt þegar smakkað á því þrátt fyrir að vera við 23°C!

Það var stígandi í þessu örsmakki. Mér fannst tvö síðustu vínin vera best. Fyrsta vínið var dálítið einfalt. Samt ekki vont á neinn hátt.
White - Sweet/Dessert
2020 Pierre Gaillard Condrieu Jeanne-Elise France, Rhône, Northern Rhône, Condrieu
92 points
Eftir tankasmakkið þá var byrjað á þessu víni. Sætt vín, gert með vin de paille aðferðinni (þar sem þrúgur eru þurrkaðar á strámottum).
Í nefi: Hálmur og niðursoðnar ferskjur. Mikil sæta og apríkósur þegar smakkað á víninu. Virkilega gott vín.
Rosé
2021 Pierre Gaillard Vin de Pays des Collines Rhodaniennes Rosé de Syrah France, Rhône, Northern Rhône, Vin de Pays des Collines Rhodaniennes
84 points
Laxableikur litur. Frekar ljós. Lokað í nefi. Á tungunni: Ekki mikill ávöxtur. Mikill ferskleiki. Sætir tónar, marsípan. Fíngert. Þokkalegasta rósavín.
Red
2020 Pierre Gaillard Crozes-Hermitage France, Rhône, Northern Rhône, Crozes-Hermitage
88 points
Klassísk syrah einkenni í ilmi. Krydd eins og oregano og timjan, pipar, rauð ber. Mikill ávöxtur á tungu. Frekar hörð tannín ennþá. Svolítið kantað enda ungt. Ekkert slæm frammistaða samt hjá 18,5€ víni.
Red
2020 Pierre Gaillard St. Joseph France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
90 points
Meðaldökkur litur. Í ilmi, rauður ávöxtur. Mjög fínn ilmur. Mjög mjúkt og þægilegt á tungu. Smá remma í eftirbragði. Engu að síður virkilega fínt vín í mjög góðu jafnvægi.
Red
2020 Pierre Gaillard St. Joseph La Relève France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
89 points
Meðaldökkur litur. Mjög ávaxtaríkur ilmur. Aðallega dökkir ávextir. Þægilegt á tungu. Sæta og lakkrís svona að stofni til. Aðeins of mikil eik fyrir minn smekk. Skemmtilegt vín en pínu hrjúft.
Red
2020 Pierre Gaillard St. Joseph Clos de Cuminaille France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
91 points
Meðaldökkur litur. Mjög flottur ilmur. Kirsuber og aðrir dökkir ávextir. Mjög dökkir tónar, svo þegar var smakkað á víninu. Dökkir ávextir, lakkrís, bruni. Mjög temmileg sýra og flott jafnvægi. Besta vínið af St. Joseph vínunum sem við fengum að smakka. Þau voru öll góð samt.
Red
2020 Pierre Gaillard St. Joseph Les Pierres France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
90 points
Meðaldökkur litur. Mjög bjartur og fallegur ilmur. Dökkir tónar í munni. Passleg eik. Þykkt, mikið og þægilegt bragð. Ekki alveg í sama klassa og Clos de Cuminaille samt.
Red
2020 Pierre Gaillard Côte-Rôtie Esprit de Blonde France, Rhône, Northern Rhône, Côte-Rôtie
93 points
Mjög dökkt. Þvílíkur ilmur! Mynta, kæling. Dökkir ávextir. Lágvær og í flottu jafnvægi. Á tungunni: Silkimjúkt og allt í jafnvægi. Mikil flækja í bragði. Tilbúið þótt ungt sé.
Red
2019 Pierre Gaillard Côte-Rôtie Rose Pourpre France, Rhône, Northern Rhône, Côte-Rôtie
94 points
Enn dýrara vín en Esprit de Blonde næst á undan. Þessi er á 90€. Mjög dökkt . Ilmurinn frábær eins og í fyrra víni. Ilmhnoðri sem er erfitt að greina í sundur á stuttum tíma. Tónarnir voru samt í dekkri kantinum. Sama mátti segja þegar var bragðað á víninu. Jafnvægið var frábært. Þarna var allt á sínum stað. Engu ofaukið og ekkert vantaði. Virkilega gott vín. Líklega hakinu betra en vínið á undan.
Red
2006 Pierre Gaillard St. Joseph Les Pierres France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
92 points
Nú kom Pierre með tvær gamlar flöskur frá St. Pierre. Sú fyrri, 2006 var úr flösku sem hafði verið opnuð áður. Mjög flottur ilmur í virkilega góðu jafnvægi. Mjög mikil mýkt á tungu. Þroskað. Lítill ávöxtur en engir öldrunartónar. Þægilegt vín.
Red
2007 Pierre Gaillard St. Joseph Clos de Cuminaille France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
90 points
Seinna vínið af þeim gömlu sem Pierre bauð upp á var þetta. Úr áður opnaðri flösku. Ilmur var frekar lokaður. Mjög mjúkt. Virtist vera komið lengra á þroskabraut en 2006 vínið. Þarna voru sveskjutónar sem voru ekki í fyrra víninu. Ágætt en ekki eins spennandi og 2006.
Red
2015 Pierre Gaillard St. Joseph France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
flawed
Því miður var þessi flaska illa skemmd.
Red
2015 Pierre Gaillard Côte-Rôtie France, Rhône, Northern Rhône, Côte-Rôtie
flawed
Því miður þá var þessi flaska líka gerónýt. Ótrúleg óheppni að lenda á tveimur löskuðum flöskum í röð. Enda var Pierre nóg boðið og fór og sótti Banyuls. Tvær flöskur skyldi það vera.
Red - Fortified
N.V. Domaine Madeloc Banyuls Ma Dame Jeanne France, Languedoc Roussillon, Roussillon, Banyuls
90 points
Mikil oxunareinkenni í ilmi. Mjög þægilegt þegar bragðað á víninu. Ekki samt mikill karakter.
Red - Fortified
N.V. Domaine Madeloc Banyuls Robert Pagès France, Languedoc Roussillon, Roussillon, Banyuls
92 points
Miklu minni oxun en í Ma Dame Jeanne víninu í nefi. Miklu meira greinanlegt bragð líka. Núggat, hnetur, súkkulaði og sveskjur. Miklu betra vín en Ma Dame Jeanne. Virkilega gott.

Flight 4 - Chapoutier (10 notes)

Ég veit ekki hvernig Stéphane fór að því að útvega þetta smakk en það var ótrúlega flott. Okkur var fyrst ekið upp á Hermitage hæðina þar sem við skoðuðum ekrur Chapoutier vínhússins. Þær liggja margar hverjar vel og útsýnið er frábært. Í smakkinu voru svo tosaðir út allir takkarnir, eins og orgelleikarar myndu segja. Tvö af allra flottustu vínum ferðarinnar komu fram þarna.

White
2020 M. Chapoutier St. Péray Haut Chamblard France, Rhône, Northern Rhône, St. Péray
88 points
Gylltir tónar í litnum. Bjartur og fallegur ilmur. Í byrjun, brauð, sveppir (á góðan hátt), jarðvegur (þurr), ristað brauð. Síðan komu ávextir, perur, sítrus og hnetur. Í munni, þægilegt. Talsverður ferskleiki. Fínt jafnvægi. Sítrus og perur. 100% marsanne.
White
2019 M. Chapoutier St. Joseph Blanc Les Granilites France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
89 points
Svipaður litur og á Haut Chamblard víninu. Í ilmi líka svipað og vínið sem fór á undan. Samt voru þarna líka fersk rauð ber, jarðarber. Líka blómaangan, blæjuber og perur. Ferskur ilmur. Í munni mjög ferskt. Meiri fylling en í víninu á undan. Gott vín.
White
2018 M. Chapoutier Hermitage Blanc Chante-Alouette France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage
92 points
Svipaður litur og áður. Miklu þykkari ilmur. Olíutónar, ananassafi. Fíngerðari en samt flóknari ilmur en í fyrri vínum. Marsípan í lokin. Í munni mjög fíngert og í flottu jafnvægi. Hunangsmelóna og marsípan í bragði. Svo steinefni og sítrus í eftirbragði. Sýran kom aðeins fram í lokin. Virkilega gott vín.
1 person found this helpful Comment
White
2011 M. Chapoutier Ermitage Blanc De L'Orée France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage
95 points
Síðasta hvítvínið sem við fengum að smakka var svo þetta. Liturinn dýpri og með gylltum tónum. Blóm, hunang og sveit í nefinu. Virkilega fáguð og falleg lykt. Á tungunni, ótrúleg dýpt og jafnvægi. Hnetur, hunang. Vaxkennd áhrif. Frábærlega mjúkt. Með betri hvítvínum sem ég hef smakkað.
2 people found this helpful Comment
Red
2020 M. Chapoutier Côtes du Rhône Belleruche France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
86 points
Þá var farið í rauðvínin. Dálítið mikið stökk til baka eftir hið frábæra De l'Orée. Meðaldökkur litur. Sólber, sulta í nefi. Mjög ferskt. Dökk ber og krydd á munni. Þokkalegt Côtes du Rhône.
Red
2020 M. Chapoutier Crozes-Hermitage Les Meysonniers France, Rhône, Northern Rhône, Crozes-Hermitage
90 points
Miklu dekkra á litinn en Belleruche vínið. Annars ekvalyptus, rauð ber, smá fjós, bökunarkrydd, múskat og harðfiskur í nefi. Mikill ávöxtur á tungu. Líka talsverð sýra. Krydd, pipar og negull. Þægilegt í munni.
Red
2018 M. Chapoutier Domaine de Bila-Haut Occultum Lapidem France, Languedoc Roussillon, Roussillon, Côtes du Roussillon Villages Latour
89 points
Dökkur litur. Pínu öldrunartónar farnir að koma fram. Lokað í byrjun. Ekki mikill ávöxtur en samt svört kirsuber. Smurolía og leður í nefi. Bakaðir og dökkir tónar í munni. Svört kirsuber, tóbak, rúsínur og krækiber. Ekki alveg minn stíll þetta vín en samt ágætt.
Red
2018 M. Chapoutier Châteauneuf-du-Pape Pie VI France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
93 points
Ryðgað í köntunum. Gefur ekki mikið af sér í nefi í byrjun. Jörð, mold, krydd, klæðaskápur, ryk. Þægileg en þung lykt. Svo kom píputóbak og reykur í lokin. Kirsuber, sykruð ber á tungu. Mjög tannínríkt. Dökkir tónar og gott jafnvægi. Súkkulaði í eftirbragði. Fínasta vín.
Red
2017 M. Chapoutier Hermitage La Sizeranne France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage
91 points
Meðaldökkur litur. Í ilmi útihús, skán úr fjárhúsi. Svo koma svört kirsuber, rauðrófur. Þarna voru líka blóm, ilmvatn og dökk sulta. Svolítil vonbrigði með bragðið á víninu eftir mjög flottan ilm sem lofaði góðu. Það var svo frekar þunnt og framþungt. Þokkalegt jafnvægi. Tannínin svolítið áberandi. Viður og rabarbari.
Red
2008 M. Chapoutier Ermitage Le Pavillon France, Rhône, Northern Rhône, Hermitage
95 points
Þarna var komin öldrun í lit. Hvass ilmur. Stollenkaka, rúsínur, vínlegnir þurrkaðir ávextir og niðursoðin kirsuber. Þægilegur en mjög dökkur ilmur. Ekki mikill ávöxtur á tungunni. En mikill ferskleiki og gríðarlega flott jafnvægi. þarna er fullt af svörtum pipar og einnig tóbak. Fágað og gríðarlega flott vín.

Flight 5 - Valrhona súkkulaði og vínpörun (4 notes)

Þessi heimsókn var mjög fróðleg og skemmtileg. Vínparanirnar við mismunandi súkkulaðitegundir voru mjög misjafnar. Sumar heppnuðust vel aðrar ekki eins. Það var hins vegar mjög fróðlegt að sjá hvernig súkkulaði verður til frá kakóbaun í pakka. Ég vissi næstum ekkert um þetta ferli fyrir heimsóknina. Var fróðari eftir.

Red
2018 Cave de Tain St. Joseph Héritiers Gambert Terre d'Ivoire France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
Perur, ferskjur, gras og ananas í nefi. Þægileg sýra, ágætis jafnvægi og smá eik greinileg.

Þetta vín var parað með tveimur mismunandi súkkulaðitegundum.

Fyrst með Biskelia sem er 33% mjólkursúkkulaði. Biskelia var með karamellu í nefi. Bragðið var svo með alls konar: Mysing, malt, kex, mjólk

Þarna var eikin í víninu fín með súkkulaðinu.

Síðan parað með Bahibe sem er með 46% kakó. Þarna voru mjólkurtónar, talsvert kakó, minni karamella en í fyrra súkkulaðinu og svo viður. Þetta var mun bitrara.

Vínið passaði betur með fyrra súkkulaðinu en seinna súkkulaðið var miklu betra.
Red
2020 Cave de Tain Crozes-Hermitage Héritiers Gambert Nobles Rives France, Rhône, Northern Rhône, Crozes-Hermitage
Meðaldökkur litur. Kirsuber, fjólur og pipar í ilmi. Svartar plómur, pipar í munni. Grænir tónar. Tannínríkt og biturleiki í eftirbragði.

Vínið var svo parað með tveimur mismunandi súkkulaðitegundum.

Fyrst með Illanka sem er með 63% kakóinnihaldi. Mjög rúnnað og með mikla fyllingu í nefi. Bragðið var svo með alls konar: Haframjólk, kaffi. Smá biturleiki í lokin.

Parað með súkkulaðinu þá fundum við ávöxt, sykurlegin kirsuber, hnetur og möndlur. Mjög flott pörun.

Síðan var vínið parað með Oriado sem er með 60% kakó. Þarna voru mjólkurtónar, smjör. Ekki eins flókið og fyrra súkkulaðið. Heldur ekki eins beiskt. Kaffi og rósablöð í lokin.

Í seinni pöruninni þá var sýran meira áberandi en í þeirri fyrri. Þannig að ekki eins vel heppnuð.

Vínið passaði einnig betur með fyrra súkkulaðinu hér. Mér fannst líka fyrra súkkulaðið mun betra.
Red
2019 Domaine Christophe Curtat St. Joseph Nomade France, Rhône, Northern Rhône, St. Joseph
Meðaldökkur litur. Kirsuber, sólber og tóbak í ilmi. Svartar plómur, pipar í munni. Kirsuber, súkkulaði og tóbak í munni. Gott jafnvægi. Samt talsverð sýra og tannín en tannínin mjúk.

Vínið var svo parað með tveimur mismunandi súkkulaðitegundum.

Fyrst með Kalingo sem er með 65% kakóinnihaldi. Sykur og kanill í nefi. Mjög þurrt í munni. tannín og tóbak.

Parað með súkkulaðinu þá fundum við tóbak, jörð, mosi, sveppir og salt. Haustlegir tónar. Mjög flott pörun. Sú besta fram að þessu.

Síðan var vínið parað með Alpaco sem er með 66% kakó. Miklu feimnara og lokaðra í nefinu en súkkulaðið á undan. Samt blómatónar greinanlegir. Jafnvel enn þurrara í munni en fyrra súkkulaðið. Þarna voru líka einhvers konar viðartónar, mahoní og svo reyktir tónar.

Parað með súkkulaðinu þá komu fram saltir og kryddaðir tónar. Þarna voru líka heslihnetur og meiri ávöxtur en í fyrri pöruninni.

Mér fannst vínið passa betur með fyrra súkkulaðinu hér og fyrra súkkulaðið hitti algerlega í mark hjá mér. Frábært súkkulaði.
Red
2019 Alain Voge Cornas Les Chailles France, Rhône, Northern Rhône, Cornas
Meðaldökkur litur. Í nefinu: Kirsuber, súrmjólk, bláber, jarðartónar. Sömuleiðis kirsuber á tungu. Og svo mynta, kryddjurtir. Tannín mjög þægileg. Mikill ferskleiki. Mjög fínt vín. Besta vínið sem var boðið upp á í súkkulaðipöruninni. Ég myndi setja svona 91-92 punkta á það. Hin voru ekki eins góð. Ekkert slakt samt.

Vínið var svo parað með tveimur mismunandi gerðum af konfektmolum.

Fyrst með Ganache thé jasmin (svo kom skilgreining á ganache sem er súkkulaði + vökvi). Mjög rúnnað og ljúffengt. Kemur kannski ekki óvart að þarna voru líka jasmín tónar.

Parað með víninu þá voru tannínin mýkri. Ekki mest spennandi pörunin í smakkinu.

Síðan var smakkað Granite fruits ronges et violette. Ilmvatn í nefi ásamt mikilli sætu. Síðan kom algjör berjasprengja þegar molinn var smakkaður: Hindber, bláber, rifsber, sólber ásamt fjólum.

Þessi pörun var líklega betri. Tannínin í víninu mýktust og ávöxturinn kom betur fram.

Seinni pörunin var betri og það sama má segja um molann.

Flight 6 - Domaine de Durban (10 notes)

Þetta var nú alveg áreiðanlega undarlegasta heimsókn ferðarinnar. Þegar við mættum á svæðið þá kom í ljós að það var enginn til að taka á móti okkur. Þarna var einhver kona sem sá um aðra hluti en smakk og hún harðneitaði að koma eitthvað nálægt slíkum hlutum. Nú veit ég ekki hvort þetta var einhverjum veikindum eða öðrum forföllum að kenna að enginn var til að taka á móti okkur en lendingin var sú að Stéphane sótti flöskur eftir því sem smakkinu miðaði áfram ásamt því að við fengum í hendur möppu með upplýsingum um vínin. Þetta var semsagt DIY smakk. Fyrsta skipti sem ég lendi í slíku. Einn af aðalpunktum í upplýsingamöppunni var að Sarkozy fyrrum forseti Frakklands hefði komið í heimsókn á búgarðinn. Ég hefði nú þagað yfir því. Við fengum svo í lokin að hitta víngerðarmanninn. Það var nú besti partur heimsóknarinnar.

White
2021 Domaine de Durban Vaucluse Blanc France, Rhône, Southern Rhône, Vaucluse
82 points
Vínið sem við fengum í hendurnar var mjög kalt. Mjög ljóst á litinn. Í nefi. Mysa, ger, apríkósur og marsípan. Í munni mjög mikil sýra, mysutónar og límóna. Ágætis fylling. Vínið batnar þegar það hlýnar en er samt ekki gott.
White
2021 Domaine de Durban Côtes du Rhône France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
85 points
Mjög ljós litur. Í nefi: Ananas, roðarunnaepli, grösugt. Nýslegið gras. Á tungunni: Grænir tónar. Ferskleiki. Hnetur. Örlítið gos í víninu. Talsverð framför frá fyrsta víninu.
White
2020 Domaine de Durban Fruité de Durban France, Rhône, Southern Rhône
83 points
Þarna voru ananas, ferskjur og apríkósur í nefi. Mjög týpísk muscat lykt. Mjög þurrt. Tannín áberandi. Mikil sýra. Vantar fyllingu í þetta vín. Horað.
Rosé
2021 Domaine de Durban Vaucluse Rosé France, Rhône, Southern Rhône, Vaucluse
87 points
Laxableikt á litinn. Ljóst. Frekar lokað í nefi. Rifsber, perur, epli og ryk. Líka perur og epli í munni. Þarna var líka að finna sítrustóna. Þægilegt vín. Það besta frá DdD fram að þessu í smakkinu.
Red
2019 Domaine de Durban Beaumes-de-Venise Vieilles Vignes France, Rhône, Southern Rhône, Beaumes-de-Venise
84 points
Krækiberjasulta og tóbak í nefi. Svipaðir tónar í munni. Tannískt, frekar hrátt. Ungt og með ákveðinn ferskleika. Bjóst kannski við aðeins meiru af gömlum vínviði.
Red
2019 Domaine de Durban Beaumes-de-Venise Cuvée Prestige France, Rhône, Southern Rhône, Beaumes-de-Venise
87 points
Meðaldökkur litur. Sama þrúguhlutfall og í víninu sem fór á undan. Dökk ber, fjós, jarðartónar. Lakkrís og sólber í lokin. Jarðartónar sólber. Mýkra og þægilegra en vínið á undan.
Red
2021 Domaine de Durban Gigondas France, Rhône, Southern Rhône, Gigondas
87 points
Dökkur litur. Mjög lokað í nefi til að byrja með. Síðan eftir smá stund komu kirsuber, bökunarkrydd, tóbak og þarna var líka ákveðin sæta. Svo í munni: Kirsuber. Ekki þykkt, mjúkt og þægilegt. Mýkri tannín en í fyrri vínum.
Red
2018 Domaine de Durban Beaumes-de-Venise Esprit de Famille France, Rhône, Southern Rhône, Beaumes-de-Venise
89 points
Flaska nr. 304 af um 6000. Meðaldökkt. Vínkjallari, leður, kókos, lofnarblóm í nefi. Einnig dökkur ávöxtur og vanilla. Á tungu kastaníuhnetur, járn og blóð. Svolítið hráir tónar í lokin greni, barr. Pínu ferkantað núna. Samt besta rauðvínið sem við fengum að smakka hjá DdD.
White - Fortified
2019 Domaine de Durban Muscat de Beaumes-de-Venise France, Rhône, Southern Rhône, Muscat de Beaumes-de-Venise
89 points
Blóm, fjólur, hunang, rúsínur, múskat, appelsínubörkur og núggat í nefi. Niðursoðin appelsína (confit) á tungu. Líka apríkósur og núggat. Ágætis sætvín. Ekki væmið. Ferskt.
White - Fortified
2014 Domaine de Durban Muscat de Beaumes-de-Venise France, Rhône, Southern Rhône, Muscat de Beaumes-de-Venise
89 points
Sætur límónusafi, börkur, fura, harpix, appelsínubörkur í nefi. Svo á tungunni. Límóna. Ferskleiki. Niðursoðnar apríkósur (confit) og appelsínubörkur. 5 árum eldra en síðasta vín. Þetta var mjög þægilegt.

Flight 7 - Les Hauts de Mercurol / Domaine du Grand Montmirail (7 notes)

Önnur heimsókn á þriðja degi var til Domaine du Grand Montmirail sem á líka Les Hauts de Mercurol. Fengum þarna ágætis viðtökur. Vínin voru góð og umhverfið stórfenglegt.

White
2020 Domaine les Hauts de Mercurol Crozes-Hermitage Blanc France, Rhône, Northern Rhône, Crozes-Hermitage
85 points
Léttur og ferskur ilmur. Mjög þægilegur. Perur. Á tungunni: Perur, epli. Sýrumikið. Þægilegt og heiðarlegt hvítvín.
Red
2020 Domaine les Hauts de Mercurol Crozes-Hermitage France, Rhône, Northern Rhône, Crozes-Hermitage
85 points
Eins og með hvítvínið. Hreinn og beinn ilmur. Ferskur og einfaldur. Kirsuber. Mjúkt og þægilegt. Rauður ávöxtur, kirsuber. Ferskleiki. Vantar kannski smá karakter. Rósapipar í lokin.
Red
2020 Domaine du Grand Montmirail Beaumes-de-Venise France, Rhône, Southern Rhône, Beaumes-de-Venise
88 points
Meðaldökkt. Dýpri og þéttari ilmur en í fyrsta rauðvíninu. Mikill ávöxtur. Þægilegur ilmur en samt frekar feiminn. Fjólublár tópas og lakkrís komu svo í lokin. Mjúkt á tungu. Mjög þægilegt. Mjúk tannín. Þægileg sýra. Gott jafnvægi. Kirsuber, lakkrís, tópas og krydd.
Red
2020 Domaine du Grand Montmirail Vacqueyras France, Rhône, Southern Rhône, Vacqueyras
89 points
Frekar ljós litur. Rauð ber og ljós ávöxtur í nefi. Ekki mikill ilmur. Tóbak í lokin. Talsverð sæta á tungu í byrjun. Þægilegt, ferskt, tannín mjúk. Ávaxtaríkt, kirsuber. Í eftirbragði, kaffi, kakó og hvítur pipar. Mjög aðgengilegt og þægilegt vín.
Red
2020 Domaine du Grand Montmirail Gigondas Cuvée Vieilles Vignes France, Rhône, Southern Rhône, Gigondas
90 points
Ljóst til meðaldökkt á litinn. Ilmurinn fíngerður. Jarðarber, blóm, negull, pipar. Kryddað á tungu í byrjun ásamt sætum tónum. Í góðu jafnvægi og með mjúk tannín. Ágætis ferskleiki. Kaffi svo í lokin í eftirbragði. Endar svolítið stutt.
2 people found this helpful Comment
Red
2016 Domaine du Grand Montmirail Gigondas La Grande (cuvée confidentielle) France, Rhône, Southern Rhône, Gigondas
93 points
Flaska nr. 1195 (af 2-3.000 fl. í hverjum árgangi). Frekar ljóst á litinn. Ferskar plómur í nefi. Ferskur og mjög aðlaðandi ilmur. Á tungunni virkilega gott jafnvægi. Kirsuber, krydd, blek. Frábær mýkt og ferskleiki. Leðureinkenni og hvítt súkkulaði með möndlum í eftirbragði. Toppvín.
White - Fortified
2019 Domaine du Grand Montmirail Muscat de Beaumes-de-Venise France, Rhône, Southern Rhône, Muscat de Beaumes-de-Venise
91 points
Ylliblóm og lofnarblóm í nefi. Einnig hunang, sítrus (appelsínur og límónur). Þarna var líka gras að finna. Mjög ferskur ilmur. Mjög nett sæta á tungu. Marsípan. Frábært jafnvægi. Virkilega gott sætvín.

Flight 8 - Domaine Olivier Hillaire (6 notes)

Síðasta heimsóknin á þriðja degi var til þessa vínhúss. Ég hafði aldrei heyrt talað um það áður og væntingarnar voru ekkert skrúfaðar hátt upp. Kom svo í ljós að þarna voru gerð frábær vín. Þessi heimsókn var með þeim allra bestu í allri ferðinni og voru þær nú margar góðar.

Red
2020 Domaine Olivier Hillaire Côtes du Rhône Vieilles Vignes France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
87 points
Meðaldökkt. Krydd í nefi. Einiber. Líka reykur og hangikjöt. Svolítið soðið bragð á tungunni. Plómur, þroskaðar. Samt er þarna ákveðinn ferskleiki. Smá biturleiki líka. Ágætis fylling. Talsverð tannín og í eftirbragði koma krydd. Fínt vín.
1 person found this helpful Comment
Red
2020 Domaine Olivier Hillaire Châteauneuf-du-Pape France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
90 points
Mjög ljós litur. Rauð ber í ilmi, rifsber. Fíngerður ilmur með alls konar kryddum: Einiberjum og myntu m.a. Tóbak kemur svo í lokin. Á tungunni er það kraftmikið með smá sætu. Flott jafnvægi. Munnurinn tannínhúðast allur. Eikin nett. Svo koma í eftirbragði tóbak og lakkrís. Elegant vín. Virkilega gott. Þetta er vín sem kostar 28€. Held það standi alveg undir þeim verðmiða.
Red
2020 Domaine Olivier Hillaire Châteauneuf-du-Pape Les Terrasses France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
93 points
100% grenache í þessu víni, sem kemur af 100 ára gömlum vínviði. Frekar ljóst á litinn. Svipaðir tónar og í fyrra CdP víninu í nefi en samt lokaðra. Meiri ávöxtur samt. Brjóstsykur, kirsuber og jarðarber í munni í byrjun. Mikill ferskleiki og topp jafnvægi. Fíngert. Brómber, tóbak og mjólkursúkkulaði í eftirbragði. Virkilega gott vín! Leggur sig á 45€ sem mér finnst mjög sanngjarn prís.
Red
2020 Domaine Olivier Hillaire Châteauneuf-du-Pape Les Petits Pieds d'Armand France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
95 points
Þetta vín er líka 100% grenache en kemur af aðeins eldri vínviði eða 115 ára gömlum. Ekran er á sendnum jarðvegi. Gerðar eru 3.000 flöskur. Frekar ljóst. Þegar þefað er af víninu koma fyrst leysiefni og kirsuber. Eftir smá stund bætast við krydd, sultaðir ávextir, rabarbari og plómur. Þægilegur ilmur. Svipaðir tónar í munni og í Terrasses víninu. Hér er samt líka mentól, kæling. Mjúkt og fágað. Ofurfín tannín. Glæsilegt vín. Verðmiðinn er 65€ sem er alls ekki mikið fyrir vín í þessum klassa.
Red
2019 Domaine Olivier Hillaire Châteauneuf-du-Pape Clos St. Pierre France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
96 points
Gert úr elstu plöntum á hverri ekru. 65/10/25 GSM. Gerðar eru um 2.000 flöskur og þessi var nr. 1.678. Dekkra en Les Petits Pieds. Fjólur, lím, svört ber í byrjun í nefi. Svo anís og súkkulaði. Virkilega aðlaðandi og þægilegur ilmur. Frábært jafnvægi og fínleiki á tungu. Flauelsmjúkt og ótrúlega bragðgott með kirsuber, kaffi og súkkulaði. Kostar 190€ sem er náttúrlega hellingur. Forréttindi að fá að smakka svona vín. Eitt af toppvínum allrar ferðarinnar.
Red
2019 Domaine Olivier Hillaire Châteauneuf-du-Pape Clos St. Pierre Au-Delà France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
95 points
100% grenache. 1.600 fl. framleiddar. Þessi var nr. 1.185. Svipaður litur og í Clos St. Pierre víninu. Þroskuð jarðarber í ilmi. Einnig kirsuber, hunang, vanilla og blómatónar. Svo voru í munni dökkir ávextir í byrjun. Mikill ferskleiki og gríðarlega flott jafnvægi. Í eftirbragði mátti svo finna kaffi, súkkulaði, tóbak og leður. Frábært vín en með verðmiða upp á 270€ þá myndi ég alltaf taka Clos St. Pierre vínið fram yfir.

Flight 9 - Domaine de la Janasse / Clos St. Antonin (11 notes)

Heimsókn til Janasse var ein af uppástungum sem ég sendi inn þegar var verið að undirbúa ferðina. Ég var mjög spenntur því þetta er mjög hátt skrifað vínhús. Kom svo í ljós að heimsóknin stóð alveg undir væntingum. Virkilega fróðleg og þarna eru svo sannarlega gerð góð vín.

White
2020 Domaine de la Janasse Côtes du Rhône Blanc France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
87 points
Mjög ljóst. Strágult. Steinefni, suðrænir ávextir, apríkósur í nefi. Talsverð sýra og krydd á tungu. Ágætis jafnvægi. Ferskt og létt. Í eftirbragði kemur lychée og lakkrís. Prýðisgott vín.
White
2020 Domaine de la Janasse Châteauneuf-du-Pape Blanc France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
90 points
Mjög ljóst eins og fyrra hvítvínið. Fágaðri ilmur. Frekar lokaður samt. Þarna mátti þó greina sítrus, greip, klementínur og melónu. Mjög fágað á tungu. Flott jafnvægi. Kryddtónar. Ávaxtasæta, sítrus, mandarínur. Mjög þægilegt hvítvín. 34€ er samt kannski í hærri kantinum fyrir þetta vín.
Red
2021 Domaine de la Janasse Côtes du Rhône France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
87 points
Mjög ljós litur. Grænir tónar, gras, bleik lúx sápa, rauðir hlaupbangsar og brjóstsykur. Allt þetta í nefi. Svo á tungunni: Mjög mikil tannín. Grænir tónar, svartur pipar. Mikill ferskleiki. Þægilegt eftirbragð. Brennisteinn á eldspýtu, leður og tóbak. Ágætis grunnvín.
Red
2019 Domaine de la Janasse Vin de Pays de la Principauté d'Orange Terre de Bussière France, Rhône, Southern Rhône, Vin de Pays de la Principauté d'Orange
88 points
Frekar ljós til meðaldökkur litur. Í ilmi þá eru sólber áberandi. Ribenasaft og bláberjahlaup. Sama með bragðið. Þar eru sólber og reyndar önnur dökk ber. Brómber jafnvel. Mjög góð fylling. Flott jafnvægi og góð tannínuppbygging. Fínt vín.
Red
2020 Clos St Antonin Côtes du Rhône Villages Plan de Dieu France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône Villages Plan de Dieu
88 points
Meðaldökkt. Í nefi: Dökk kirsuber, vindlar, viðartónar. Einnig svolítil sætueinkenni eins og af sultu. Síðan er vínið mjög dökkt á tungu. Dökkir ávextir, kaffi, tóbak, tjara og brenndir tónar. Samt er þarna ferskleiki. Tannín eru mjúk. Hnetur og anís í eftirbragði. Ágætis vín en kannski ekki eitthvað sem ég myndi kaupa.
Red
2020 Domaine de la Janasse Côtes du Rhône Villages Terre d'Argile France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône Villages
89 points
Litur er mjög ljós. Rauð ber, rifsber og pipar í nefi. Útihús og remma í munni í byrjun. Mjög sveitalegt, rústik. Eftir smá stund í glasinu þá léttist það og meiri ávöxtur kemur fram. Þarna er líka mikill ferskleiki og tannín eru fín. Ágætis vín en svolítið hrjúft.
1 person found this helpful Comment
Red
2018 Domaine de la Janasse Châteauneuf-du-Pape France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
89 points
Mjög ljóst, eiginlega ótrúlega ljóst. Frekar lokað í byrjun en þegar glasinu er þyrlað koma fram berjatónar. Aðallega bláber og sólber. í munni þá er sömu sögu að segja, mikil sólber. Vínið er létt og ferskt en vantar kannski smá þroska. Endar svolítið hrufótt líka. Grænka og járn í eftirbragði. Var ekki yfir mig hrifinn af þessu víni. Kostar líka 34€.
Red
2018 Clos St. Antonin Châteauneuf-du-Pape France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
91 points
Þetta vín er hreint grenache. Frekar ljóst. Þungur frekar lokaður ilmur. Vottur af útihúsi. Rifsber, leður, tóbak, vindlar. Þrátt fyrir þessa dökku tóna þá er samt ferskleiki í ilmi. Mjög hógvært bragð og fíngert. Jarðarber, karamella. Fín tannín. Mjög skemmtilegt vín.
Red
2018 Domaine de la Janasse Châteauneuf-du-Pape Cuvée Chaupin France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
92 points
Kemur af einni ekru. Hreint grenache. Mjög ljóst. Ferskur, mjög þægilegur ilmur. Ekki mikill samt. Mynta, lofnarblóm og karamella eru áberandi. Á tungunni kryddað, frekar dökkir tónar, kannski örlítið bakaðir. Tannín eru létt. Eikin nett. Mjög samþjappað vín. Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta vín. Aðeins of konsentrerað fyrir minn smekk. Það er samt gott.
Red
2018 Domaine de la Janasse Châteauneuf-du-Pape Vieilles Vignes France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
94 points
Frekar ljós litur. Flottur ilmur. Runnagróður (garrigue), brómber, plómur, krydd, pipar. Í munni: Kirsuber, krydd, pipar og múskat í byrjun. Ferskleiki, mjög gott jafnvægi. Mjög góð fylling. Þarna er líka ákveðin sæta. Eftir stund í glasi komu fram brómber, sedrusviður og píputóbak. Mjög flott vín.
1 person found this helpful Comment
White - Sweet/Dessert
2000 Domaine de la Janasse Les Raisins Perdus France, Rhône, Southern Rhône
93 points
Lokavínið í Janasse heimsókninni. Oxun, hnetur og hvítt súkkulaði í nefi. Sérritónar, mjög passleg sæta á tungu. Flott jafnvægi. Virkilega fínt sætvín.

Flight 10 - Le Clos du Caillou (7 notes)

Önnur heimsóknin á fjórða degi var til Clos du Caillou. Ég hafði líka stungið upp á að heimsækja þetta hús. Ég var álíka spenntur fyrir þessari heimsókn og fyrir heimsókninni til Janasse. Í stuttu máli sagt þá var Janasse flott. Clos du Caillou enn flottara. Mjög sáttur við báðar þessar heimsóknir.

White
2021 Le Clos du Caillou Côtes du Rhône Blanc Bouquet des Garrigues France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
88 points
Ananas, suðrænir ávextir, blóm, rauð epli, ferskjur og perur í nefinu. Á tungunni perur og epli. Mjög ferskt. Örugglega gott sem lystauki.
White
2021 Le Clos du Caillou Côtes du Rhône La Reserve Blanc France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
89 points
Lokaðri ilmur en í víninu á undan. Þyngri ilmur. Perur aðallega. Svipaðir tónar á tungu en meiri fylling. Smá viður greinanlegur. Myndi henta betur sem matarvín, þetta.
Red
2019 Le Clos du Caillou Côtes du Rhône Bouquet des Garrigues France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
88 points
Mjög ljóst á litinn. Jarðarberjasulta eða saft í nefi. Líka kirsuber. Ferskleiki og fín eik. Mjög mjúkt á tungu. Ferskleiki, fínt jafnvægi og góð sýra. Ekki mikill ávöxtur. Samt vottur af kirsuberjum.
Red
2020 Le Clos du Caillou Côtes du Rhône Les Quartz France, Rhône, Southern Rhône, Côtes du Rhône
91 points
Mjög ljós litur. Miklu þyngri ilmur en í síðasta víni. Smá viður í nefi. Líka kirsuber, sulta og krydd. Síðan kirsuber, krydd og runnagróður á tungu. Hátt flækjustig. Flott jafnvægi. Dökkir ávextir og lakkrís í eftirbragði. Fantagott Côtes du Rhône.
1 person found this helpful Comment
Red
2020 Le Clos du Caillou Châteauneuf-du-Pape Les Safres France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
92 points
95% grenache og 5% mourvedre. Mjög ljóst á litinn. Plómur, krydd, sæta, kjöt, járn og blóð í nefi. Síðan á tungunni. Dökk eða jafnvel svört kirsuber, brómber, krydd. Góð fylling, fínt jafnvægi. Góð tannín og fullt af þeim. Mikil mýkt. Gott vín.
Red
2020 Le Clos du Caillou Châteauneuf-du-Pape Domaine du Caillou Les Quartz France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
93 points
80% grenache og 20% syrah. Ljóst á litinn. Heldur dekkra en síðustu vín. Þyngri ilmur en í Les Safres. Sveit, útihús, bláber. Þægilegur ilmur. Mjög góð fylling, flott jafnvægi. Mjúk tannín. Meira vín heldur en Les Safres.
Red
2020 Le Clos du Caillou Châteauneuf-du-Pape La Réserve France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
95 points
60% grenache og 40% mourvedre. Flaska nr. 5.197. Mjög ljós litur. Þungur og höfugur ilmur. Dökkir tónar. Brómber, krækiber og blómvöndur. Mjög flott jafnvægi í ilmi. Harðara en fyrri vín. Dökkir ávextir og sætutónar. Tannín eru hörð. Flókið. Bragðhnykill. Krydd og runnagróður í eftirbragði. Virkilega, virkilega gott vín. Líklega sniðugt að láta það í friði í a.m.k. 5-7 ár. 100€ kostar flaskan (magnum á 202€). Mér finnst það alveg í lagi fyrir svona gott vín. Eitt af þeim betri í ferðinni. Þarna var líka mjög mikil samkvæmni í ilmi og bragði sem er ekki alltaf.

Flight 11 - Brotte (5 notes)

Lokaheimsóknin á fjórða og síðasta degi eiginlegs vínsmakks kom nú til fyrir rælni. Við höfðum tíma og ákváðum að skoða vínsafn í Châteauneuf-du-Pape. Fróðlegt safn og svo kom í ljós að innifalið í aðgöngumiðanum var smakk á vínum Brotte vínhússins. Það er hægt að mæla með safninu og smakkið í lokin var góð búbót.

White
2020 Brotte Châteauneuf-du-Pape Blanc Les Hauts de Barville Domaine Barville France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
86 points
Ferskur léttur ilmur. Á tungunni: Græn epli, sítrustónar og smá biturleiki. Þægilegt vín án allra átaka.
Rosé
2021 Brotte Tavel Les Églantiers France, Rhône, Southern Rhône, Tavel
88 points
Loksins fékk ég tækifæri á að smakka Tavel rósavín. 50% grenache og 50% syrah. Af þessu víni var ekki mikill ilmur. En þó voru þarna rifsber, jarðarber og svo smjör! Í munni: Fín sýra, rifsber, jarðarber. Létt og ferskt. Fín bygging. Flott rósavín.
Red
2018 Brotte Châteauneuf-du-Pape Les Hauts de Barville Domaine Barville France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
88 points
Frekar ljóst á litinn. Anton Berg jarðarberjamoli í ilmi, súkkulaði. Á tungunni: Sveitalegt. Dökkir soðnir ávextir. Ekki flókið og stutt eftirbragð. Líklega gott með fugli þá önd til dæmis. Líklega líka góð hugmynd að geyma það ekki lengi.
Red
2018 Brotte Châteauneuf-du-Pape Domaine Barville France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
90 points
Hlutföll í þessu víni: GSM 70/20/10. Ljós litur. Væg útihús í nefi. Kirsuber. Á tungunni: Ljós ávöxtur, þokkalega ferskt. Mun mýkra og þægilegra en vínið á undan. Leður í eftirbragði. Fannst aðeins fyrir alkóhóli sem dregur aðeins úr. Annars mjög frambærilegt vín.
Red
2019 Brotte Châteauneuf-du-Pape Secrets de Barville France, Rhône, Southern Rhône, Châteauneuf-du-Pape
91 points
Sömu hlutföll af þrúgum og í Barville víninu á undan. Meðaldökkur litur. Frekar lokaður ilmur en þægilegur. Svört kirsuber, pínu soðnir tónar. Á tungunni: Dökkir ávextir. Svolítið hrjúft en mjög bragðgott. Í eftirbragði súkkulaði og kaffi.

Closing

Hvað er hægt að segja eftir svona ferð? Hún var frábær. Allt gekk upp. Við vorum með frábæran fararstjóra sem var með allt sitt á hreinu. Heimsóttum mörg frábær vínhús og veðrið lék við okkur.

© 2003-24 CellarTracker! LLC.

Report a Problem

Close